11.10.2008 | 10:47
Átt þú barn með ónæmisgalla?
Hér að neðan er linkur inn á síðu þar sem að foreldrar barna með ónæmisgalla geta leitað til. Þetta er umræðusíða þar sem að við getum spjallað saman um veikindi barna okkar og leitað til um ráð og rætt við aðra foreldra sem eru í sömu málum.
http://www.draumaborn.is/nyttspjall/index.php
Fyrst þarf að senda mail á hana Árnýu af því að síðan er læst og e-mailið hennar erKv. Hulda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 13:31
Jahérna
Það hlaut að hafa einhver slæm áhrif á okkur. Eftir allt fréttaflóðið um peningamálin á Íslandi og út um allan heim og allar neikvæðu fréttirnar sem hafa hreinlega hrunið yfir þjóðina er ég komin í kast.
Ég er búin að vera að reyna eins og ég get að láta þetta ekki hafa slæm áhrif á mig en það hefur því miður gert það og er ég að gjalda fyrir það núna. En ég verð að reyna að vera bjartsýn og vona að ég verði ekki lengi í þessu kasti og að ég geti farið að vinna aftur fljótlega.
En ég vil fá nýja stjórn í Seðlabankann og burt með þá sem eru núna. Eitthvað rótækt verður að gerast sem allra fyrst. Þjóðin er komin á hausinn og við verðum öll að sameinast til að koma henni á lappir aftur. Það gerist ekkert nema að við stöndum saman. Ég hef kannski ekki mikið vit á þessu öllu saman en ég geri mér fulla grein fyrir því að eitthvað þarf að gera og það strax.
Bretar hafa engan rétt á því að koma svona fram við okkur eins og þeir gera. Beita hryðjuverkalögum á okkar litlu þjóð þegar við eigum svona sárt að binda. Eru Bretarnir gjörsamlega umhyggjulausir fyrir þeim sem þurfa hjálp. En við eigum eftir að sýna þeim og öllum heiminum að við getum staðið upp aftur eftir erfiðleikana sem eru búnir að hrynja yfir okkur og við björgum okkur aftur. Þetta reddast allt aftur við verðum bara að vera sterk.
ÁFRAM ÍSLAND VIÐ ERUM STERK OG VIÐ GETUM NÁÐ AÐ KLÓRA OKKUR ÚR ÞESSARI KREPPU, VIÐ HÖFUM GERT ÞAÐÁÐUR OG VIÐ GETUM ÞAÐ AFTUR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2008 | 19:11
Eitthvað virðist vera að birta til en hversu mikið má taka mark á því?
Ég kom fyrr heim úr vinnunni af því að ég var orðin svo kvalin af verkjum í öllum liðum að ég er bara alveg frá. Ég er búin að fá tíma hjá gigtarlækni og á ég að hitta hann 21 okt. nk.
En ekki er það að hjálpa sem er að ganga á í heiminum öllum í dag. Úffff það er bara allstaðar kreppa og bankar að loka. En svo í fréttunum áðan og í gær var verið að tala um að Rússar af öllum öðrum þjóðum ætlaði að lána okkur svo að við gætum alla vega haldið áfram okkar daglega lífi en svo fannst mér það ekkert voðalega jákvætt að heyra um að það séu bankar þar að loka líka út af slæmum fjárhag. Hvernig fara þeir þá að því að lána okkur??????
En svo ætlaði ég að setja inn niðurstöðuna úr blóðprufuðu hennar Helenu eða alla vega það sem að skiptir öllu máli.
S-járn er hjá henni 5 en viðmiðunarmörkin eru 9-34 sem sagt mjög lág.
S-ferritín er hjá henni 3 en á að vera 15-400 sem sagt allt of lág.
B- rauð blóðkorn 5,34 en á að vera 4,00-4,90
B-hemóglóbín 103 en á að vera 107-133
B-mcv 61 en á að vera 73-88
B-mch 19,3 en á að vera 24,1-29,6
B-mchc 317 en á að vera 319-352
B-rdw 16,4 en á að vera 12,5-15,0
Þetta er það sem er að hrjá litlu skottuna mína núna en hún er byrjuð að vera svo dugleg að borða að alla vega í augnablikinu er ég ekki að hafa miklar áhyggjur af henni.
Hún er farin að borða mjög vel og við vorum farin að sjá hana fyrir okkur sem bollu hehehe. Nei nei ég er ekkert að hafa neinar áhyggjur af því og ef svo verður þá pössum við hana. Það er bara virkilega gaman að sjá hana borða sérstaklega út af því að hún nýtur þess alveg og tyggur matinn alveg eins og henni sé borgað fyrir það.
En ég er farin að elda handa liðinu og svo þegar við erum búin að borða ætla ég að setjast með fæturna upp í loft og láta verkina líða úr mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 18:54
Hefur einhver góðar fréttir að færa í dag!
Efnahagurinn er farin til fjandans alveg eins og ég er margoft búin að tala um við vini mína og mína nánustu. Það eru margir mánuðir síðan ég byrjaði að tala um þetta og hvað er að gerast núna, heimurinn allur er farinn til fjandans en eini munurinn á kreppunni okkar og á restinni af heiminum er að gjaldmiðillinn okkar er líka hruninn endanlega held ég. EN ég bið til Guðs að við fáum að halda krónunni okkar áfram og að hún nái að jafna sig aftur.Svo núna er bara að lifa á loftinu og naglasúpu þangað til þetta jafnar sig a.m.k. eitthvað smá.
Ég kann sem betur fer að búa til mjög góða naglasúpu og ég skal vera voða góð við ykkur kæru lesendur og gefa ykkur eins uppskrift af einni af mínum góðu naglasúpum og hér kemur hún;
Aðal hráefnið er vatni og mikið af því,
Laukur ( hann er sem betur fer ekkert svo dýr,
gullrætur ( svolítið dýrar reyndar en ekki nauðsyn )
Kartöflur ( til á nánast öllum heimilum )
Frosið grænmeti ( ef til, má sleppa )
hvaða súpu/ sósutening sem er
salt og pipar
Meðlæti í stað makkaróna er Hveitibollur
1 egg
Hveiti
salt og eða smá pipar
Egg og hveiti hrært saman frekar þunnt og bragðbætt með smá salti og pipar
Þynnt út með smá vatni ef þarf.
Búnar eru til bollur með teskeið og soðið í vatni í 5-10 mín.
Verði ykkur að góðu dúllurnar mínar og vonandi verðið þið södd á lestrinum til að hafa þetta sem ódýrast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 21:21
Annað sætið ;oD
Ég er svooooo stolt af honum Alexander að ég er að kafna. Hann lenti í öðru sæti á biluðu hjóli í þokkabót. Hjólið bræddi úr sér í keppninni og hann náði að klára hana á skemmdu hjóli. Hjólið fer í viðgeð á mánudaginn og vonandi er hægt að laga það fyrir ekki of mikinn pening. Maður er jú blankur eins og næstum allir íslendingar þessa dagana. En Friðgeir lenti í fyrsta sæti langt á undan Alexander enda stakk hann gjörsamlega alla af en hann er ekkert smá hraður drengurinn ( þú mátt vera stolt Bryndís af honum ). Keppnin var ekkert smá spennandi en Alexander og hún Bína voru næstum hnífjöfn í smá tíma og hún náði að taka fram úr honum tvisvar en hann náði henni alltaf aftur og á endanum stakk hann hana af. Við stóðum á hliðarlínunni nagandi neglurnar og lágum á bæn um að hann myndi alla vega getað klárað reisið og ekki væri verra að hann myndi lenda í öðru sæti sem að hann gerði á endanum.
En ég ætla að láta þetta duga núna af því að ég he nóg að gera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2008 | 08:28
Jæja á maður að koma með eitthvað annað en krepputal!
Þó það sé erfitt að tala ekki um það sem búið er að ganga á hér á klakanum þá vil ég helst reyna að sleppa því að tala um það, þetta er of erfitt mál fyrir mig að tala um hér ekki bara fyrir mig heldur alla þjóðina.
ENNNNNN ég ætla að tala um annað og mun skemmtilegra mál Já strákarnir eru báðir að fara að keppa í motocross í dag og verður þetta bikarmót sem haldið er í Bolöldu. Helena fær að vera hjá ömmu og afa á meðan í miklu yfirlæti.
Andri er ekkert smá spenntur en hann verðu með í æfingakeppni þar sem að hann er ekki með aldur til að fara að keppa strax. Hann er alveg að tapa sér fyrir spenningi og er nú þegar vaknaður hahaha. Alexander er ekki eins spenntur og vill bara sofa enda er hann kominn á gelgjuna en hann fær að sofa til 10 þannig að hljóðið í honum mun lagast um leið og hann byrjar að hjóla. Ég er að hugsa um að fara á mínum bíl af því að ég er að spá í að fara í Rúmfatalagerinn í dag að versla sokkabuxur á hana Helenu enda orðið ógeðslega kalt og húfu líka þar sem að þó svo að hún þjáist af járnskorti þá er hún að stækka og allar húfur orðnar allt of litlar og sama má segja um vettlinga. Strákana vantar líka vettlinga en húfur skortir þá ekki
En ég er að spá í að fara og fá mér eitthvað að borða og að gefa krökkunum líka svo að ég kveð í bili og skrifa um árangur strákanna um leið og ég nenni að setjast fyrir framan tölvuna aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2008 | 17:27
Úff hvað maður verður þreyttur.
Nú skil ég betur af hverju fólk kvartar yfir þreytu eftir vinnu. Ég er alveg dauð þegar ég kem heim ég er svo þreytt. Ég nenni engu og ég nenni varla að fara í tölvuna. En ég ætla að láta mig hafa það í dag að skrifa smá fréttir af mér. Eins og ég var búin að segja hér í fyrri færslum er ég farin að vinna smá hjá honum Balla mínum. Ég er að pússa, grunna og aðstoða við að mála líka. Ég er í innréttingunum en ekki bílunum enda er það allt of erfitt fyrir mig. Það skemmtilegasta er að fá að grunna. Það þarf smá lægni við það en stundum skortir mig hana og stundum kemur hún og þá gengur þetta glimrandi vel. Það er bara verst þegar ég er að pússa að þó svo að ég sé með grímu þá fylltist nefið samt af ryki og slímhúðin þornar bara upp og þá svíður mér í nebbann minn. En það lagast um leið og ég snýti mér
Helena er farin að verða aðeins duglegri að borða. Hún borðar alla vega eitthvað smá í hvert skipti sem er betra en hún gerði áður. Ég held að hún hafi fattað um hvað hann Ásgeir var að tala og orðið pínu hrædd af því að um leið og við komum heim af spítalanum byrjaði hún að biðja um eitthvað að borða hahaha.
En vá hvað ég er þreytt svo að meira hef ég þetta ekki. Hafið það gott í kvöld af því að ég ætla að gera það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2008 | 00:15
Vonadi fer þetta nú að snúast við
Eftir sorgarfréttirnar sem voru um leið þær bestu sem að við gátum fengið. En um kvöldið eldaði ég handa okkur og þá aðallega handa litlu englaskottunni okkar lifur sem að hún vildi svo alls ekki ( af vel skiljanlegum ástæðum ) en hún borðaði samt mjög vel. Hún borðaði 5 kartöflur stappaðar í sósu sem að ég gerðu úr lifrasoðinu. Og svo var hún aftur svona dugleg í kvöld en þá hafði ég gert grænmetissúpu úr brokkoli, lauk, gullrótum, kartöflum og allskonar grænu grænmeti og sú gat borðað af því. Ég stappaði kartöflurnar, grænmetið og súpuna saman og henni þótti það ekkert smá gott. Hún sem sagt fékk samá járn í þessari blöndu sem er mjög gott.
Helena fór líka á leikskólann í dag í fyrsta skiptið í 1 og 1/2 viku en ég var búin að tala við þær um þennan járnskort hennar og ég hringdi í gær til að staðfesta það. Hún fær sem sagt engar mjólkurafurðir þar lengur heldur á að reyna að fá hana til að borða meira járnríkt fæði. Leikskólinn hefur alla tíð verið okkur mjög góð aðstoð með hana og reynst okkur mjög vel. Ég er mjög þakklát fyrir það og það kann ég vel að meta.
En ég er loksins byrjuð að vinna aftur og gekk dagurinn í dag mjög vel. Ég var reyndar frekar þreytt enda illa sofin en það lagaðist með deginum og undir lokin þá þurfti Baldur að minna mig á hvað klukkan sló og rek á eftir mér, það er yfirleitt öfugt. En ástæðan fyrir því að það var svona gaman hjá mér er sú að ég fékk að grunna í fyrsta skiptið og gekk það svona rosalega vel. Fyrstu 3 plöturnar voru ekkert voðalega góðar en svo fór þetta allt að ganga mjög vel hjá mér og núna á ég von á því að mega grunna meira á morgun. Innréttingin sem að ég er að grunna er innréttingin okkar sem á að fara inn í þvottahús og þegar búið er að mála hana verður hún loksins sett upp. Ég get ekki beðið eftir því.
En ég er að spá í að fara að koma mér í bólið svo að ég segi bara góða nótt elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2008 | 14:50
:´( og :o) fréttir
Já ég get ekki sagt að ég sé voða happý núna. Við hittum hann Ásgeir í morgun og eins og ég átti von á er hann ekkert voðalega ánægður með litlu skottuna. Ónæmiskerfið er komið í lag eða sem sagt þá er IgG og IgA orðið yfir neðri mörkin sem er mjög gott. Ef að allt hefði litið vel út hefði Helæena verið úskrifuð í dag en svo heppin erum við ekki. Hún er svo lág í járni að hún er með 3 þar sem að hún á að mælat lágmark 24-34 úfff ég er sko ekki sátt við þetta. Við eigum að ræða við sálfræðing sem mun aðstoða okur með mataræðið hjá henni og svoverðum við að sitja öll við matarborðið þangað til allir eru búnir að borða. Hún hefur ekki þyngst um gramm í 6 mánuði sem er ekki eðlilegt. Svo verðum við að fara að hafa járnríkann mat næstu mánuðina eða þanga til að járnið fer að hækka hjá henni. Hún verður að forðast allar mjólkurvörur sem verður erfitt en hún má ekki heldur fá soja mjólk En hún vill hana ekki hvorteðer.
Ég vildi óska að ég gæti komið með betir fréttir en svo er ekki því miður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2008 | 17:25
Bara 16 klst í viðtalið við Ásgeir
Stressið er að fara alveg með mig og ég hef ekki hugmynd af hverju. Ég veit alveg að hún er mjög lág í járni og erum við að reyna allt til að laga það en hvernig hún kemur út í hinu veit ég ekki. Ég er að reyna að vera jákvæð en það er bara erfitt þegar hún er búin að rjúka upp í hita og svo hitalaus í 1-2 daga og ríkur upp aftur. Núna er hún reyndar nokkuð fín núna og er hún alveg hitalaus en hún var með smá hita í gær þegar hún var hjá ömmu sinni og afa. En ég ætla bara að ákveða það núna að þetta verði ekkert mál og að allt komi flott út.
Við fórum í afmæli í gærkvöldi og var það bara mjög gaman. Veislan var hin flottasta og fékk afmælisbarnið helling af pökkum. Ég er bara farin að hlakka til að verða 6tug hahaha. Ég ætla mér að reyna að eignast fullt af vinum þangað til svo að ég fái svona marga pakka Nei bara grín en þetta var mjög skemmtilegt afmæli ég er ekki að grínast með það.
En ég ætla að hætta að bulla núna og halda áfram að elda þennan rosalega góða mat sem að ég er að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)