7.9.2009 | 15:25
Aðgerðin búin
Aðgerðin tókst bara nokkuð vel þrátt fyrir mikla blæðingu eftirá. Hún er mjög aum í eyrunum báðum og þá sérstaklega því vinstra þar sem að þar var mesta blæðingin. Í v/ eyranu var mesti vefurinn en svo kom í ljós í aðgerðinni að það var líka vefur í h/ eyranu. Hún var svolítið reið þegar hún vaknaði en það lagaðist fljótt. Það var svolítið fyndið að þegar við erum að leggja af stað í morgun fór hún alltaf að tala um að fara í kerruna. Í fyrstu skildi ég ekkert um hvað hún var að tala en svo skildi ég hana. Hún heyrði svona vitlaust. Þegar ég talaði um að hún væri að fara í aðgerð þá heyrði hún út frá því að hún væri að fara í kerru. Hahaha já það er skrítið hvað fólk getur mistúlkað og misheyrt hlutina. En þegar aðgerðin var búin og við fórum heim kíktum við aðeins upp í vinnu til Baldurs og svo fór ég að keypti Serrano handa okkur. Við vorum komnar heim um kl. 12 og er Helena bara búin að liggja uppi í sófa og slaka á síðan. Ég var að gefa henni stíl af því að hún finnur svo til í eyranu sínu. Ég á svo að hitta hann Einar aftur með hana eftir 2 mánuði og fyrr ef að hún fær í eyrun.
En ég ætla að fara að leggjast aðeins hjá henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009 | 08:30
Aðgerðadagurinn hjá Helenu
Jæja þá er komið að því. Aðgerðin er í dag kl. 10 og þarf hún að vera fastandi þannig að ég ætlaði að leifa henni að sofa sem lengst en nei strárnir náðu að vekja hana. Núna er hún að horfa á barnatímann á s2+ bara til að eyða tímanum. Við leggjum svo af stað um kl. 9 þannig að plísinn er að gera mjög gott núna. Ég vaknaði kl. 7 í morgun og rak Alexander í bað og ég fékk mér eitthvað smá að borða áður en Helena vaknaði þannig að það er bara allt að verða tilbúið fyrir aðgerðina. Helena er komin í föt og svona þannig að ég á bara eftir að greiða henni og dusta í henni tennurnar og svo förum við. Hún veit af því að hún sé að fara í aðgerð og hún veit að hún á að fara að lulla á meðan læknirinn lagar eyrað á henni. Mér finnst ekki rétt að tala ekki um hlutina við hana. Þetta verður alltaf í minni hennar er ég viss um. Ég man t.d. eftir því þegar ég fór á spítalann að sækja ömmu en var svo veik að ég var lögð inn og teknir voru úr mér hálskirtlarnir. Þá var ég bara 4 ára. Skrítið hvað svona hlutir leggjast á minnið. En þetta er mikil minning að fara á spítala og í aðgerð og svona.
En á laugardaginn gerði ég heldur betur góð kaup. Ég fór í höllina á fatamarkaðinn sem var þar og fékk föt á mig. Helenu og Andra fyrir lítinn pening. Ég fékk mjög hlýja og flotta úlpu á hann Andra sem hefði átt að kosta eitthvað um 10,000 kallinn en ég fékk hana á 5000 rúmar. Núna er búið að loka þessum arkaði en hann kemur aftur í nóvember og þá fór ég að versla aftur á Baldur og hann Alexander. Maður á að nýta sér svona í kreppunni.
En jæja ég ætla að fara að klára að hafa okkur til. Ég kem með fréttir af henni þegar við komum heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 16:59
Nýjar fréttir af henni Helenu
Í morgun fór ég með hana til hans Einars Thoroddsen hne læknis og kíkti hann inn í eyrað á henni. Hann þurfti ekki að kíkja nema rétt aðeins þegar hann sá að þetta er mjög mikið. Það sem er að er að það er kominn bandvefur utan um rörið sem veldur grasserandi sýkingu eftir sýkingu ef að ekkert er að gert. Núna er hún skráð í aðgerð á mánudaginn nk. til að fjarlægja þennan bandvef og rörin sem þýðir að hún getur orðið slæm aftur af eyrnabólgu eftir einhvern smá tíma en þá verða bara sett rör aftur. Hann talaði um að þessi aðgerð geti verið svolítið erfið en ég vona að hún verði ekki löng Helenu vegna. Svo verðum við bara að bíða eftir niðurstöðunni úr blóðprufunni en hana fáum við 2 nóvember.
En jæja ég ætla að byrja að elda kartöflusalat sem að ég lærði að gera hjá Fjólu vinkonu okkar hjóna þannig að ég ætla að láta þessar fréttir duga í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 19:16
Ef ég ætti mér 1 ósk!
þá myndi ég óska mér að Helena þyrfti ekki að ganga í gegnum þessi veikindi. Í dag var hún ekki útskrifuð sem ég átti svo sem alveg von á en hún var send í blóðprufu og skoðuð og viktuð og mæld og gerð á henni góð skoðun. Hún er ekki búin að þyngjast mikið en samt um einhver 400 gr. hún er orðin 96,4 sm. og svo skoðaði hann eyrun. Í ljós kom að hún er með einhverjar skrítnar bólgur í kringum rörið v/ megin og verður því að hitta hne lækni á morgun. Vonandi þarf hún ekki pensilinn af því að hún mun þá fá það í sprautu formi í vöðva sem að ég veit að hún verður ekki sátt við. Hún var mjög sár t.d. þegar blóðið var tekið þrátt fyrir deyfi plásturinn. Æji það er svo erfitt að sjá litlu börnin verða svona sár. Ég átti bágt með mig þegar blóðprufan var af því að ég vildi bara knúsa hana en ég mátti það ekki, ég varð að halda henni. En hún fékk alla vega að mála eina mynd uppi á leikstofu. Gróa talaði við okkur á meðan enda erum við farnar að þekkjast eftir alla spítaladvölina. En ég verð samt að viðurkenna það að við erum alveg rosalega heppin að þetta skuli ekki vera verra en þetta þótt alvarlegt sé. Hún er ekki dauðvona og hún er hress þegar hún er ekki lasin. Hún er ekki eins mikið lasin og áður fyrr sem bendir til þess að hún sé að byggja upp ónæmiskerfið.
Við skruppum til mömmu eftir spítala heimsóknina og ég lánaði henni skó af mér og svo knúsuðum við hana örlítið áður en við fórum heim. Núna ætla ég að fara að ganga frá þvotti áður en you think you can dans byrjar. See you later ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 08:35
Stór dagur í gær og svo aftur núna
Í gær kepptu báðir strákarnir í motocross og lenti Andri snær í 4 sæti í 65cc af 15 og Alexander lenti í 1 sæti í 85cc er ekki alveg viss um hvað voru margir að keppa í hans flokk en það voru margir. Svo er það skemmtilega við þetta að vinirnir lentu á palli saman og tóku 1 og 2 sætið. Þetta var svona krakkamót þannig að 3 bestu sem eru að keppa til íslandmeistara máttu ekki vera með en það mátti hann Alexander gera og skemmti hann sér mjög vel.
Eftir þetta fórum við í mat til hennar Fjólu og vá hvað ég borðaði yfir mig. Maturinn var bara svo góður. Svo fengum við súkkulaði köku í eftirrétt og ís mmmmm þetta var æðislega gott. Helena naut sín alveg þar sem að hún fékk svo mikla athygli og svo fóru krakkarnir með hana út á róló voða gaman á meðan við fullorðna fólkið slöppuðum af inni eftir matinn. Takk Fjóla fyrir frábæra kvöldstund.
Í dag erum við mæðgur að fara að hitta hann Ásgeir okkar. Ég vona að hún verði útskrifuð núna en ég held að hann vilji senda hana aftur í blóðprufu svo að við ætlum okkur bara að skreppa upp á leikstofu á meðan deyfiplásturinn er að virka. Hún verður alla vega viktuð eins og alltaf og skoðuð. Ég ætla að biðja hann um að kíkja á fótinn á henni. Hún kvartar alltaf á hverjum morgni um að henni sé svo illt og að henni finnist vont að labba. Ég hef alltaf get lítið úr þessu en í gærkvöldi vaknaði hún út af verk í fætinum. En ég mun láta hann alla vega kíkja á þetta í dag. Þetta þarf ekkert að vera alvarlegt neitt. Kannski vaxtarverkir en samt skrítið að þeir skuli bara vera í öðrum fætinum en ekki hinum. Svo getur þetta bara verið ekki neitt. Þetta kemur alt í ljós í dag.
Ég kem með fréttir ef að þær verða einhverjar þegar við komum heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 17:03
Jæja ég vissi að eitthvað væri að!
Meldingasérfræðingurinn minn hringdi í mig áðan til að láta mig vita niðurstöðurnar úr bæði sónarnum og blóðprufunum sem að hún lét taka. Niðurstaðan úr sónarnum var eðlileg eins og ég vissi en blóðið kom ekki eins vel út. Kólesterólið er aðeins of hátt hjá mér þannig að nú " loksins " kannski er ég með afsökun um að hætta að borða nammi og kökur og svoleiðis fitandi fæði. Ég á einnig að forðast alla fitu sem er ekkert mál fyrir mig þar sem að það er það versta sem að ég fæ. Ég á að hætta að borða brauð, franskar og minka kartöflurnar. Ég sem var að taka upp helling af glænýjum kartöflum. En svona er það bara og ég ætla að reyna eins og ég get að fara eftir þessu.
Við vorum heima aftur í dag við mæðgur og erum við búnar að vera að þrifa þvottahúsið eins og við getum en Baldur verður að hjálpa mér með restina. Ég er búin að rústa á mér bakinu á þessu öllu saman svo að ég verð að passa mig svo er ég að fara að byrja í kasti eins og ég er búin að eiga von á í þó nokkurn tíma. Kastið lýsir sér með þvögumæli og smá máttleysi í v/ hendi. Það er enginn doði bara máttleysi. Ég titra pínu líka en ekkert mikið samt. En ég verð fljót að jafna mig er ég viss um þ.e. ef að ég tek því rólega. Ég er að verða nokkuð góð í að taka því rólega. Kannski er ég aðeins of dugleg hehehe. En ég er farin að halda áfram að gera mitt besta í að taka til. See you later.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2009 | 08:32
Lasin eða kannski ekki!
Það er svo skrítið með hana Helenu að einn daginn getur hún verið með hita og svo þann næsta er hún ekki með hita og þann næsta með hita. Núna er hún t.d. ekki með hita. Hún reyndar sefur eins og steinn eins og er og ætla ég bara að leifa henni það en ég vona svo innilega að hún sé ekki veik eins og ég hélt í gær, en hún er orðin drullu kvefuð aftur á móti. Ég ætla að nota tækifærið víst að ég er heima og taka til og þrífa því ekki veitir af. Ég verð bara að passa bakið af því að ég er búin að vera eitthvað extra slæm í því í nokkra daga. Ég verð greinilega að fara að hreifa mig meira.
Ég hef ekki enn fengið neinar uppskriftir frá ykkur eða ráðleggingar um betra mataræði og óska ég eftir því að fá allavega einhver ráð. Ég er að reyna en virðist samt vera að gera eitthvað vitlaust. Maginn er eins og er í lagi en í gær var ég að drepast og mér varð svo íllt að ég varð alveg náföl. Ég hélt hreinlega að það myndi líða yfir mig.Ég ætla að reyna að forðast hveiti, brauð, franskar, djúpsteiktan mat og allan mat sem er mikið brasaður. Mjólkina veð ég að fara að reyna að forðast þó svo að hún sé góð og allar mjólkur vörur. Ég verð bara að reyna ð hætta að borða allt sem er gott
Já lífið getur verið ósanngjarnt stundum en maður verður bara að taka því. Maður getur lifað góðu lífi með því að vera jákvæður og taka öllu með ró. Það er eitt af því sem að ég þarf að læra líka. Lífið er skóli og mitt fag er að læra að borða rét og vera jákvæð. Ég er ekki alveg að standa mig svo að ég verð bara að taka mig á svo að ég þurfi ekki að taka þetta fag aftur.
En jæja ég ætla að fara að koma mér að verki og byrja að taka til og þrífa. Vúhú það er svo "gaman" ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2009 | 23:10
Flottur árangur hjá flottum strák
Keppnin á Bolöldu var mjög mjög blaut en skemmtileg samt. Eftir mikla baráttu á milli Gylfa og Alexanders í báðum motoum urðu úrslitin þannig að hann Alexander lenti í 5 sæti í tvígengishjólum og 8 ower all og svo er hann í 10 sæti til íslandsmeistara. Þetta er enginn smá árangur hjá honum miða við að hann lenti í því að brotna illa fyrr í sumar. Ég er mjög stolt af honum enda ekki annað hægt eftir þetta.
En skólinn er byrjaður og var fyrsti dagurinn í dag. Í gær fengu krakkarnir stundaskrá og hittu umsjónakennara sína og sáu stofurnar og svona og eftir það fórum við að kaupa allt skóladótið. Við sluppum heldur betur vel vegna þess að við keyptum nánast allt dótið í Krónunni nema einhverja 3 eða 4 hluti sem að við fengum í Office one. En dagurinn byrjaði ekki nógu vel hjá blessuðum krökkunum. Þau fengu þær leiðinlegu fréttir um að náttúrufræðikennarinn lést í nótt úr hjartaáfalli aðeins 61 árs gamall. Allt of ungur til að fara yfir móðuna miklu. Guð blessi minningu hans.
En þegar ég sæki Helenu á leikskólann í dag fann ég að hún var svolítið heit. Rannveig nær í mælinn og mælir hana og viti menn, hún er orðin lasin. Ég er búin að bíða eftir þessu af því að ég átti svo von á að hún hlyti að fara að verða lasin af því að hún verður alltaf lasin á þessum tíma eins og mest öll þjóðin. Það er búið að rigna endalaust hér í henni Reykjavík og svo er farið að kólna slatta mikið líka. Kartöflu grösin mín eru orðin svört sem bendir til þess að það sé byrjað að frysta á nóttunni þannig að ég verð að fara að taka upp kartöflur sem fyrst. Kannski að ég geri það á morgun bara ef að Helena nær að sofna eitthvað og ef að veðrið verður gott.
En jæja núna verð ég að fara inn í rúm að reyna að fara að sofa enda alveg drullu þreytt eftir langan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 23:12
Bara búin að vera heima alla vikuna
En nú ætla ég að fara að sofa svo að ég verði nóg hress á morgun. Góða nótt kæru lesendur og sofið rótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 07:41
Lyfjaofnæmi
Ég er svona 99,99 % viss um að ég sé með ofnæmi fyrir lyfinu Tramól. Þetta er verkjalyf sem að ég er búin að vera á í þónokkur langan tíma og fengið ofnæmisviðbrögð fyrir sem lýsa sér með ofsakláða og pirring í húð en ekki alveg svona slæm eins og s.l. sólarhring. Mér líður eins og ég sé með kláðamaur eða fær hreinlega. Ég verð því að hætta að taka inn þetta lyf enda er ég líka búin með skammtinn og ætla ég mér sko ekki að fá meira. Það er bara verst að ég er farin að vakna sárkvalin af verkjum á morgnana í bakinu nema þegar ég tek inn verkjalyf fyrir nóttina flesta morgna. Ég vil bara hætta að þurfa að taka inn nokkur lyf. Þetta er bara orðið algjört rugl.
Alexander er að fara að keppa í síðasta móti til íslandsmeistara um helgina í Bölöldu og verður því alla vikuna á æfingum þar. Ég verð að fara með hann í dag en svo ætla ég að reyna að komast í saumaklúbb í kvöld enda löngu komin tími á að mæta.
En ég ætla að fara að drífa mig með krakkana á leikjanámskeið og á leikskólann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)