Færsluflokkur: Bloggar

Andvökunótt.

Ég get ekki sofnað svo að ég ákvað að skrifa nokkrar línur.

Það sem að ég var að tala um um daginn þegar ég sagði ekki skánar það var að í síðustu viku greindist ástkæri bróðir minn líka með ms. Það er mikið á foreldra okkar og ástvini lagt en við erum bæði sterk og látum ekki svona lagað stoppa okkur í að gera það sem okkur langar að gera. Við vitum bæði að við verðum að passa okkur að gera ekki of mikið þannig að við verðum of þreytt og við vitum bæði okkar takmörk. Bróðir minn tekur þessu með miklu hugrekki og lætur þetta ekki brjóta sig niður enda sterkur á eðli sínu. Ég hef alla tíð litið upp til hans og geri enn og ég elska hann rosalega mikið. Ég tók þessum tíðindum ekki eins vel og hann en ég var fljót að jafna mig. Svona er bara lífið og ekkert við þessu að gera nema bara að taka þessu. Eins og ég hef alltaf sagt þá er lífið kennsla og þetta er bara okkar fag. Við verðum bara að komast í gegnum þetta og dúxa í þessu fagi.

En nú er hún Helena mín komin út í Hrísey með honum pabba mínum og amma mín er þar líka þannig að hún er í góðu yfirlæti. Hún elskar að fara út í eyju og þá sérstaklega í ferjuna. Í morgun vaknaði hún kl. 7 bara til að láta pabba vita að núna væri hún að fara út í Hrísey. Hún er svo mikil rófa.

En jæja núna verð ég bara að reyna að fara að sofa enda kl. að verða 3. Góða nótt allir og vonandi sofið þið rótt.


Og ekki skánar það!

Nú þegar ég sótti Helenu á leikskólann í dag var hún strax orðin voðalega kvefuð. Þegar við komum heim fann ég strax að hún væri komin með alla vega nokkrar kommur. Ég mældi hana og jú jú hún er komin með smá hita. Alla vega nógu mikinn til að fara ekki á leikskólann á morgun. Ég verð því að sækja allt hennar dót þangað á morgun af því að hún er víst komin í lang þráð sumarfrí að hennar mati.

En við héldum áfram að mála í dag og þvílíkur munur á húsinu og grindverkinu. VÁ bara það verður geðveikt þegar við erum búin. Biggi pabbi Baldurs kom og hjálpaði okkur að mála í dag og sú hjálp var sko vel þegin enda mikið verk að mála allt húsi og grindverkið. Líkaminn er ekki alveg að leifa mér að gera þetta en þrjóskan ýtir mér áfram og ég skal, ég vil og ég get gert þetta eins og flest allt sem ég legg mér fyrir hendur,

Lilja nágranni er svo yndisleg að hún færði mér blóm í dag og ekki í fyrsta skiptið sem að hún gerir það. Hún hjálpaði mér líka að mála í gær sem að var vel þegið. Þau hjónin eru sko alltaf til í að hjálpa okkur þegar við erum að gera eitthvað í húsinu enda mjög dugleg bæði tvö.

Alexander er mjög duglegur að æfa sig í handleggnum með því að gera æfingar og svona þannig að ég er nokkuð viss um að hann nái alla vega að vera með í þar næstu keppni sem verður í Álfsnesi. En ég vil ekki vera að pressa hann neitt til að hjóla fyrr en hann er tilbúinn sjálfur enda vil ég ekki að hann skemmi neitt með því að fara of geyst af stað. En við ætlum nú samt á keppnina á laugardaginn að horfa á Aron Örn og Anton vini Alexanders keppa í fyrsta skipti í alvöru keppni til íslandsmeistara. SpennandiWink

En ég skrifa meira seinna þegar ég hef tíma og nenni.


Það er ekki endalaus gleði :'(

Ég fékk heldur betur leiðinlegar fréttir í dag en ég get ekki sagt þær hér eins og staðan er í dag. Ég verð bara að reyna að vera jákvæð og hugsa sem minnst um þetta. Ég get sagt að fréttirnar tengjast ms sjúkdómnum því miður en lengra fer ég ekki með það. Enn hef ég ekkert heyrt um það hvort að ég fái Tysabri eða ekki enda á ég svo sem ekki von á því að ég fái það. Ég er ekki að gefast upp heldur bara að reyna að sætta mig við það að ég fái það ekki. Betra að búa sig undir það heldur en að gera sér upp of miklar vonir er það ekki!

Ég ákvað að vera pínu dugleg í dag og fór út og málaði hluta af grindverkinu okkar. Mikið var það nú erfitt en mikið verður nú gott að vera búin með það þegar það verður. Svo er bara að vona að ekki fari að rigna á næstunni svo að við getum klárað að mála bæði grindverkið og húsið. Ég get ekki beðið með að vera búin að þessu öllu saman. 

Helena byrjar í sumarfríi á föstudaginn og kannski fer hún með pabba út í Hrísey eftir helgi. Ég veit að hún mun skemmta sér konunglega að fara þangað enda skemmtilegur staður fyrir börn að vera á. Ég man enn eftir því að vera þar með frændum mínum og bróður í fjörunni eða út á bryggju að veiða. Eða að fara út á sjó með honum afa mínum Sigmanni heitnum. 

Alexander fór í myndatöku í dag og í ljós kom að brotið er að gróa rétt og að hann getur farið að hjóla eftir 3 vikur ef að allt gengur eins og það á að gera. Ég fékk myndirnar á disk af brotinu. Það er skrítið að sjá það. 

En jæja ég ætla að reyna að fara að sofa svo að ég kveð í bili.


Fín helgi að líða undir lok :o)

Helgin eru búin að vera hreint út sagt alveg yndisleg í alla staði. Á föstudeginum fengum við frábæra gesti og grilluðum og skemmtum okkur konunglega. Svo í gær grilluðum við enn og aftur með öllu hverfinu og skemmtum okkur aftur konunglega. Báða dagana fórum við nú samt snemma að sofa enda dauð þreytt eftir langa viku. Helena var að sjálfsögðu með okkur og hafði mjög gaman að leika við alla krakkana. Ég náði henni ekki heim fyrr en kl. var orðin 1 í nótt enda svaf hún alveg til kl. 11 í morgun en þá var veðrið svo æðislaga gott að ég og Andri og Helena skelltum okkur í pottinn í smá stund. Það var voða notalegt og vonandi hef ég fengið einhvern smá lit í dag. Mamma og pabbi komu í heimsókn og hjálpaði mamma  mér aðeins að reita arfann og svo fékk hún sér smá rabbabara í sultu enda hef ég ekkert með hann að gera.

Kartöflurnar eru farnar að koma allstaðar upp og vonandi verður uppskeran góð. Þær eru nefnilega orðnar svo fokdýrar að það er um að gera að rækta þær sjálfur ef að maður hefur tök á enda eru þær líka lang bestar sem maður ræktar sjálfur.

En núna er kominn tími á afslöppun fyrir framan imbann enda er ég komin með alver bítandi hausverk.

Sé ykkur seinna.


Ég er nú bara alveg orðlaus

Eftir viðtalið er ég búin að fá fólk úr ótrúlegustu landshornum að hrósa mér eða að þakka mér fyrir nú eða til að bjóðast til að hjálpa mér eða að benda mér óhefðbundnar leiðir til að ath hvort að það hjálp mér eitthvað líka. Ég er ekki lasin akkúrat núna en ég veit ekki hvort eða hvenær ég veikst aftur og ef að ég verð veik þá hvernig það komi fram næst. Ég er búin að ákveða það að ég verð að taka mataræðið í gegn hjá mér og helst ekki seinna en í gær og ég veit það líka að með jákvæðu hugarfari og litlu stressi get ég heldi mér nokkuð góðri. Er ekki sagt í einhverjum af gömlu bókunum " Trúin flytur fjöll " eða eitthvað á þá áttina! Ég alla vega trúi því og ætla ekki að fara að trúa á neitt neikvætt. En þó svo að ég reyni að gera allt sem aðrir geta þá þýðir það ekki að ég geri allt sem aðrir gera. Ég veit mín takmörk þó svo að ég fari annað slægið aðeins fram úr mér.En þá líka bara hryn ég niður og verð veik. Ég er svolítið sein að læra þið skiljiðWink En í dag fékk ég bréf í pósti og ekki þessum tölvupósti heldur sem borin var í hús og í honum var bréf frá konu sem var einmitt að benda mér á óhefðbundna leið til að hjálpa mér. Eða öllu heldur var hún að benda mér á  grasalækni sem eflaust getur hjálpað mér eitthvað. Ég er pínu spennt í að prófa að gera það, það skaðar rögglega ekki neitt enda veit maður aldrei hvað gerist nema að prófa fyrst. Svo benti hún mér á matarfræðings sem að ég veit að ég verð að fara til og ekki bara út af ms-num mínum. Ég þakka þér enn og aftur fyrir bréfið kæra Þuríður mín. Ég ætla mér og mun nota einhvern af þessum sérfræðingum sem að þú bentir mér á.

En jæja þá ætla ég að halda áfram að ganga frá eftir matinn og setjast svo fyrir framan imbann og slappa af.


Vonandi fer eitthvað að gerast fljótlega

Ég stal þessu af www.kjalarnes.is

 

Er eitthvað að gerast í umferðaröryggismálunum?

PDFPrentaRafpóstur
Skrifað af Ásgeir Harðarson   
Wednesday, 24 June 2009
Mikil samstaða íbúa Kjalarness um úrbætur í umferðaröryggismálum hefur víða vakið athygli. Við höfum komið af stað mikilli umræðu og virðumst hafa ýtt allrækilega við ráðamönnum. Það er mikið fundað þessa dagana til að finna leiðir þannig að hægt sé að hefja framkvæmdir sem fyrst. Sl. mánudag var fulltrúi okkar boðaður á fund samgöngunefndar Alþingis.

Einnig mætti vegamálastjóri, ráðuneytisstjóri samgöngumála ásamt samgöngustjóra Reykjavíkurborga. Fundurinn var hugsaður sem upplýsingafundur fyrir nefndina. Á fundinum kom fram eindreginn stuðningur við okkar málstað. Samgöngustjóri upplýsti að ekkert stæði upp á skipulag til þess að framkvæmdir geti hafist. Vegamálastjóri sagði að miðað væri við um 4 mtr plöturör en efni í það væri trúlega ekki til í landinu. Ráðuneytisstjóri lagði áherslu á að sýnilegt eftirlit yrði eflt. Í ljósi þess að í byrjun apríl sl fyrirskipaði samgönguráðherra að farið yrði í framkvæmdir við undirgöngin var spurt hvers vegna ekkert hafi enn gerst en fátt var þá um svör.

Við eftirgrennslan kom í ljós að borgin og vegagerðin vinna mjög náið að því að koma til móts við kröfur íbúanna og hermt er að borgin hafi lokið undirbúningsvinnu þannig að framkvæmdir geti hafist. Hjá vegagerðinni er unnið hörðum höndum að því að finna efni í göng og girðingu. Svo virðist að efni í göngin séu ekki til í landinu. Miðað er við að sett verði samskonar göng og eru í Ullarnesbrekkunni í Mosfellsbæ. Ef panta þarf plötur í göngin erlendis frá er afgreiðslufrestur um 8 vikur en mjög skamman tíma tekur síðan að koma þeim fyrir. Þá er komið fram á haust og menn hafa skilning á að sumarið er mikill hættutími og því verið að skoða hugsanlegar bráðabirgðalausnir á meðan. Trúlega er til efni í girðingu til í landinu og þá er skammt í að hægt sé að hefja framkvæmdir. Þá hefur lögreglan komið að fundarhöldum og leggur áherslu á að þarna verði löggæsla sýnilegri en verið hefur.

Í dag verður enn fundað um stöðuna með það að markmiði að finna leiðri til að tryggja strax öryggi gangandi vegfarenda á Vesturlandsvegi.

Sjá einnig frétt hér á mbl.is.


Svo mikið að gera en svo lítill tími

Það er allt crazy í vinnunni en pólverjarnir hætta núna um mánaðarmótin og Helena byrjar í sumarfríi líka þá. Ekki veit ég hvað verður þá. Ekki get ég látið Alexander passa út af því að hann er slasaður greyið. hann er svo aumur í handleggnum að hann er frá af sársauka. Honum er svo illt að hann getur voða lítið borðað. Hann borðar samt alltaf eitthvað smá en ekki nóg finnst mér. En hann er aðeins farinn að fara út að labba og hreifa sig eitthvað aðeins sem hjálpar batanum vonandi.

Andri byrjar á leikjanámskeiði í næstu viku og hlakkar hann voða mikið til enda búinn að bíða lengi eftir að fá að fara. Hann mun fræðast um dýrin í næstu viku og svo seinna mun hann fara á sjóræningja viku á leikjanámskeiðinu og hlakkar hann rosalega mikið til að fara á það. Þetta er allt voða spennandi og ég held að hann hafi mjög gott af því að komast á þessi námskeið. Svo eru næstum allir vinir hans á þessu.

Það er bara vesen með hana Helenu. Ég verð að reyna að redda pössun fyrir hana þó svo að það sé ekki nema bara fyrir hádegi eða eftir. En hvar eða hjá hverjum veit ég ekki en það reddast það hlýtur bara að vera. reddast ekki alltaf allt hjá manni? Allavega hefur það verið þannig hjá okkur.

Ég er búin að fá þvílíkt mikið af hrósi út af viðtalinu og núna í dag hringdi maður í mig utan af landi til að hrósa mér. Þetta sýnir mér bara það að ég hef gert eitthvað gagn og er ég mjög ánægð með það. Bara ég þakka ykkur öllum sem hafa hrósað mér innilega fyrir  mig.

Með þessum orðum kveð ég í dag og ég bíð ykkur góðrar nætur og sofið vel og látið ykkur dreyma um betri daga og betra líf og góðrar heilsu.


Það á ekki af okkur að ganga!

Í gær fóru strákarnir mínir 3 fóru að hjóla og á meðan sótti ég hana Helenu mína til ömmu sinnar og afa en þar gisti hún af því að laugardeginum var eitt í Bolöldu. Nema hvað að þegar ég var að hita mér smá vatn í tebollan minn hringdi Baldur í mig og segir mér að koma undir eins að sækja þá af því að hann Alexander datt. Þá fór litla mömmu hjartað að slá voða ört og ég flítti mér eins og ég gat upp í Álfsnes þar sem að það fyrsta sem að ég sé er hann Alexander greyið sitja í einum hnipring alveg sárkvalinn. Ég hjálpa honum upp í bílinn og við drífum okkur heim með Baldur og krakkana og ég og Alexander drifum okkur svo upp á slysó. Þar hef ég aldrei lent í svona mikilli flýti meðferð áður en hann fékk strax nánast verkalyf og svo flýtt í myndatöku þar sem í ljós kom að hann er illa brotinn fyrir neðan vaxtarkúluna í upphandlegg h/megin eða eins og læknirinn orðaði það efst á hálsinum ( einhverskonar læknamál ).

Hann missi því af næstu 3 - 4 keppnum í sumar honum til mikillar gremju. En slysin gera ekki boð á undansér og þau gerast í öllu sama í hvernig íþróttum þú ert í eða hvort þú sér að ganga, hjóla eða keyra. Það er ekkert við þessu að gera núna nema kannski til að forða honum frá þessu næst kannski bara að pakka honum inn í svona blöðruplastWink

En með hana Helenu, ég var svo hrædd um að hún væri að byrja á enn einum veikindapakkanum um helgina en svo virðist vera að hún ætli að sleppa. Hún var eins og svo oft áður með svo ljótan hósta og svo var henni svo voðalega illt í maganum sínum. En hún er orðið svo mikið hörkutól eftir það sem á undan er gengið að hún er farin að harka allt af sér nánast. En ég, Andri og Alexander erum reyndar búin að vera voða slæm í maganum undanfarið og svo virðist vera að hann  Baldur sem eitthvað vera að byrja núna líka. Æji ég vona nú samt að hann sleppi.

En jæja það er eins gott að fara að hjúkra litla sjúklingnum mínum eða kannski er hann ekki svo lítill lengur þar sem að hann er búinn að ná mér hehehe. Ég er nú ekkert voðalega hæ í loftinu en samt kannski enginn álfur heldur Wink


Þá er viðtalið komið út.

Þessi athygli er ekki alveg að virka vel á mig get ég sagt ykkur. Ég þori varla út í sjoppu og hvað þá í Bónus þessa vikuna. En viðtalið kom ágætlega út þó svo að sumt af því hefði alveg mátt sleppa. En það er of seint svo að ég verð bara að sætta mig við þetta.

Vikan sem er að verða búin er búin að vera mjög bissí enda er ég alveg búin á því andlega sem og líkamlega. Í gær þegar ég kom heim var ég svo þreytt að ég sofnaði yfir fréttunum og svaf nánast samfleytt til 7:30 í morgun. Ég held að það marg borgi sig fyrir mig að fara snemma að sofa í kvöld enda stór dagur á morgun. Ég byrja á því að fara með Helenu til mömmu og pabba og svo er ferðinni heitið upp í Bolöldu. Þar verður púkamót og svo keppni í 85cc og svo miðnæturkeppni í enduro sem verður frá kl. 18 - 12 eða 2 um nóttina. Það verður sko húllum hæ þarna og þetta verður örugglega voða gaman. Alda verður með útskrifar veislu líka annað kvöld og ætla ég að kíkja þangað í smá stund og fara svo aftur upp í Bolöldu. Ég vona að ég nái að halda mér vakandi allan tíman hehehe.

En þesi blog færsla verður voða stutt núna þar sem að ég verð að fara að elda handa öllum á heimilinu. Góða helgi allir og hafið það sem allra best og gangið hægt um gleðinnar dyr. 


Veikindapakki á heimilinu

Nú er hann Alexander orðinn veikur með ljótan hósta og slappleika. Það er alls ekki gott þar sem að það styttist í næstu keppni og hann þarf að komast á æfingu. Á morgun er svo afmæli Motomos og ætlum við að reyna að komast á það en ef að Alexander er enn lasinn gengur það varla. Helena verður hjá ömmu sinni og afa í nótt af því að við hjónin erum að fá góða gesti í heimsókn. Það eru þau Hössi og Kristín og ætlum við að grilla sama og eiga góða stund saman. Þau eru svo hress og skemmtileg að ég hlakka mikið til að sjá þau aftur. Ég er búin að vera að hringja í Kristínu mörgum sinnum en það er greinilega bara svo mikið að gera að hún hefur ekkert ansað í síman. Hmmm það er kannski eitthvað sem að við hjónin þurfum að fara að læra að gera þegar það er mikið a gera hjá okkur.

En alla vega þá er ég loksins að verða góð af kvefinu og hæsinu þannig að ég ætti að getað verið eitthvað úti að ráði. Við ætlum að kíkja í Álfsnesið á eftir og ath hvort að við getum eitthvað gert til að taka brautina í gegn aftur og gera fallegt þar í kring áfram. Ég þarf reyndar að fara með stelpuna kl. 18 til múttu og ég kem þá bara þegar ég er búin að því. Já það er endalaust gaman að vera í kringum þetta mótocross. Sérstaklega eftir að Alexander byrjaði að keppa. Það er bikarmót í Ólafsvík núna í lok mánaðarins sem að Alexander tekur að sjálfsögðu þátt í þannig að hann verður að fara að æfa sig á fullu til að komast í gott form og ná góðum árangri. Við erum kannski svolítið ströng og ýtin á að hann æfi sig vel en við erum bara að gera honum gott held ég seinna meir. Ég veit að Andri greyið er svolítið útundan en hans tími mun koma og þá fær hann fullt af athygli. 

En jæja þá er kl. að verða 16 svo að ég ætla að fara að drífa mig í búð og svo heim að sækja prinsessuna mína og gera hana klára fyrir ömmu og afa nótt. Mikið hlakka þau til að sjá hana enda er hún litla kraftaverkið mitt og þeirra og prinsessan okkar allra. Eins gott samt að muna eftir astma pústinu fyrir hana ;o)

Ég bið ykkur öllum gleðilegrar þjóðhátíðardags og vonandi hafa það allir gott af því að ég ætla mér að gera það ;o) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.