Jæja þá kemur loksins smá færsla frá mér

Eftir tæpa viku fer ég í segulómun til að ath hvort að bólgum eða blettum á heila hafi aukist. Ég ef að ég á að vera alveg hreinskilin vona það og á ekki von á öðru þar sem að ég er komin í frekar slæmt kast eina ferðina enn. Það byrjaði að koma í gær með því að ég varð þvoglumælt og vaggaði eins og ég væri haugdrukkin. Það var pínu fyndið svona eftir á að líta en samt mjög óþægilegt af því að það voru nokkrir sem spurðu elsku manninn minn hvort að ég væri full. En svo slæm er ég nú ekki sem betur fer.

En þegar ég vaknaði í morgun var ég mjög slæm í v/ fæti og er því komin á hækjurnar eða alla vega eina. Ég er svo með saumaklúbb í kvöld og ég er búin að fresta honum tvisvar þannig að ég hef það ekki í mér að gera það eina ferðina enn. Þannig að ég er búin að vera að reyna að taka til og þrífa einhent og einfætt í  dag með migóðum árangri. En þetta hefst að lokum og svo ætlar Baldur að koma snemma heim að hjálpa mér að taka til.

Það væri munur ef að ég fengi þetta nýja lyf. Þá myndu köstin ekki koma svona ört og þá gæti ég kannski  orðið heilbrigð aftur það væri sko draumurJoyful En ríkið er að spara svo að þetta er víst of dýr draumur í þeirra augum.

Ég fer með Helenu í síðustu blóðprufuna á mánudaginn kl. 10.  Ég get ekki beðið eftir því að sjá andlitið á honum Ásgeiri þegar hann sér hana. Hún er byrjuð að þyngjast og braggast mjög vel og loksins orðin rjóð í kynnum og lítur svo heilbrigð út núna. Annað en hún var þegar hann sá hana síðast, hún var eins og draugur hún var svo föl greyið og eldrauð undir augunum. En nei ekki núnaGrin Litla englaskottið mitt er bara orðin svo heilbrigð og flott. Hún hefur varla orðið lasin í 4 eða 5 mánuði.

En ég verð orðin góð af kastinu áður en nokkur maður getur sagt Amen þ.e. ef að hann/hún er til í að segja það nokkuð hægt hehehe. En núna ætla ég að fara að reyna að gera eitthvað svo að ég verði alla vega búin með eitthvað áður en Baldur kemur heim. Ég kveð í bili og kem svo með einhverjar jákvæðar fréttir um leið og ég hef þær í höndunum.


Í sambandi við þetta nýja MS lyf

Ég fór til míns nýja læknis um daginn eftir að hafa farið í segulómun og blóðprufu af því að ég þurfti að gera það til að fá þetta nýja lyf. ok hann byrjar á því að segja mér að það er mikil aukning á blettum á heila frá því 2003 sem að var svosem ekkert skrítið eftir öll köstin sem að ég er búin að fá undanfarin ár. Nema hvað ég spyr hvort að ég fái þá ekki þetta nýja lyf en hann segir mér þá að það sé svo dýrt og eins og efnahagurinn er í dag þá þarf ég að fara aftur í segulómun í mars og svo er hægt að ath hvort að ég komist í forgang. Er verið að íða eftir að við MS sjúklingar verðum komin í hjólastól og verðum gjörsamlega ósjálfbjarga sem er enn dýrara fyrir ríkið til að komast á þetta blessaða lyf.

 Fyrst varð ég voða sár og grét, síðan varð ég ok með þetta og notaði Pollýönnu á þetta en núna er ég orðin öskuvond. Ég var beðin eða hvött til að fara með þetta í blöðin en ég er ekki tilbúin til að gera það þannig að ég læt mér duga að setja þetta hér inn þar sem að fáir nenna að lesa þetta frá mér hvorteð er.


Áramót

Jæja ég nenni nú ekki að skrifa einhverja ritgerð núna en ég vildi bara óska ykkur öllum gleðilegs árs og friðar og vonandi, vonandi verður árið 2009 betra en það gamla.

3 dagar í jólin!

Vá hvað tíminn gjörsamlega flýgur áfram. Ég sem ætlaði að vera fyrir löngu búin að öllu en nei það er ekki að ganga. Það sem að ég á eftir að gera er að kaupa eitthvað handa strákunum í jólagjöf en ég bara veit ekki hvað á að kaupa. Þeir eiga nánast allt. Já þeir eru litlar dekur dósir ég verð að viðurkenna það. Helena var ekkert mál. Ég fann voða sæta úlpu handa henni og Dóru dót í baðið og ég veit að húná eftir að verða voða sátt við það. Annars verða þetta fátæklegustu jólin okkar og ekkert að því. Við höfum bara gott af þessu held ég. Við verðum bara að vera skinsöm í sambandi við allar jólagjafir og vonandi skilja það allir. Ég held að svona sé þetta hjá nánast öllum nema kannski ríka fólkinu sem að kom kreppunni af stað.  En maður er bara orðin vanur of góðu og við verðum bara að venja okkur af því aftur.

En ef að ég skrifa ekkert fyrir jólin þá vil ég bara óska öllum gleðilegra jóla og  farsældar á nýju ári.  Facebookið er alveg búin að ræna mér frá blogginu en ég reyni eins og ég get að kíkja hingað inn eins oft og ég get.


Styttist í jólin

Vá það eru ekki nema 9 dagar til jóla. Tíminn bara flýgur áfram án þess að maður taki eftir því. Alla vega þá fór ég að reyna að versla jólagjafir handa krökkunum í dag og fann ekkert handa strákunum en ég fann eina geggjaða úlpu á hana Helenu. En ég sver það að ekki get ég sagt það að ég hafi eitthvað gaman af að fara í búðir, ég er greinilega ekki sannur kvenmaður. Nei án gríns þá á ég voða erfitt með að fara í eins og t.d. Kringluna svona rétt fyrir jólin af því að þá er allt of mikið af fólki og voða þröngt að labba þar. Eins og ég sagði þetta er ekki fyrir mig. En við Baldur ætlum að reyna að fara eftir helgi að kaupa það sem eftir er og fara þá extra snemma svo að við lendum ekki í svona aungþveyti.

En á morgun ætlum við að fara með krökkunum að versla jólatré og fara svo heim að taka til og þrífa og kannski mála líka. Maður verður nú að gera hreint og fínt hjá sér svona fyrir jólin er það ekki Wink Baldur er núna úti að borða með Brimborgar liðinu þannig að ég er bara ein heima með krakkana. Ég ætlaði að vera voða góð við þau og verslaði allt of mikið nammi sem að við höfðum svo enga list á hehehe. Jæja maður fitnar þá ekki á meðanWink

En lengra ætla ég ekki að hafa þetta. Ég ætla aðeins að kíkja á fésbókina og fara svo að lulla mér.


Ég var aldrei neinn mikill fan en sár missir samt.

Þetta sýnir manni það bara að enginn er ódauðlegur. Einhverra hluta vegna finnst manni að ef að manneskjan er fræg þá á hún alltaf að vera til. Hann var ekki  nema 63 ára gamall sem er að sjálfu sér enginn aldur. Ég vil votta fjölskyldu hans alla mína dýpstu samúðar á þessum erfiða tíma.
mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg letin er alveg að fara með mig!

Jæja ég ákvað að skrifa eitthvað smá en veit ekki hversu merkilegt það mun vera skal hver dæma fyrir sig. Það eina merkilega sem ég hef að segja er að ann Alexander er að fara að keppa í motocross á morgun í Þorlákshöfn svo kallað Kreppumót. Þetta verður erfið og vonandi skemmtileg keppni en ég kvíði því heilmikið kuldanum sem er spáð á morgun.  En þá er bara að klæða sig vel og þá meina ég mjög vel svo að maður geti nú staðið úti alla vega rétt á meðan hann er að keppa.

En núna ætla ég að leggjast undir sæng og reyna að ná á mér hita.


Nóg að gera á mínu heimili!

Ég var svo tilbúin að mæta í vinnu í dag en nei. Fyrir það fyrsta vöknuðum við klst of seint sem er ekki góð byrjun á góðum degi. Jæja við sendum strákana í skólann en ég varð að vera heima eina ferðina enn með Helenu af því að hún er bara svo slæm af hóstanum að ég hélt í alvöru að barnið væri að kafna í morgunUndecided En hún er ekkert að fara að yfirgefa þennan erfiða heim nærri því strax svo að ég ætla ekkert að vera að panika neitt. En ég verð að viðurkenna það að ég er að verða frekar mikið pirruð á öllum þessum veikindum og að þurfa að hanga svona heima allan daginn.

Vitið þið það að það dregur úr manni alla orku á að hanga svona mikið heima hjá sér og fara aldrei neitt. En það er svo sem nóg að gera í tiltekt og þrifnaði á þessu heimili svo að ég hef svosem nóg að gera í þvíWoundering Það er spurning um að ég fari kannski að drífa í því. En ég verð að segja frá því að ég fór á djammið um helgina og skemmti mér frábærlega. Ég hef ekki farið niður í bæ að kvöldi til síðan 1700 og súrkál. "Pæling" af hverju segir maður 1700 og súrkál???? hvað kemur súrkáli málinu við og ekki var ég til árið 1700Woundering Fólk notar stundum svo fáránleg orðahugtök.

En já ég skemmti mér mjög vel og Vigdís vinkona mín hitti okkur hjónin þarna og skemmti sér mjög vel með okkur, Við spjölluðum við Magna og Svala og fullt af öðru fólki og dönsuðum og fórum aftur og aftur á klóið að tæma fulla blöðru eftir allt sem að við drukkum frítt. Takk Brynjar fyrir frábært boðWink

En ég er farin að gera eitthvað af viti elskurnar mínar og endilega commentið um hvað þetta  orða tiltæki merkir 1700 og súrkál. Kossar xxxxx og knús á ykkur öll.


Jæja kominn tími á smá blogg frá mér.

Ég er búin að vera heima nánast alla vikuna með litlu lasarusana mína + sjálfa mig en ég og Andri erum orðin góð en ekki Helena. Hún er enn með hita en ekki háan svo að ég tók hana með mér í blóðprufu í morgun og smá heimsókn til afa hennar. Hún er svo mikil afa stelpa að ég hef bara aldrei séð annað eins enda lætur hann allt eftir henni hahaha. Afi hennar og amma ætla að taka Helenu á morgun og vera með hana fram á sunnudag bara til að hvíla mig. Ég veit að henni á eftir að líða mjög vel hjá þeim og verður í góðu yfirlæti þar.

Enn er brjálað að gera í vinnunni sem er bara gott eins og ástandið er núna í þjóðfélaginu. Þetta á bara eftir að versna helling en við erum sterk þjóð sem kemst yfir þessa stóru hindrun leikandi.

Sko ég sagðist ætla að hætta allri svartsýniWink Það er erfitt en ég get þetta alveg.  Spáið í því að það eru ekki nema 40 dagar til jóla. Vá ég þarf að fara að drífa í því að versla allar jólagjafirnar. Við ætlum að reyna að vera sparsöm í ár og gefa ekki of dýrar jólagjafir núna eins og við höfum alltaf gert. Þar sem að í ár giftum við okkur og svo fórum við í brúðkaupsferð til Flórída og svo kom kreppa þá er ekki mikill afgangur til að versla jólagjafir. En við náum alltaf að redda okkur með allt svo að ég ætla ekki að hleypa svartsýninni inn og ég ætla að njóta jólanna svona einu sinni enda á ég það skilið.

Núna er ég bara að bíða eftir símtali frá taugalækninum mínum til að fá að vita hvenær ég á að fara í segulómun og þegar það er búið kemst ég vonandi fremst á biðlistann um að komast í nýja lyfið fyrir ms. En ég ætla núna að forða mér frá tölvunni ig reyna að fara að gera eitthvað svo að ég kveð í bili,

Seeya


Ég er heima eina ferðina enn vegna veikinda.

Ég er eins og versti aumingi í dag. Ég varla ef þrek í að pikka á takkana á lyklaborðinu. Verkirnir eru frekar miklir í dag. Ég er mjög stirð í fótum og höndum þá aðallega fingrum. En ég redda mér og kemst yfir daginn eins og ekkert sé.

Baldur verður að sækja Helenu í dag af því ég er að fara að hitta nýja taugalækninn minn í dag. Ekki veit ég af hverju en ég kvíði því pínu. Ég veit að þetta verður ekkert mál en samt er ég kvíðin. Ég skil ekki svona rugl í mér. Þetta verður ekkert mál.

Þetta er stutt færsla eða sú stysta sem ég hef gert en ég verð að hætta vegna vekja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband