Svo mikið að gera en svo lítill tími

Það er allt crazy í vinnunni en pólverjarnir hætta núna um mánaðarmótin og Helena byrjar í sumarfríi líka þá. Ekki veit ég hvað verður þá. Ekki get ég látið Alexander passa út af því að hann er slasaður greyið. hann er svo aumur í handleggnum að hann er frá af sársauka. Honum er svo illt að hann getur voða lítið borðað. Hann borðar samt alltaf eitthvað smá en ekki nóg finnst mér. En hann er aðeins farinn að fara út að labba og hreifa sig eitthvað aðeins sem hjálpar batanum vonandi.

Andri byrjar á leikjanámskeiði í næstu viku og hlakkar hann voða mikið til enda búinn að bíða lengi eftir að fá að fara. Hann mun fræðast um dýrin í næstu viku og svo seinna mun hann fara á sjóræningja viku á leikjanámskeiðinu og hlakkar hann rosalega mikið til að fara á það. Þetta er allt voða spennandi og ég held að hann hafi mjög gott af því að komast á þessi námskeið. Svo eru næstum allir vinir hans á þessu.

Það er bara vesen með hana Helenu. Ég verð að reyna að redda pössun fyrir hana þó svo að það sé ekki nema bara fyrir hádegi eða eftir. En hvar eða hjá hverjum veit ég ekki en það reddast það hlýtur bara að vera. reddast ekki alltaf allt hjá manni? Allavega hefur það verið þannig hjá okkur.

Ég er búin að fá þvílíkt mikið af hrósi út af viðtalinu og núna í dag hringdi maður í mig utan af landi til að hrósa mér. Þetta sýnir mér bara það að ég hef gert eitthvað gagn og er ég mjög ánægð með það. Bara ég þakka ykkur öllum sem hafa hrósað mér innilega fyrir  mig.

Með þessum orðum kveð ég í dag og ég bíð ykkur góðrar nætur og sofið vel og látið ykkur dreyma um betri daga og betra líf og góðrar heilsu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband