Vonandi fer eitthvað að gerast fljótlega

Ég stal þessu af www.kjalarnes.is

 

Er eitthvað að gerast í umferðaröryggismálunum?

PDFPrentaRafpóstur
Skrifað af Ásgeir Harðarson   
Wednesday, 24 June 2009
Mikil samstaða íbúa Kjalarness um úrbætur í umferðaröryggismálum hefur víða vakið athygli. Við höfum komið af stað mikilli umræðu og virðumst hafa ýtt allrækilega við ráðamönnum. Það er mikið fundað þessa dagana til að finna leiðir þannig að hægt sé að hefja framkvæmdir sem fyrst. Sl. mánudag var fulltrúi okkar boðaður á fund samgöngunefndar Alþingis.

Einnig mætti vegamálastjóri, ráðuneytisstjóri samgöngumála ásamt samgöngustjóra Reykjavíkurborga. Fundurinn var hugsaður sem upplýsingafundur fyrir nefndina. Á fundinum kom fram eindreginn stuðningur við okkar málstað. Samgöngustjóri upplýsti að ekkert stæði upp á skipulag til þess að framkvæmdir geti hafist. Vegamálastjóri sagði að miðað væri við um 4 mtr plöturör en efni í það væri trúlega ekki til í landinu. Ráðuneytisstjóri lagði áherslu á að sýnilegt eftirlit yrði eflt. Í ljósi þess að í byrjun apríl sl fyrirskipaði samgönguráðherra að farið yrði í framkvæmdir við undirgöngin var spurt hvers vegna ekkert hafi enn gerst en fátt var þá um svör.

Við eftirgrennslan kom í ljós að borgin og vegagerðin vinna mjög náið að því að koma til móts við kröfur íbúanna og hermt er að borgin hafi lokið undirbúningsvinnu þannig að framkvæmdir geti hafist. Hjá vegagerðinni er unnið hörðum höndum að því að finna efni í göng og girðingu. Svo virðist að efni í göngin séu ekki til í landinu. Miðað er við að sett verði samskonar göng og eru í Ullarnesbrekkunni í Mosfellsbæ. Ef panta þarf plötur í göngin erlendis frá er afgreiðslufrestur um 8 vikur en mjög skamman tíma tekur síðan að koma þeim fyrir. Þá er komið fram á haust og menn hafa skilning á að sumarið er mikill hættutími og því verið að skoða hugsanlegar bráðabirgðalausnir á meðan. Trúlega er til efni í girðingu til í landinu og þá er skammt í að hægt sé að hefja framkvæmdir. Þá hefur lögreglan komið að fundarhöldum og leggur áherslu á að þarna verði löggæsla sýnilegri en verið hefur.

Í dag verður enn fundað um stöðuna með það að markmiði að finna leiðri til að tryggja strax öryggi gangandi vegfarenda á Vesturlandsvegi.

Sjá einnig frétt hér á mbl.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.