19 júlí, merkisdagur í lífi mínu.

Í dag er komið eitt ár síðan ég og Baldur gengum í það heilaga. Tíminn er sko búinn að fljúga áfram og hratt fer hann. Mér finnst svo stutt síðan ég gekk inn kirkjugólfið með honum pabba mínum og gekk að eiga hann Baldur minn, með litlu englana mína 3 í eftirför. Þetta var svo fallegur dagur í alla staði og allt heppnaðist alveg frábærlega. Veðrið lék við okkur þennan dag fyrir ári síðan, sólin skein og lognið á Kjalarnesinu var alveg frábært. Það var eins og allir mínir englar, afar mínir, langömmur og vinkonur hafi gert þetta fyrir okkur. Árið er búið að vera viðburðar ríkt hjá okkur með meiru. Þá er ég að tala um heilsufarslega séð hjá mér þá aðallega. Ég kom í viðtal hjá stöð 2 og í vikunni þannig að ég fékk smá athygli. Ég er búin að fá nokkur köst, magabólgur og svona en enn lifi ég og geri það sko með jákvæðu hugarfari. Ég hef ekkert annað en það svo að ég  reyni að vera það alla daga. Það koma dagar sem að maður er ekki alveg til í að vera jákvæður en ég vil meina það að þannig er það hjá öllum, ekki bara mér svo að ég hef minn rétt á að vera pínu neikvæð stundum en það bara stundum.

Í gær fór ég með henni Helgu vinkonu og Andra og Helenu í sund á meðan Baldur og Alexander voru að vinna.  Það var ekkert smá gott að komast í sund á svona góðum degi eins og var í gær. Ég fékk meira að segja smá lit til viðbótar við þann lit sem að ég var þegar komin með. En í dag ætla ég að vera heima að taka til og þvo þvott en Baldur fór með Andra á torfæruna og svo fer hann með strákana að hjóla í smá stund, Helena fór til afa og ömmu þannig að ég fæ smá frið til að gera það sem þarf að gera hér á heimilinu. En ég verð þá að hætta að blogga til að koma einhverju í verk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband