Fín helgi að líða undir lok :o)

Helgin eru búin að vera hreint út sagt alveg yndisleg í alla staði. Á föstudeginum fengum við frábæra gesti og grilluðum og skemmtum okkur konunglega. Svo í gær grilluðum við enn og aftur með öllu hverfinu og skemmtum okkur aftur konunglega. Báða dagana fórum við nú samt snemma að sofa enda dauð þreytt eftir langa viku. Helena var að sjálfsögðu með okkur og hafði mjög gaman að leika við alla krakkana. Ég náði henni ekki heim fyrr en kl. var orðin 1 í nótt enda svaf hún alveg til kl. 11 í morgun en þá var veðrið svo æðislaga gott að ég og Andri og Helena skelltum okkur í pottinn í smá stund. Það var voða notalegt og vonandi hef ég fengið einhvern smá lit í dag. Mamma og pabbi komu í heimsókn og hjálpaði mamma  mér aðeins að reita arfann og svo fékk hún sér smá rabbabara í sultu enda hef ég ekkert með hann að gera.

Kartöflurnar eru farnar að koma allstaðar upp og vonandi verður uppskeran góð. Þær eru nefnilega orðnar svo fokdýrar að það er um að gera að rækta þær sjálfur ef að maður hefur tök á enda eru þær líka lang bestar sem maður ræktar sjálfur.

En núna er kominn tími á afslöppun fyrir framan imbann enda er ég komin með alver bítandi hausverk.

Sé ykkur seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.