Ég er svo stolt mamma núna

Í dag var haldið bikarmót í Sólbrekku og var mjög góð mæting að mér fannst. Keppnin var mjög spennandi og þá sérstaklega í 85cc flokk. Konur kepptu með þeim en voru samt ekki beint að keppa við þá heldur við hvor aðra. Nema hvað hann Alexander minn endaði í 6 sæti yfir allt þrátt fyrir að vera lang síðastur í startinu. Sá hjólaði flott enda var hann í kennslu hjá Jóa Kef í gær sem er mjög góður kennari.

En um litlu mig. Ég er orðin frekar ringluð og slöpp og ég held að ég sé að fá enn eitt kastið því miður. Ég er svo ekki að nenna að fá kast núna. Ég bara má ekkert vera að því núna.

Í gær var hringt í mig frá bsh og var það ritari hans Ásgeirs læknis. Tímanum hennar var flýtt um tæpar tvær vikur en hún á að mæta núna 31 ágúst í stað 9 sept. Ég er bara nokkuð ánægð með það. Helena er sofnuð núna en hún er frekar slöpp. Hún finnur eitthvað til í öðrum fætinum og er eldrauð í framan og mér finnst hún vera heit en þegar ég mældi hana var hún með 36,3. Skrítið finnst mér en ég vona að hún sé ekki að verða lasin litla snúllan mín.

En ég ætla að fara að sofa núna svo að ég bíð góða nótt. 


Það er svo gaman og gott að hafa rétt fyrir sér ;o)

Alveg átti ég von á því að ekkert væri að gallblöðrunni hjá mér. Hún var svo hrein og fín. En það er þá alveg óupplýst af hverju ég er alltaf svona slæm í maganum. En ég fæ niðurstöðuna úr blóðprufunni á þriðjudaginn næsta þannig að ef að ég heyri ekkert fyrr þá er allt ó orden. Ég er svo viss um að ég sé bara svona slæm alltaf af því að ég er ekki að borða rétt. Ég verð bara að reyna að finna út hvað sé rétt fæða handa mér og hvað það er sem að ég má bara engan vegin borða. Allar uppskriftir af hollum mat eru sko vel þegnar þannig að endilega bendið mér á eitthvað sem er sniðugt fyrir mig að prófa.

Ég fór áðan með hann Alexander í kennslu í Bolöldu þar sem að bikarmótið er á morgun. Það var sko stress að koma honum þangað. Ég þurfti að koma úr bænum og heim, elda mat handa krökkunum, ná í bensín og svo stelpuna, gefa þeim að boða, setja kerruna á bílinn og láta dótið inn í hann. Gera nesti handa honum og keyra hann svo í Bolöldu fyrir kl. 17. En á meðan hann er að hjóla og Andri úti að leika sér og Helena sofandi ætla ég aðeins að reyna að ganga frá þvotti og svona.Bless á meðan.


Nóg að gera alla daga Úfffffffff

Í gær átti ég loksins tíma hjá meltingar sérfræðing og átti ég að mæta kl. 13:40. Nema hvað að ég mundi ekki hjá hverjum ég átti tíma eða hvar ég átti tíma. Ég gat svo ekki heldur munað hvort að ég ætti tíma hjá karli eða konu. Ég verð bara að fara að læra að skrifa allt niður strax. Ég byrjaði á að fara í Mjóddina í Læknasetrið en ég átti ekki tíma þar, svo hringdi ég niður í Dómus en ekki átti ég tíma þar heldur, ég var orðin mjög tæp á tíma. Ég hringdi svo niður á lsp en ekki átti ég tíma þar heldur þannig að ég fór loksins bara á læknastofurnar rétt hjá Lyfju í lágmúla og var ég komin þangað kl. 13:3, ( spennandi )og ég átti tíma hjá lækni þar. Úfff ég var orðin svo stressuð en þetta reddaðist eins og alltafWink

Ég var send í blóðprufu þar sem að það á að rannsaka allt bókstaflega sem er hið besta mál. Svo í dag á ég að fara í magaómun eða eitthvað þess háttar til að ath hvort að ég sé með gallsteina. Maginn á mér er stundum alveg að drepa mig. Ég var látin á einhver lyf til að ath hvort að þau hjálpi eitthvað sem að ég vona svo innilega að þau geri. Ég ætla rétt að vona að um gallsteina sé ekki að ræða og stór efast ég um það líka,, hvað þá krabbi, nóg er á fjölskylduna lagt. En ég efast stórlega um að svo sé líka.Ég verð bara að fara að læra að borða rétt og þá held ég og er nokkuð viss um að maginn á mér lagist.

Ég heyrði líka í honum Ásgeiri í fyrradag í sambandi við þessa svínaflensu, honum finnst ólíklegt að Helena sé í einhverri meiri hættu heldur en við og að hún verði eitthvað alvarlega veik þar sem að stofninn sé svo vægur alla vega enn sem komið er. Mótefnin  eru ekki til og er ekki einu sinni búið að framleiða þau. Þau koma í fyrsta lagi í október og eru líkurnar á því mjög litlar. Fréttirnar eru búnar að blása þetta allt saman svo upp að ég var farin að panikka. Maður á ekki að taka fréttirnar svona bókstaflega alltaf hreint. Þær eru ekki alltaf að segja manni frá hlutunum eins og þeir eru. Þær þurfa alltaf að gera meira úr öllu til að búa til meiri drama eða spennu.

En jæja ég ætla að fara að vekja stelpuna til að fara með hana á leikskólann og Andra til að fara með hann á leikjanámskeið. Hafið það mjög gott í dag þar sem að ég ætla að gera það líka ;o)


Strax kominn ágúst

Sumarið hefur liðið hratt eins og dagarnir hafa gert Skrítið hvað tíminn líður hratt eftir að börnin koma. En hann gerir það líka bara þegar það er gaman og það er það alltaf nánast hjá okkur. Jú jú maður á sína slæmu daga eins og svo margir ef ekki allir aðrir og það er líka allt í lagi.

En við létum verða af því að skella okkur í smá ferðalag um helgina og enduðum við með að fara á Hítarvatn. Við fórum með Hlyn og Unni vinafólki okkar og var mjög gaman. Við tókum bara strákana með sem betur fer af því að fyrstu nóttina var mjög kalt þannig að ekki var mikið sofið þá nóttina. En Helena fékk að vera hjá ömmu sinni og afa eins og vanalega enda elskar hún alveg að vera hjá þeim og sömuleiðis þau líka. En nú fá þau sko frí frá því að passa enda eru þau búin að hjálpa okkur mikið með stelpuna frá því að hún fæddist. 

Við fórum að veiða á Hítarvatni og náðust heilir tveir fiskar og frekar litlir. Ég man ekki einu sinni hvað fiskurinn heitir sem var veiddur ég er það lítil veiðikona í mér. Skemmtilegast finnst mér líka að veiða á færi eins og ég og hann afi minn heitinn gerðum saman  í gamla daga á trillunni hans. Baldur náði að krækja í einn fiskinn og Hlynur og Andri náðu að veiða einn í sameiningu. Fjóla kom og var með okkur fyrstu nóttina ásamt stelpunum sínum og þótti krökkunum voða gaman að hittast aftur enda semur þeim öllum svo vel saman. Á laugardeginum fórum við til Grundafjarðar og fengum okkur voða gott að borða og svo var ferðinni haldið inn á Ólafsvík að hjóla. Meira að segja hjólaði ég slatta á hjólinu mín. Ég fór að hjóla í fjörunni algjör hetja Wink og fór Andri með mér en hann átti pínu erfitt með að hjóla í brautinni. Alexander hjólaði slatta en hefði alveg mátt vera ögn duglegri miða við að hann er að fara að keppa um næstu helgi í Sólbrekku. Hann fór áðan að hjóla með pabba sínum í Álfsnesi til að fá alla vega smá æfingu.

Við fórum eftir hjólaæfinguna Á Lísuhóla í sund og vá hvað það var æðislegt að komast í þessa náttúrulaug. Vöðvaverkirnir liðu alveg úr okkur. Eftir þennan viðburðaríka dag fórum við enn og aftur að veiða en þar sem að við komum mjög seint til baka þá vorum við öll alveg úrvinda af þreytu og þá sérstaklega ég svo að við fórum öll að sof. Á sunnudeginum fórum við aftur að veiða og svo tókum við saman dótið okkar og brunuðum heim. Um kvöldið heyrðum við í Brynjari, Öldu og Evu og fórum við í partý og á ball. Við hefðum kannski betur átt að sleppa því enda alveg dauð uppgefin eftir ferðalagið en ég vaknaði kl. 9 á mánudagsmorgun og fór að ganga frá eftir ferðina.  Andri fékk svo gubbupestina í gær sem stóð sem betur fer bara yfir í sólarhring og vona ég svo innilega að Helena sleppi alveg við hana. Sjálf er ég búin að vera frekar slöpp í dag en vonandi fæ ég hana ekki heldur. En jæja ég hætti núna í dag en kem vonandi með nýja færslu fljótlega.

P.s. Baldur á afmæli á morgun og óska ég honum innilega til lukku með daginn.


Góður dagur í dag

Í dag keppti Alexander í 3 umferð til íslandmeistara í motocrossi sem haldin var í Álfsnesi. Honum gekk bara nokkuð vel miða við að hann er enn að jafna sig eftir að hafa brotnað fyrr í sumar Hann lenti í 10 sæti yfir allt og er því núna kominn með 46 stig til íslandsmeistara. Þetta var í fyrsta skipt sem að hann var að keppa við Aron og Anton vini sína en þeir lentu í 13 og 15 sæti.

Um næstu helgi verður svo haldið unglingamót á Sauðarkrókinn motocross og erum við að spá í að fara þangað. En það fer allt eftir því hvernig hann Alexander verður í handleggnum. Við vorum í fyrstu alltaf að spá í að vera bara heima um verslunarmanna helgina en þegar við fréttum af mótinu langar okkur að fara á það. En þetta verður allt að koma í ljós í vikunni.

Andri Snær fór upp á slysó á fimmtudaginn af því að hann brenndi sig illa síðustu helgi á pústinu á fjórhjólinu og var komin sýking í sárið. hann er núna með miklar umbúðir utan um sárið og á ég að fara með hann á mánudaginn til að láta skipta. Þetta er svona á milli þess að vera 2-3 stigs bruni enda var pústið mjög heitt. Hann á eftir að fá ljótt ör eftir þetta en það verður bara að hafa það. Ég verð bara að passa að hann fikti ekkert í þessu.  Helena er búin að vera pínu erfið í dag enda ekkert gaman fyrir hana að þurfa að hanga uppi á braut í allan dag en hún Agnes systir Arons var dugleg að vera með hana og leika við hana sem betur fer. 

En jæja nú ætla ég að fara að drífa mig inn að sofa enda alveg búin á því eftir daginn. Góða nótt kæru lesendur og sofið rótt.


19 júlí, merkisdagur í lífi mínu.

Í dag er komið eitt ár síðan ég og Baldur gengum í það heilaga. Tíminn er sko búinn að fljúga áfram og hratt fer hann. Mér finnst svo stutt síðan ég gekk inn kirkjugólfið með honum pabba mínum og gekk að eiga hann Baldur minn, með litlu englana mína 3 í eftirför. Þetta var svo fallegur dagur í alla staði og allt heppnaðist alveg frábærlega. Veðrið lék við okkur þennan dag fyrir ári síðan, sólin skein og lognið á Kjalarnesinu var alveg frábært. Það var eins og allir mínir englar, afar mínir, langömmur og vinkonur hafi gert þetta fyrir okkur. Árið er búið að vera viðburðar ríkt hjá okkur með meiru. Þá er ég að tala um heilsufarslega séð hjá mér þá aðallega. Ég kom í viðtal hjá stöð 2 og í vikunni þannig að ég fékk smá athygli. Ég er búin að fá nokkur köst, magabólgur og svona en enn lifi ég og geri það sko með jákvæðu hugarfari. Ég hef ekkert annað en það svo að ég  reyni að vera það alla daga. Það koma dagar sem að maður er ekki alveg til í að vera jákvæður en ég vil meina það að þannig er það hjá öllum, ekki bara mér svo að ég hef minn rétt á að vera pínu neikvæð stundum en það bara stundum.

Í gær fór ég með henni Helgu vinkonu og Andra og Helenu í sund á meðan Baldur og Alexander voru að vinna.  Það var ekkert smá gott að komast í sund á svona góðum degi eins og var í gær. Ég fékk meira að segja smá lit til viðbótar við þann lit sem að ég var þegar komin með. En í dag ætla ég að vera heima að taka til og þvo þvott en Baldur fór með Andra á torfæruna og svo fer hann með strákana að hjóla í smá stund, Helena fór til afa og ömmu þannig að ég fæ smá frið til að gera það sem þarf að gera hér á heimilinu. En ég verð þá að hætta að blogga til að koma einhverju í verk.


Svínaflensu hræðsla

Ég er pínu hrædd við þessa svínaflensu ekki út af mér sjálfri heldur út af Helenu. Er hún mótækileg fyrir henni og er hún mótækileg fyrir bólusetningu? Hún á að hitta hann Ásgeir 9 september nk. og ég fæ vonandi að vita þetta þá. Ég er hrædd um að ef að Helena fær svínaflensuna þá verði hún mjög veik. Nógu lasin verður hún þegar hún fær venjulega flensu. Ég er kannski bara að gera of mikið úr hlutunum en hún er bara búin að ganga í gegnum alveg nóg á sinni stuttu ævi og meira vil ég ekki leggja á hana.

En í fyrradag lenti ég í því brussulega óhappi að misstíga mig svona rosalega að ég dett og fékk þrjú sár á höndina, marbletti og tognaði á ökkla. Það á ekki af mér að ganga. Þetta var nú pínu fyndið svona eftir á en vont þegar það gerðist.

Alexander er búinn að vera voða duglegur þessa vikuna að hjálpa mér með Helenu og að taka til og svona. Andri reyndar líka. Það er svo gott að eiga svona dugleg börn þegar maður er svona orkulaus alltaf. En ég reyni mitt besta til að láta þá ekki gera svona mikið. Mér finnst ég vera að ræna þá æskunni stundum þegar ég þarf ð fá þá til að hjálpa mér svona mikið, En svona er þetta bara og ég efa það ekki  að þeirra eru ekki einu krakkarnir sem þurfa að gera svona mikið. En ég ætla núna að fara að gera smá lista handa þeim svo að ég kveð í bili.


Helgin bara búin :o(

Ég verð að segja það að ég hef ekki skemmt mér svona vel í langan tíma. Við fórum í útilegu um helgina og sváfum í tjaldi. Ég hef ekki sofið í tjaldi í mörg ár. Bakið á mér er aðeins búið að kvarta en samt ekkert rosalega mikið neitt. Ég lifði þetta alla  vega af. Hún Rebekka var að halda upp á þrítugs afmælið sitt og bauð okkur í útilegu að faxa sem er rétt hjá Reykholti. Það er mjög fallegt þarna og veðrið lék alveg við okkur. Ég er meira að segja orðin pínu brúnWink Helena skemmti sér rosalega vel og það var ekkert smá sætt að sjá hana í gærkvöldi labba um allt með einn vin í eftirdragi. Þau leiddust um allt alt kvöldið voða sæt saman. Hann er alveg ljóshærður með ekkert smá fallegar krullur bara algjört bjútí. Hún svaf eins og steinn í tjaldinu og leið bara mjög vel þrátt fyrir að það hafi verið frekar kalt fyrstu nóttina.

En það var mjög gott að koma heim í steikjandi hita. Við erum líka búin að vera úti í allan dag. Ég fór í sólbað og stein sofnaði í klukkutíma enda frekar þreytt eftir helgina.  Ég vaknaði alveg steikt en samt brann ég ekkert að ráði bara eitthvað smá á öxlunum. Baldur aftur á móti er alveg bleikur á bakinu eftir daginn. Helena bar sjálf á sig sólarvörn og ég hjálpaði henni að bera á bakið enda brann hún ekkert en fékk bara smá lit. Strákarnir eru nýkomnir inn en þeir eru búnir að vera duglegir að leika sér úti í dag. En nú er kominn háttatími svo að ég læt þetta duga í dag. Ég vona að allir hafi haft það gott um helgina og ég býð góða nótt.


Vá bara komin helgi aftur.

Tíminn líður allt of fljótt. Mér finnst maí vera nýbúin. En kannski hefur maður bara svona mikið að gera á daginn að tíminn flýgur bara frá manni.

Helena er enn úti í Hrísey með afa sínum og langömmu. Henni þykir svo gaman að hún ætlar sko ekki að koma heim aftur. Hún ætlar að fara heim til ömmu á morgun en ekki til okkar. Maður veit nú ekki hvernig maður á að taka þessu hmmmmWoundering Nei nei ég tek þessu ekkert illa. Hún er í góðum höndum og kannski svolítið mikið dekruð af afa sínumWink Hún veit sko alveg hvernig hún á að vefja honum um fingur sér. Við erum að fara í afmæli um helgina til hennar Rebekku og hlakkar okkur geðveikt til enda alltaf svo gaman í veislum hjá þeim.

Í gær náði ég að sofna loksins á sikkalegum tíma en ég sofnaði kl. 10. 30 vaknaði svo kl. 12 og sofnaði aftur hálftíma seinna enda alveg uppgefin eftir næstum tveggja sólahrings andvöku. Heilsan hjá mér er bara búin að vera nokkur góð undanfarið enda er ég búin að reyna að passa mig mikið að ofgera mér ekki. Ég er einnig búin að vera að taka á mataræðinu og ég er búin að léttast um heim 4 kíló Joyful Svo er bara að halda áfram að borða rétt og þá fara kílóin að fjúka af mér. Ég er dugleg að drekka vatn á daginn og ég reyni að hreifa mig mikið líka þannig að ég vona að ég sé að gera mér eitthvað voða gott með þessu. Ég er líka farin að borða oftar á dag og minna í einu en það sem að ég reyni að narta í er epli, banani eða appelsínur. Eini gallinn við að vera dugleg að bor'a ávexti er að þeir eru orðnir svo rándýrir. En hvað gerir maður ekki fyrir heilsuna. 

En núna ætla ég að fara að drífa mig í bólið. Góða nótt kæru vinir og sofið rótt í alla nótt.


Ekkert sofið í nótt :(

ég held að ég hafi kannski náð að sofa í mesta lagi 3 klst í nótt. Ég bara gat ekki sofnað. kannski var það þessi eini kaffi bolli sem að ég fékk mér ég veit ekki. En ég fer extra snemma að sofa í kvöld það er alveg á hreinu. Ég reyni kannski að leggja mig í dag ef að tími gefst en það er alltaf svo mikið að gera hjá mér að ég veit ekki hvort að ég nái því. það verður bara að koma í ljós.

Ég ætla að fá að heyra í henni Helenu í dag þ.e. ef að hún fæst til að tala við mig. Hún er svo upptekin á að leika sér að hún má ekki vera að því. Pabbi og mamma gáfu henni púsluspil áður en hún fór til að taka með sér og hún er búin að púsla helling enda er það nánast það skemmtilegasta sem hún gerir. Svo fékk hún sápukúlur og er hún búin að vera að blása mikið hehehe. Hún  kemur heim á fimmtudaginn og svo á föstudaginn förum við í útilegu með Rebekku og Ómari og fullt af öðru fólki. Rebekka átti nefnilega 30 afmæli um daginn og er hún að halda upp á það með fjölskyldu útilegu. Hún er svo sniðug hún Rebekka. Ég alla vega hlakka mikið til að fara en við erum búin að vera á fullu að reyna að redda tjaldi eða fellihýsi eða tjaldvagni en við finnum hvergi neitt til að fá lánað. Ætli það endi ekki bara með því að við verðum að kaupa okkur tjald. það er varla að maður tími því, tjöld eru svo dýr og við erum ekki dugleg að fara í útilegu. kannski verður maður bara að fara að byrja á því að vera dugleg að gera það. Við eigum allt útilegu dót nema kannski borð. Við eigum stóla og diska og glös og þ.h.t.

Þetta reddast allt. En ég verð að hætta núna, bæbæ.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband