Ég er nú bara alveg orðlaus

Eftir viðtalið er ég búin að fá fólk úr ótrúlegustu landshornum að hrósa mér eða að þakka mér fyrir nú eða til að bjóðast til að hjálpa mér eða að benda mér óhefðbundnar leiðir til að ath hvort að það hjálp mér eitthvað líka. Ég er ekki lasin akkúrat núna en ég veit ekki hvort eða hvenær ég veikst aftur og ef að ég verð veik þá hvernig það komi fram næst. Ég er búin að ákveða það að ég verð að taka mataræðið í gegn hjá mér og helst ekki seinna en í gær og ég veit það líka að með jákvæðu hugarfari og litlu stressi get ég heldi mér nokkuð góðri. Er ekki sagt í einhverjum af gömlu bókunum " Trúin flytur fjöll " eða eitthvað á þá áttina! Ég alla vega trúi því og ætla ekki að fara að trúa á neitt neikvætt. En þó svo að ég reyni að gera allt sem aðrir geta þá þýðir það ekki að ég geri allt sem aðrir gera. Ég veit mín takmörk þó svo að ég fari annað slægið aðeins fram úr mér.En þá líka bara hryn ég niður og verð veik. Ég er svolítið sein að læra þið skiljiðWink En í dag fékk ég bréf í pósti og ekki þessum tölvupósti heldur sem borin var í hús og í honum var bréf frá konu sem var einmitt að benda mér á óhefðbundna leið til að hjálpa mér. Eða öllu heldur var hún að benda mér á  grasalækni sem eflaust getur hjálpað mér eitthvað. Ég er pínu spennt í að prófa að gera það, það skaðar rögglega ekki neitt enda veit maður aldrei hvað gerist nema að prófa fyrst. Svo benti hún mér á matarfræðings sem að ég veit að ég verð að fara til og ekki bara út af ms-num mínum. Ég þakka þér enn og aftur fyrir bréfið kæra Þuríður mín. Ég ætla mér og mun nota einhvern af þessum sérfræðingum sem að þú bentir mér á.

En jæja þá ætla ég að halda áfram að ganga frá eftir matinn og setjast svo fyrir framan imbann og slappa af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.