Strax kominn ágúst

Sumarið hefur liðið hratt eins og dagarnir hafa gert Skrítið hvað tíminn líður hratt eftir að börnin koma. En hann gerir það líka bara þegar það er gaman og það er það alltaf nánast hjá okkur. Jú jú maður á sína slæmu daga eins og svo margir ef ekki allir aðrir og það er líka allt í lagi.

En við létum verða af því að skella okkur í smá ferðalag um helgina og enduðum við með að fara á Hítarvatn. Við fórum með Hlyn og Unni vinafólki okkar og var mjög gaman. Við tókum bara strákana með sem betur fer af því að fyrstu nóttina var mjög kalt þannig að ekki var mikið sofið þá nóttina. En Helena fékk að vera hjá ömmu sinni og afa eins og vanalega enda elskar hún alveg að vera hjá þeim og sömuleiðis þau líka. En nú fá þau sko frí frá því að passa enda eru þau búin að hjálpa okkur mikið með stelpuna frá því að hún fæddist. 

Við fórum að veiða á Hítarvatni og náðust heilir tveir fiskar og frekar litlir. Ég man ekki einu sinni hvað fiskurinn heitir sem var veiddur ég er það lítil veiðikona í mér. Skemmtilegast finnst mér líka að veiða á færi eins og ég og hann afi minn heitinn gerðum saman  í gamla daga á trillunni hans. Baldur náði að krækja í einn fiskinn og Hlynur og Andri náðu að veiða einn í sameiningu. Fjóla kom og var með okkur fyrstu nóttina ásamt stelpunum sínum og þótti krökkunum voða gaman að hittast aftur enda semur þeim öllum svo vel saman. Á laugardeginum fórum við til Grundafjarðar og fengum okkur voða gott að borða og svo var ferðinni haldið inn á Ólafsvík að hjóla. Meira að segja hjólaði ég slatta á hjólinu mín. Ég fór að hjóla í fjörunni algjör hetja Wink og fór Andri með mér en hann átti pínu erfitt með að hjóla í brautinni. Alexander hjólaði slatta en hefði alveg mátt vera ögn duglegri miða við að hann er að fara að keppa um næstu helgi í Sólbrekku. Hann fór áðan að hjóla með pabba sínum í Álfsnesi til að fá alla vega smá æfingu.

Við fórum eftir hjólaæfinguna Á Lísuhóla í sund og vá hvað það var æðislegt að komast í þessa náttúrulaug. Vöðvaverkirnir liðu alveg úr okkur. Eftir þennan viðburðaríka dag fórum við enn og aftur að veiða en þar sem að við komum mjög seint til baka þá vorum við öll alveg úrvinda af þreytu og þá sérstaklega ég svo að við fórum öll að sof. Á sunnudeginum fórum við aftur að veiða og svo tókum við saman dótið okkar og brunuðum heim. Um kvöldið heyrðum við í Brynjari, Öldu og Evu og fórum við í partý og á ball. Við hefðum kannski betur átt að sleppa því enda alveg dauð uppgefin eftir ferðalagið en ég vaknaði kl. 9 á mánudagsmorgun og fór að ganga frá eftir ferðina.  Andri fékk svo gubbupestina í gær sem stóð sem betur fer bara yfir í sólarhring og vona ég svo innilega að Helena sleppi alveg við hana. Sjálf er ég búin að vera frekar slöpp í dag en vonandi fæ ég hana ekki heldur. En jæja ég hætti núna í dag en kem vonandi með nýja færslu fljótlega.

P.s. Baldur á afmæli á morgun og óska ég honum innilega til lukku með daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband