Góður dagur í dag

Í dag keppti Alexander í 3 umferð til íslandmeistara í motocrossi sem haldin var í Álfsnesi. Honum gekk bara nokkuð vel miða við að hann er enn að jafna sig eftir að hafa brotnað fyrr í sumar Hann lenti í 10 sæti yfir allt og er því núna kominn með 46 stig til íslandsmeistara. Þetta var í fyrsta skipt sem að hann var að keppa við Aron og Anton vini sína en þeir lentu í 13 og 15 sæti.

Um næstu helgi verður svo haldið unglingamót á Sauðarkrókinn motocross og erum við að spá í að fara þangað. En það fer allt eftir því hvernig hann Alexander verður í handleggnum. Við vorum í fyrstu alltaf að spá í að vera bara heima um verslunarmanna helgina en þegar við fréttum af mótinu langar okkur að fara á það. En þetta verður allt að koma í ljós í vikunni.

Andri Snær fór upp á slysó á fimmtudaginn af því að hann brenndi sig illa síðustu helgi á pústinu á fjórhjólinu og var komin sýking í sárið. hann er núna með miklar umbúðir utan um sárið og á ég að fara með hann á mánudaginn til að láta skipta. Þetta er svona á milli þess að vera 2-3 stigs bruni enda var pústið mjög heitt. Hann á eftir að fá ljótt ör eftir þetta en það verður bara að hafa það. Ég verð bara að passa að hann fikti ekkert í þessu.  Helena er búin að vera pínu erfið í dag enda ekkert gaman fyrir hana að þurfa að hanga uppi á braut í allan dag en hún Agnes systir Arons var dugleg að vera með hana og leika við hana sem betur fer. 

En jæja nú ætla ég að fara að drífa mig inn að sofa enda alveg búin á því eftir daginn. Góða nótt kæru lesendur og sofið rótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband