6.11.2008 | 15:12
Jæja ný færsla skal frá mér vera rituð í dag
Var þetta ekki nokkuð ljóðrænt ritað. En undan farnir dagar hafa gengið svona upp og ofan eins og svo sem gengur á flestum heimilum þessa mánuðina. Andri er ennþá lasinn en Helena sem fékk æluna fyrir 2 dögum síðan er orðin góð aftur og farin á leikskólann. Ég fór upp í skóla í dag til að fá heimanám handa Andra sem að ég er margbúin að reyna að fá með því að hringja eða með því að senda Alexander efrtir því. En ég er búin að fá þetta núna þannig að ég get látið Andra læra núna þegar hann fer að kvarta undan því að honum leiðist. Það er alls ekki gaman að vera svona lasinn og sérstaklega í svona langan tíma. Í dag er hann búinn að vera lasinn í 14 daga hvorki meira né minna.
Svo að mér, ég byrjaði að taka nýju lyfin sem að gigtarlæknin-rinn minn lét mig fá á þriðjudaginn og þegar ég tók fyrstu töfluna átti ég von á því að hún yrði alla vega í 2 klst. að virka og setist í sófann og gerði mig klára á aðhorfa á framhaldsmyndina á S2 og nei nei hún virkaði svo hratt að ég stein lá eftir um 30 mín. Ekki það að ég hafi misst af góðri mynd þar sem að þetta var ein sú versta B mynd sem að ég hef séð. Ég ætla að reyna að brjóta töfluna í tvent í kvöld áður en ég tek hana og taka þá bara 1/2 og ath hvort að það sé betra. En ég get alla vega stafest það að þetta lyf virkar vel á svefninn hjá mér og þá er tilgangnum ná.
En ég ætla ekki að skrifa meira í dag eða ég bara er ekki að nenna því. Í staðin ætla ég að fara að reyna að skúra aðeins yfir gólfið og gera fínt hjá mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 15:12
Ónýt kona verður ónýtari ef að það er þá hægt!
Ég hitti gigtarlækninn aftur í dag til að fá niðurstöðurnar úr blóðprufunni og myndatökunni. Í ljós kom það sem að ég vildi alls ekki frekar en einhver annar, Ég er með bæði vefjagigt og slitgigt Ég sem var svo viss um að ég væri safe frá fleiri veikindum. Ahh jæja ekkert við þessu að gera víst nema bara að reyna að gleypa fleiri pillur og kveljast. Ég verð bara að lifa með þessu og læra að sætta mig við þetta. Þetta er víst ættgengt þannig að þetta er ekkert mér að kenna neitt. Ég hringdi strax í pabba til að ath hvort að þetta kæmi frá honum sem að þetta gerir en ekki ætla ég neitt að fara að skammast í honum.Það er svo bara að leggjast á bæn um að krakkarnir fái þetta ekki, Guð einn forði þeim frá þessu helvíti.
Veðrið er ekki upp á marga fiska í dag upp á rokið að gera alla vega. Ég varð að keyra strákana á badminton æfingu vegna veðurs þannið að ég mun sækja Helenu snemma í dag svo að ég þurfi ekki að fara aftur út þegar ég næ í þá. Andri er aftur á móti enn heima lasinn en hann dettur niður í hita og ríkur upp aftur til skiptis og hann hefur ekki náð heilum degi hitalaus í 13 daga. Ég er að geggjast á þessu. Greyið strákurinn er farinn að biða um að fara í skólann bara til að komast aðeins út. En ég verð að halda honum heima svo að hann fari ekki að bera neitt með sér í skólann nema þá kannski skóatöskuna hehehe.
En jæja ég ætla að fara að gera eitthvað af viti hér heima annað en að hanga í tölvunni. Ég reyni að skrifa eitthvað meira og á jákvæðari nótunum fljótlega þ.e. ef að ég verði ekki fokin út um veður og vind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 15:20
Jæja vælið hjálpaði ekki neitt svo að ég er hætt.
Ég er búin að sjá það að þetta væl í mér undanfarið er ekkert að hjálpa svo að ég nenni því ekki lengur. Ef að heilsan hjá mér er farin að bila svona mikið er það bara fyrir það að ég er að gera eitthvað ekki rétt. Ég verð að fara að taka mataræðið alveg í gegn og svo þarf ég að fara út meira að viðra mig. Ég þarf að fara að taka lífinu með meiri ró og hætta að æsa mig yfir öllu. Ég þarf líka að fara að hætta að hlusta á allar þessar neikvæðu fréttir sem eru bara endalausar finnst mér þessa dagana. Ég ætla líka að fara að huga meira að mér. Ef að ég er ekki ánægð þá er það enginn annar sem að þarf að umgangast mig.
Jæja var þetta ekki flott yfirlýsing frá mér? Nú er bara að standa við hana. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta á eftir að vera mér erfitt en ég verð bara að reyna. Ég er að hugsa um að taka mér upp jákvæðnina í dag. Ég hef um ævina nefnilega verið ansi neikvæð típa og ég er svolítið sein að læra og sé ég nú í dag að þessu verð ég að breyta.
En svo kemur afsökunin. Ég er dáldið gjörn á að kenna mínum veikindum um hvernig ég er en það má ég ekki. En samt ég er kvalin alla daga og alla daga finn ég til annað hvort í höndunum eða í fótunum. Eins og á meðan ég skrifa þessa stuttu færslu er ég að drepast í bakinu og höndunum og þá aðallega í úrniliðunum. En þá á ég að standa upp frá tölvunni og reyna að labba þetta úr mér eða að setjast í sófann með púða við bakið og reyna að slappa aðeins af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 15:38
Nú græt ég og bölva ;ó(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2008 | 21:48
Smá færsla
Jæja er ekki komin tími á smá færslu. Baldur er komin heim efir 5 daga dvöl í Svíþjóð. Hann verslaði ekki neitt úti sem að ég átti alveg von á miða við hversu sænski gjaldmiðillinn er hár en hann kom með litla dúkku handa Helenu og tobleron handa strákunum og svo Bailis flösku handa mér
En eins og ég vissi þá var hann mjög þreyttur og svangur þegar hann kom og gaf ég honum æðislega góðan mat og svo fórum við snemma að sofa sem að við ælum okkur að gera öll kvöld í þessari viku enda bæði alveg uppgefin eitthvað. Ég fór svo með honum í vinnuna í gær og aftur í dag. Við vorum bara stutt í gær en í dag þurfti ég að hitta gigtarlækni sem ég var hjá í tæpa tvo klukkutíma enda skoðaði hann mig mjög vel. Hann sendi mig í myndatöku og blóðprufu og sagði mér að ég væri með greinilega vefjagigt og væri mjög slæm af henni það er ekkert skrítið að ég sé búin að vera svona kvalin í fingrunum og öllum liðum. En alla vega þá á ég að fara á eitthvað gigtarlyf sem á að slá á verkina og auka skammtinn af Lyrika í tvö hylki á kvöldin og eitt á morgnana.
Já þeir dæla bara í mann lyfjunum endalaust. En ég verð bara að reyna að láta þetta ekki hafa neikvæð áhrif á mig þó svo að ég sé að fara á enn eitt lyfið. Ég er reyndar hætt að taka svo mög alveg sjálf bara svo að ég verði nú ekki háð þessu drasli. Ég vil nú alls ekki verða einhver pillu fíkill eins og mér fannst ég vera farin að verða en ég hætti áður en þetta fór eitthvað illa og er bara mjög fegin að fólkið í kringum mig lét mig vita í tíma. Já það er gott að eiga góða að.
En ég ætla að skella mér í heitt bað núna og reyna að láta líða úr mér og fara svo bara snemma í rúmið að sofa. Góða nótt kæru lesendur og ég kem vonandi með einhverjar skemmtilegar fréttir fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2008 | 13:42
Jæja smá færsla
Það er lítið að frétta af okkur núna. Baldur er enn í Svíþjóð og ég er bara heima með börnin af því að það er rándýrt að fara eitthvert í dag. Bensínið er fokdýrt og að fara í Bónus í dag er eins og að fara í Nátún fyrir ári síðan. Þetta er orðin algjör bilun hvernig allt er orðið í þjóðfélaginu í dag.
Ennnnn ég ætla ekki að gráta það núna alla vega. Strákarnir fengu miða fyrir 4 í bíó um daginn frá Spron og erum við að fara á eftir og ætlum við að sjá Lukku Láka. Andri er voða spenntur en Alexander er minna spenntur af því að myndin er sýnd á íslensku en hann vill sjá hana á ensku. Unglingar í dag segi ég nú bara. Ég verð að taka Helenu með af því að myndin er sýnd svo seint en það verður bara að hafa það.
Ég heyrði í Baldri í morgun og er nóg að gera í skólanum. En þetta er ekki bara puð heldur dekur og skemmtun líka. En þegar hann kemur heim örugglega mjög þreyttur ætla ég að gefa honum voða góðan íslenskan mat og vera voða góð við hann. hann ætlar svo að hringja aftur í kvöld og þá getur hann vonandi talað örlítið lengur við mig. Það er svo gott að heyra þó það sé ekki nema bara smá í honum á dag.
En lengra ætla ég ekki að hafa þetta þar sem að ég er að hlaða inn myndum inn á facebook þannig að það er nóg að gera. Ég er nefnilega líka að ganga frá þvotti og taka aðeins til á meðan myndirnar eru að hlaðast inn. Bless á meðan og knús til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2008 | 10:02
Komin miðvikudagur og bara 4 dagar þangað til að kallinn komi heim
Ég er ekki enn búin að fá varahlutina í hjólið hans Alexanders svo að mér þykir mjög ólíklegt að hann geti verið með á laugardaginn En það kemur keppni eftir þessa og þá verður hann með með betra hjól.
Það er alveg ótrúlegt hvað ég finn lítið fyrir því að Baldur sé ekki heima. Ég var komin inn í rúm kl. 22:30 í gærkvöldi og ég las í svona 45 mín og sofnaði svo. Helena vakti mig svo í morgun 3 mín áður en klukkan átti að hringja þannig að við náðum að sofa ágætlega í nótt. En það var ekkert smá kalt úti í morgun og er enn. Frostið á rúðunni á bílnum voru svo freðnar að ég varð að láta bílinn ganga í smá stund áður en við lögðum af stað á leikskólann. Helena var með smá mótþróa áður en við fórum, tók smá ákveðni kast þannig að hún mætti grátbólgin í morgun á leikskólann af því að hún fékk ekki að ráða. Nei mamma var frekari í þetta skiptið og ég skammast mín ekkert fyrir að segja frá því. Ég ætla að kíkja í Rúmfatalagerinn í dag að kaupa sokka á mig og krakkana og vettlinga á strákana enda komin vetur og mikill kuldi í loftinu.
En ég ætla fyrst að reyna að taka aðeins til og þrífa svo að þetta verður ekki meira í dag. See you later alligator.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2008 | 06:18
Hvað er málið!
Bóndinn er farinn út á völl en hann er á leið til svíþjóðar á námskeið og ég þurfti endilega að vakna þegar hann fór og nú get ég ekki sofnað aftur. Ég er sem sagt búin að vera vakandi síðan kl. 5 í nótt. Úffff ég verðalveg dauð uppgefin í dag. Ohh jæja ég reyni þá bara að leggja mig þegar krakkarnir eru farnir í skólann og leikskólann
Það verður samt nóg að gera hjá mér í dag. Ég verð að fara með reiðhjólið hans Alexander í viðgerð en það er víst farin lega í því ( glænýtt hjól ). Og svo verð ég að fara að ath með varahlutina í krossarann og fara þá með þá á verkstæðið sem er að laga hann og vonandi verður það tilbúið á laugardaginn svo að hann geti verið með í keppninni Hann er orðinn svo spenntur að fá að keppa greyið en ég er bara ekki nógu vongóð.
Við ætlum að borða hjá mömmu og pabba í kvöld af því að Alexander þarf hjálp með stærðfræðina og ég er engan vegin að skilja hana svo að ekki geri ég mikið gagn. Ég er meira inni í íslenskunni þó svo að það sjáist ekki alltaf hér heheheh. En ég er núna að vinna í því að setja inn myndir á facebookið mitt en það tekur allt of langan tíma finnst mér nema að þetta tengist eitthvað tengingunni þá skil ég þetta. Tengingin hjá okkur er mjög léleg og erum við búin að hringja mörgum sinnum í símann og kvarta en ekkert gerist
En ég ætla að reyna að setja inn fleiri myndir svo að ég kveð í bili elskurnar mína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2008 | 11:50
Jæja þá er runnin af mér reiðin
Ég nenni ekki að eyða orku minni í að vera reið og er því hætt að vera reið út í fjölmiðla. Þeir gera nefnilega líka margt gott. En ég er búin að vera í næstum heila tvo daga inni á www.facebook.comað leita að vinum og fólki sem að ég þekki eða þekti frá barnæsku. Ég er búin að finna núna 71 manneskju sem að ég þekki mys vel. Þetta er ótrúlega gaman og fær mann til að bæta kynnin við gamla skólafélaga til dæmis. Svo er ég búin að finna helling af gömlum skólafélögum úr Foldaskóla og úr FB.
En á morgun fer Baldur til Svíþjóðar á námskeið en hann er að fara að læra á efnin sem að hann er að vinna með. Eini gallinn við að hann sé að fara út núna er sá að ég er í kasti sem reyndar er að koma til baka vonandi ég er alla vega búin að lagast þó nokkuð síðan á laugardaginn. Nei nei þetta reddast eins og allt annað er það ekki. En þar sem að ég er búin að fá 3 köst á einu ári hlít ég að færast ofar á biðlistann til að fá nýja ms lifið ég neita að trúa öðru.
Helena stendur sig alveg frábærlega í sambandi við að borða. Hún virðist alltaf vera svöng. Í gær t.d. borðaði hún tvær brauðsneiðar í morgunmat + kex og með mjólk ( við erum farin að leifa henni að fá svona 1/2 glas með mat ). Svo í hádegismat fékk hún heita samloku með osti og svo í kvöldmat fékk hún ekki bara einn heldur tvo kúgfulla diska af Ceerios. Í morgun borðaði hún tvo diska af súrmjólk og fékk svo aftur að borða á leikskólanum. Á laugardaginn borðaði hún tvo diska af lambahrygg með kartöflum grænmeti og mikið að sósu. Hún er líka farin að þyngjast vel aftur. Ég er mjög stot af henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2008 | 13:23
Hvað er að fjölmiðlum?
Eitthvað mikið held ég. Þeir tala um að þetta tal um neikvæðni sem er búin að flæða yfir okkur síðastliðna viku hafi ekki góð áhrif á börn sem ég er algerlega sammála um. En af hverju í ósköpunum er þá verið að kötta á barnaefnið í sjónvarpinu til að hafa umræðuþátt um þetta rugl. Ég er sko ekki ánægð með þetta og ég hef stekan grun um að það séu fleiri þarna úti sem eru mér sammála.
Ég sagði náttúrlega krökkunum að fara að gera eitthvað annað á meðan þetta stóð yfir en þetta var í heila tvo klukkutíma sem að þau fengu ekki að sjá barnatímann. Ekki það að mér sé svo sem slétt sama um að þau horfi ekki á sjónvarpið enda er ekki holt fyrir börn að horfa of mikið á það en samt finnst mér þetta ekki rétt.
Það er ekkert skrítið að maður sé orðin hálf þunglynd þegar það er ekki talað um neitt annað en að allt sé farið til fjandans endalaust. En ég er hætt að nenna að hlusta á þetta og reyni eins og ég get að forðast þetta. Ég er til dæmis búin að vera fyrir framan tölvuna meira og minna síðan ég dröslaðist á fætur í morgun inni á facebook og inni á börn með ónæmisgalla og svona. Bara ég reyni að gera allt til að forðast þessar neikvæðu fréttir. Ég er meira að segja búin að taka smá til þó svo að það sé frekar erfitt í þessu ástandi sem ég er í núna. En ég bara dreg fótinn á efir mér og nota góðu höndina til að gera það sem þarf að gera enda í góðri æfingu hehehe. Ég sé mig stundum fyrir mér sem hringjarann fá Nortrhe daim eða hvernig það sé nú skrifað nema að ég er kannski ekki eins ljót og ég er ekki með kryppu Maður verður nú að hafa smá húmor fyrir þessum veikindum sínum er það ekki rétt
En pabbi ætlar að koma á eftir að sækja Helenu en hún suðaði og suðaði í morgun um að fá að fara til ömmu og afa og auðvitað er það látið eftir henni. Það er líka ágætt að fá smá frí frá henni á meðan ég er í þessu ástandi.
En endilega ef að þið þekkið einhvern sem er með ónæmisgalla bendið þá foreldrum á þessa síðu sem ég kom me'ð linkinn á hér ða neðan eða í fyrri færslu. Það hjálpar helling að hafa einhvern sem er í sömu stöðu til að tala við og miðla sínum hugsunum um börnin sín og um þennan sjúkdóm. Og líka að reyna að koma með allar þær upplýsingar sem hæg er að koma með um þetta inn á síðuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)