24.6.2009 | 16:20
Vonandi fer eitthvað að gerast fljótlega
Ég stal þessu af www.kjalarnes.is
Er eitthvað að gerast í umferðaröryggismálunum? |
Skrifað af Ásgeir Harðarson | |
Wednesday, 24 June 2009 | |
Mikil samstaða íbúa Kjalarness um úrbætur í umferðaröryggismálum hefur víða vakið athygli. Við höfum komið af stað mikilli umræðu og virðumst hafa ýtt allrækilega við ráðamönnum. Það er mikið fundað þessa dagana til að finna leiðir þannig að hægt sé að hefja framkvæmdir sem fyrst. Sl. mánudag var fulltrúi okkar boðaður á fund samgöngunefndar Alþingis. Einnig mætti vegamálastjóri, ráðuneytisstjóri samgöngumála ásamt samgöngustjóra Reykjavíkurborga. Fundurinn var hugsaður sem upplýsingafundur fyrir nefndina. Á fundinum kom fram eindreginn stuðningur við okkar málstað. Samgöngustjóri upplýsti að ekkert stæði upp á skipulag til þess að framkvæmdir geti hafist. Vegamálastjóri sagði að miðað væri við um 4 mtr plöturör en efni í það væri trúlega ekki til í landinu. Ráðuneytisstjóri lagði áherslu á að sýnilegt eftirlit yrði eflt. Í ljósi þess að í byrjun apríl sl fyrirskipaði samgönguráðherra að farið yrði í framkvæmdir við undirgöngin var spurt hvers vegna ekkert hafi enn gerst en fátt var þá um svör. Sjá einnig frétt hér á mbl.is. |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.