Nóg að gera alla daga Úfffffffff

Í gær átti ég loksins tíma hjá meltingar sérfræðing og átti ég að mæta kl. 13:40. Nema hvað að ég mundi ekki hjá hverjum ég átti tíma eða hvar ég átti tíma. Ég gat svo ekki heldur munað hvort að ég ætti tíma hjá karli eða konu. Ég verð bara að fara að læra að skrifa allt niður strax. Ég byrjaði á að fara í Mjóddina í Læknasetrið en ég átti ekki tíma þar, svo hringdi ég niður í Dómus en ekki átti ég tíma þar heldur, ég var orðin mjög tæp á tíma. Ég hringdi svo niður á lsp en ekki átti ég tíma þar heldur þannig að ég fór loksins bara á læknastofurnar rétt hjá Lyfju í lágmúla og var ég komin þangað kl. 13:3, ( spennandi )og ég átti tíma hjá lækni þar. Úfff ég var orðin svo stressuð en þetta reddaðist eins og alltafWink

Ég var send í blóðprufu þar sem að það á að rannsaka allt bókstaflega sem er hið besta mál. Svo í dag á ég að fara í magaómun eða eitthvað þess háttar til að ath hvort að ég sé með gallsteina. Maginn á mér er stundum alveg að drepa mig. Ég var látin á einhver lyf til að ath hvort að þau hjálpi eitthvað sem að ég vona svo innilega að þau geri. Ég ætla rétt að vona að um gallsteina sé ekki að ræða og stór efast ég um það líka,, hvað þá krabbi, nóg er á fjölskylduna lagt. En ég efast stórlega um að svo sé líka.Ég verð bara að fara að læra að borða rétt og þá held ég og er nokkuð viss um að maginn á mér lagist.

Ég heyrði líka í honum Ásgeiri í fyrradag í sambandi við þessa svínaflensu, honum finnst ólíklegt að Helena sé í einhverri meiri hættu heldur en við og að hún verði eitthvað alvarlega veik þar sem að stofninn sé svo vægur alla vega enn sem komið er. Mótefnin  eru ekki til og er ekki einu sinni búið að framleiða þau. Þau koma í fyrsta lagi í október og eru líkurnar á því mjög litlar. Fréttirnar eru búnar að blása þetta allt saman svo upp að ég var farin að panikka. Maður á ekki að taka fréttirnar svona bókstaflega alltaf hreint. Þær eru ekki alltaf að segja manni frá hlutunum eins og þeir eru. Þær þurfa alltaf að gera meira úr öllu til að búa til meiri drama eða spennu.

En jæja ég ætla að fara að vekja stelpuna til að fara með hana á leikskólann og Andra til að fara með hann á leikjanámskeið. Hafið það mjög gott í dag þar sem að ég ætla að gera það líka ;o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband