Andvökunótt.

Ég get ekki sofnað svo að ég ákvað að skrifa nokkrar línur.

Það sem að ég var að tala um um daginn þegar ég sagði ekki skánar það var að í síðustu viku greindist ástkæri bróðir minn líka með ms. Það er mikið á foreldra okkar og ástvini lagt en við erum bæði sterk og látum ekki svona lagað stoppa okkur í að gera það sem okkur langar að gera. Við vitum bæði að við verðum að passa okkur að gera ekki of mikið þannig að við verðum of þreytt og við vitum bæði okkar takmörk. Bróðir minn tekur þessu með miklu hugrekki og lætur þetta ekki brjóta sig niður enda sterkur á eðli sínu. Ég hef alla tíð litið upp til hans og geri enn og ég elska hann rosalega mikið. Ég tók þessum tíðindum ekki eins vel og hann en ég var fljót að jafna mig. Svona er bara lífið og ekkert við þessu að gera nema bara að taka þessu. Eins og ég hef alltaf sagt þá er lífið kennsla og þetta er bara okkar fag. Við verðum bara að komast í gegnum þetta og dúxa í þessu fagi.

En nú er hún Helena mín komin út í Hrísey með honum pabba mínum og amma mín er þar líka þannig að hún er í góðu yfirlæti. Hún elskar að fara út í eyju og þá sérstaklega í ferjuna. Í morgun vaknaði hún kl. 7 bara til að láta pabba vita að núna væri hún að fara út í Hrísey. Hún er svo mikil rófa.

En jæja núna verð ég bara að reyna að fara að sofa enda kl. að verða 3. Góða nótt allir og vonandi sofið þið rótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.