Svínaflensu hræðsla

Ég er pínu hrædd við þessa svínaflensu ekki út af mér sjálfri heldur út af Helenu. Er hún mótækileg fyrir henni og er hún mótækileg fyrir bólusetningu? Hún á að hitta hann Ásgeir 9 september nk. og ég fæ vonandi að vita þetta þá. Ég er hrædd um að ef að Helena fær svínaflensuna þá verði hún mjög veik. Nógu lasin verður hún þegar hún fær venjulega flensu. Ég er kannski bara að gera of mikið úr hlutunum en hún er bara búin að ganga í gegnum alveg nóg á sinni stuttu ævi og meira vil ég ekki leggja á hana.

En í fyrradag lenti ég í því brussulega óhappi að misstíga mig svona rosalega að ég dett og fékk þrjú sár á höndina, marbletti og tognaði á ökkla. Það á ekki af mér að ganga. Þetta var nú pínu fyndið svona eftir á en vont þegar það gerðist.

Alexander er búinn að vera voða duglegur þessa vikuna að hjálpa mér með Helenu og að taka til og svona. Andri reyndar líka. Það er svo gott að eiga svona dugleg börn þegar maður er svona orkulaus alltaf. En ég reyni mitt besta til að láta þá ekki gera svona mikið. Mér finnst ég vera að ræna þá æskunni stundum þegar ég þarf ð fá þá til að hjálpa mér svona mikið, En svona er þetta bara og ég efa það ekki  að þeirra eru ekki einu krakkarnir sem þurfa að gera svona mikið. En ég ætla núna að fara að gera smá lista handa þeim svo að ég kveð í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband