Það er engin lognmolla á þessu heimili!

Veikindi eftir veikindi á öllum á heimilinu. Fyrst veiktist Alexander og er hann með einkenni ennþá sem eru ljótur hósti og höfuðverkur, svo veiktist Baldur og lagðist þetta illa á hann í 1 og 1/2 dag og svo bara vægt, svo veiktist Andri en varð aldrei mjög slæmur, síðan veiktist Helena þegar hún var í " pössun/ láni " hjá ömmu sinni og afa og endaði hún uppi á BSH. Í dag er ég að rjúka upp í hita og með höfuðverk og pínu beinverki en ekki mikla samt. Ég vona að ég sé ekki með A H1N1 eins og allir hinir á heimilinu þó svo að ég haldi að ég sleppi ekki. Kannski er ég með einhver mótefni við henni og þess vegna er ég ekki slæm og ég er þá bara með þessa venjulegu haust flensu. Það má alla vega vona það.

Nýr fjölskyldu meðlimur bættist við fjölskylduna um helgina. Út af því að krakkarnir eru búin að vera svo lasin og það er ekki gaman þá fórum við og versluðum einn páfagauk / Gára handa þeim. Hún er blá og hvít og alveg ofboðslega falleg 4 mánaða ungi. Baldur nefndi hana Skvísu sem passar bara nokkuð vel við hana. En við sögðum krökkunum að þau skyldu fá að þrífa búrið hennar og fara oftar út að labba oftar með hana Snotru líka.

Nóg er að gera í vinnunni hjá Baldri og er hann búinn að vera að vinna þrátt fyrir veikindin en hann er búinn að mæta kl. 6 á hverjum morgni í veikindunum og hætta kl. 8 svo að hann smiti ekki restina af mönnunum sem að vinna hjá honum. Ekki veit ég hversu gott það er fyrir hann að vera að vinna svona lasinn en hann hlýtur að finna það best sjálfur og finna sín takmörk.  Ég vildi bara óska að hann mætti vera veikur í friði án þess að þurfa að mæta í vinnu alla daga út af því að vinnu aflið er ekki að gera það sem að það á að gera nema bara þegar hann er við. En það eru komin helgi og vonandi getur hann eitthvað hvílt sig þá.

En ég er farin í bili og ég reyni að vera duglegri að skrifa einhverja vitlausu sem er þá eitthvað af viti samt .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.