9.5.2008 | 19:17
Ekki gott
Í dag versnaði ég enn meira og byrjaði að skjálfa eins og ég veit ekki hvað. Það mætti halda að ég væri með þeytivindu undir mér. En ég heyrði frá doxanum mínum og vildi hún að ég færi núna upp á spítala en ég fékk hana til að samþiggja það að ég færi bara á morgun en ég á að fara í rannsókn og svo fæ ég líklegast stera en ég fékk leyfi til að fara heim á eftir og mæta svo bara aftur daginn eftir. Ég nefnilega hata spítala og vil engan vegin leggjast inn. En Andi og Helena fóru til ömmu og afa áðan og verða þar alla helgina sem betur fer af því að hvíldin gerir mér ekkert nema gott.
En þessi færsla verður ekki lengri því að skjálftinn er orðinn of mikill.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2008 | 19:33
Það er vont og það versnar :O(
Ég á kannski ekki að vera að láta vorkenna mér en ég er ekki kát í dag. Ég bara versna og versna og núna titra ég eins og ég veit ekki hvað. Ég hef aldrei lent í því að titra svona þannig að það er augljóst að ég er ekki búin að kynnast ms sjúkdómnum alveg. En það jákvæða við þetta er að ég jafna mig alveg örugglega fljótlega. Helenu finnst alveg rosalega gaman að halda í hækjuna þegar ég er að reyna að labba eitthvert hehehe og svo er hún alltaf að spyrja mig hvar meiddið er æji hún er svo mikil krús. Strákarnir eru voða duglegir að hjálpa mér og þá sérstaklega hann Alexander enda er hann að reyna að vinna sér inn einhvern tölvuleik. Núna eru strákarnir farnir að hjóla mér pabba sínum en vonandi verða þeir ekki of lengi af því að það er próf hjá Andra á morgun þannig að hann má ekki fara of seint að sofa.
Helena fór að horfa á Latabæ og náði held ég að horfa á kynninguna en svo datt hún út enda búin að vera meira og minna úti í allan dag í góða veðrinu. Það er svo skrítið að eins og veðrið getur verið vont hér á Kjalarnesinu þá getur það verið alveg æðislegt inn á milli og þá sérstaklega yfir sumartaman.
Við ætluðum norður um helgina en af því að ég er svo slæm núna þá verðum við að sleppa því og vera bara heima. Foreldar mínir ætla að taka stelpuna um helgina til að hvíla mig sem verður mjög gott og ætla ég að reyna eins og ég get að slappa vel af.
Ég fór að versla afmælisgjöfina handa Helenu í dag og ég verslaði Dóru kvartbuxur, Dóru bol, Dóru derhúfu og svo Dóru tölvuleik. Já hún er alveg sjúk í allt sem snertir hana Dóru og hann Klossa vin hennar.
En jæja ég læt þetta vera nóg í dag og ég er farin að slappa af uppi í sófa og undir sæng með bókina mína góðu (Ísfólkið ).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2008 | 17:37
Erfitt
Já ég sagði erfitt. Ég er komin í ms kast ofan á allt annað. Eins og ég hafi ekki nóg annað að gera en að vera í einhverju slappleika kasti. En mér er svo illt í öllum útlimum núna að ég má varla hreifa mig án þess að finna til. Svo ekki sé minnst á hvað ég er orkulítil. Ég verð móð á því einu að brjóta saman þvottinn. Mér líður eins og aumingja. En þetta verður vonandi fljótt að ganga yfir.
Helena er hress þrátt fyrir þennan ljóta hósta en hún er búin að vera á leikskólanum í rúma viku núna sem er met og gengur það bara vel. Hún er farin að vera mjög dugleg að borða sérstaklega á leikskólanum og hún er búin að minnka mjólkina til muna og búin að færa sig yfir í trópí eða annan djús og svo auðvitað vatnið líka. Reyndar er hún steinsofnuð eftir leikskólann í dag sem þýðir að hún sofnar seint í kvöld en við verðum bar að taka því. Það er engin leið að vekja hana.
En ég hef þessa færslu stutta núna af því að það er sárt að pikka á lyklaborðið svo adios.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2008 | 21:43
Álfsnes ídag :o)
Þaðvar svaka fjör í Álfsnesi í dag þegar krakkarnir fengu kennslu hjá Geri sem er einhver meistari á krossara. Strákarnir stóðu sig mjög vel og fóru alvegeftir því sem að geri sagði þeim að gera. Andri vandaði sig svo rosalega að hann fór aðeins of hægt og þar af leiðandigekk ekkert rosalega vel að horfa í augun á geri þegar hann beigði en Alexander gekk mun betur í því. Síðan fengu allir sér pylsu og pepsí og fóru svo heim eftir 4 klst reysu. Þeir æ´ttu að sofa vel í nótt eftir góðan hjóla dag.
Helena kom klukkan tæplega 4 og fór strax í það að borða moldina og sandinn en ég náði þá bara í kex handa henni til að fá hana til að hætta þessu og það virkaði. En hún var svo drullug eftir þetta að hún fór beinnt í bað þegar við komum heim.
Hér koma nokkrar myndir ftir daginn.
Ég bara nenni ekki að setja fleiri myndir inn núna en þetta eru allavega 4 myndir. En eins og sést ´
að er Helena orðin vel skítug eftir sand og moldar átið ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2008 | 18:38
Ekki aftur
Það lítur út fyrir að Helena sé orðin lasin aftur en hún var eitthvað voða slöpp þegar ég sótti hana á leikskólann og mér þótti hún frekar heit og þvöl. Þegar við komum heim byrjaði hún að væla og væla þangað til að hún steinsofnaði. Hún vaknaði ekki einu sinni til að horfa á Dóru og þá er sko eitthvað mikið að. Ég ætla að mæla hana þegar hún vaknar en ég vona svo innilega að þetta sé ekki neitt neitt heldur bara þreyta eftir langan dag.
En á föstudaginn erum við að fara með krakkana á Álfsnes en þá er Kawasaki dagur og verður kennsla fyrir krakka á 65cc og 85cc hjólum. Strákarnir eru orðnir mjög spenntir enda er þetta þeirra aðal áhugamál.
Kawasaki dagurinn | ![]() | ![]() | ![]() |
miðvikudagur, 30 apríl 2008 | |
Eins og fram hefur komið verður haldinn Kawasaki dagur næstkomandi föstudag fyrir eigendur Kawasaki hjóla. Sérstaklega viljum við hvetja kx 65 og kx 85 eigendur til að mæta þar sem Gary frá Ngage skólanum verður á svæðinu og leiðbeinir krökkunum hvernig skuli taka beygjur, stökk o.fl. Ath. brautin er aðeins opin fyrir Kawasaki hjól. Boðið verður uppá grillaðar pylsur og svalandi drykki með. Mæting kl. 14:00 á Álfsnesi en grillað verður kl. 18:00. Við hvetjum alla til að koma og gera sér glaðan dag með okkur. Liðsmenn Kawasaki eru sérstaklega beðnir um að koma. ATH! Námskeiðið er frítt. |
Við ætluðum að fá fólk í mat og í pottinn í kvöld en vegna veðurs hjá okkur þá er það ekki hægt Ég er orðin nett leið á þessu (fyrirgefið orðbragðið) helvítisroki. En þetta verður búið á morgun vonandi. Ég er að spá í að grilla á innigrillinu okkar á eftir og þá ætla ég að grilla svínakótelettur sem eru kryddlegnar og hafa piparostasósu með slettu að gráðosti og salat með mmmmmmm hvað ég verð svöng á að skrifa þetta hehehe. Ég er búin að vera dugleg að borða oft í dag og eftir æfingu í morgun sem að ég var btw í í 1 1/2 tíma fékk ég mér prótín sjeik og þegar ég kom heim fékk ég mér heilsu brauð og svo er ég búin að borða banana og svo á ég bara eftir að borða kvöldmat. Mér finnst ekkert smá erfitt að borða svona oft en ég skal þá þessum aukakílóum af mér og þessu spiki sem að hangir utan á mér sem að engin þykist sjá nema ég.
En ég ætla að fara að elda á meðan fréttirnar eru svo að ég bið bara að heilsa ykkur kæru lesendur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2008 | 20:19
Ohhh hvað þetta verður gaman hjá okkur
Í dag fórum við að tala við prestinn aftur sem ætlar að gifta okkur og þurftum við að segja eitthvað gott um hvert annað sem og eitthvað sem við ekki fílum við hvert annað en bara í gríni að sjálfsögðu. Baldur var enga stund að svara þessu en ég var aftur á móti svo tóm eitthvað ( skamm Hulda ) en þetta tókst á endanum. Svo vorum við að rifja upp okkar fyrstu kynni líka og vá hvað það var gaman. Og það skemmtilega við þetta er að við erum bara ástfangnari af hvert öðru ef að eitthvað er svo að ég veit að við erum að gera rétt.
Helena er enn og aftur komin með ljótan hósta en ég er að vona að það verði ekki meira en bara hóstinn í henni. Hún er aftur byrjuð á pústinu eftir heila 3 daga í hvíld en pústið er að hjálpa henni svo að svona verður þetta bara að vera. Ég er samt á báðum áttum með hvort að ég eigi nokkuð að vera að láta Ásgeir vita af því að svo er þetta alveg blá saklaust kvef maður veit aldrei. Ég held enn í þá von um að allt fari vel að lokum og innst inni veit ég að svo verði.
Á morgun eru komnir 11 mánuðir síðan Ásta vinkona lést og ég er búin að hugsa til hennar upp á hvern einasta dag síðan. Þetta virðist alltaf vera jafn sár missir en ég veit að þetta verður betra og betra með hverjum deginum. Ég vona svo innilega að krökkunum hennar sem og fjölskyldunni allri líði vel. En þau eiga öll pláss í hjartanu hjá mér.
En ég ætla núna að fara að reyna að gera eitthvað af viti annað en að hanga í tölvunni svo að ég bið að heilsa ykkur kæru lesendur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 09:39
Úfff erfitt
Ég fékk nýtt prógram í gær á æfingu og núna er ég byrjuð aðgera æfingar með höndunum. Strengirnir sem að ég er með núna úfff hvað ég er að drepast. En það sýnir bara að ég sé að taka almenilega á og þannig sér maður árangur. Ég fékk líka matarprógram og omg hvað það er efitt að fylgja því. Eins og í morgunmat í dag mátti ég bara fá 4 msk af haframjöli og nokkrar rúsínur með En ég skalstanda mig í þessu átaki og verða flott í brúðkaupinu.
En í dag er frí frá æfingunum svo að ég næ að slappa af en við erumaðfara að hitta prestinn kl. 14:15 og við ætlum líka að fara að skoða hringa. Já það er sko nóg að gera. Helna er búin að vera hress núna í rúma viku sem er frábært og vonadi verður það þannig áfram.
Á morgun er svo sumardagurinn fyrsti og mikið er ég glöð að sumarið sé að koma. Við ætlum sko að vera duglg að fara með krakkana að hjóla í sumar. Nú er búið aðp setja hjálparadekk á litla hjólið hans Andra svo að Helena getur notað það. Ég verð apjáta það að ég er frekar stressuð að láta hana á krossara en því fyrr sem hún byrjar því betri verður hún. Við munum ekkert leifa henni að hjóla sjálf strax en em tímanum þá getur hún hjólað sjálf.
Alexander er orðinn mjög góður og sérstaklega hraður í beygjum sem er mjög gott. Andri er líka farinn að getað farið sjálfur af stað á sínu hjóli þá svo að það sé dáldið stór fyrir hann en han er duglegur að æfa sig og verður betir og betri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2008 | 19:58
Ég veit ég er ekki búin að vera dugleg að skrifa
http://pose.is/viewpic101.php?imageid=62497&id=404&pagei=1&d=&iscomment=
Þetta er hún Harpa vinkona mín eða öllu heldur systir vinkonu minnar og um leið mín og er hún að fara að taka þátt í Hawaiian Troðic keppninni sem er á morgun. hún er ekkert smá flott gella.
Vá ég var búin að skrifaheilan helling og ég náði að eyða því öllu. Ohhh hvað ég get verið pirruð á sjálfri mér. Ég er ekki að nenna að skrifa allt aftur.
En ég var aðalega að skrifa um brúðkaupið um hvað allt er að smella flott saman. Við erum búi að fá kokk til að gera matinn og við erum búin að panta brúðartertuna frá Mosfellsbakaríi ( besta bakarí á landinu ). Svo ætlar hann Jónsi í svörtum fötum að syngja í kirkjunni og pabbi verður veislustjóri. Bróðir hans Baldurs verður svaramaður og Brynjar ætlar að vera bílstjórinn til og frá kirkjunni.
Það er svo gaman þegar þetta virðist allt vera að smella saman. Ég mun senda út boðskortin eftir helgi vonandi og ætlar mamma að hjálpa mér með það.
En ég ræði meira um þetta seinna af því að ég er farin að horfa á Bandið hans Bubba.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 15:31
Engin útskrift :'(
Ég fór með Helenu upp áspítala á föstudaginn í von um að hún yrði útskrifuð en svo heppnar vorum við ekki. Hún er endalaust lasin með einhverja öndunarfærasjúkdóma og núna er hún komin með eitlabólgu en það tengist víst ekkert hennar sjúkdómi. En að sumu leiti er ég hálf fegin að hún hafi ekki verið útskrifuð af því að ég má bara fara með hana beint upp á spítala ef að ég verð eitthvað smeyk þegar hún er lasin í stað þess ð þurfa að fara í gegnum heimilisleikni eða eitthvað þess háttar.
En hún er ennþá lasin þó svo ð hitinn sé búin að minka helling en hún er enn með mjög ljótan hósta og er það mjög erfitt fyrir hana í hverju hóstakasti sem hún fær. Síðustu 4 nætur eru búnar að vera mjög erfiðar en hún gubbar helling á nóttunni þar sem að það tekur svo á að hósta.
En þetta lagast allt á endanum svo að ég ætla bara að halda í þá von um að hún verði orðin frísk fyrir brúðkaupið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 15:05
Flensudrulla
Jæja þá fann flensan loksins heimilið eða öllu heldur mig eftir mikla leit. Hú hefur greinilega ákveðið að refsa mér all mikið fyrir að hafa verið í felum alla þessa 3 mánuði sem hún er búin að dvelja hér á landi. Ég er búin að vera hálf sofandi í 3 daga og þegar ég er ekki hálf sofandi þá er ég alveg sofandi. Ég ætlaði að fara í 30tugs afmæli á laugardaginn til hennar Millýar vinkonu og Millý innilega til hamingju með afmælið á laugardagin, en nei flensan leifði það sko ekki. En ég náði að fara í VIP partý með Hörpu og Öldu vinkonum mínum á föstudeginum og það var alveg geggjað fjör og ég sé sko ekki eftir því að hafa farið. Takk stelpur fyri að hafa dregið mig út. En höfuðverkurinn er aðeins að byrja að minka svo að vonandi er ég að ná mér aftur. Ég hef engan tíma í einhverja svona veikinda vitleysu. Svo verð ég að fara að komast á æfingu aftur og ná af mér hinum kílóunum sem eftir eru og eru þau all mörg ennþá
En núna er komin 1 apríl og hverju ætli strákarnir að reyna að ljúga að mér núna? Ég hlakka mest til að heyra apríl gabbið í fréttunum.
En mikið væri ég til í að taka þátt í þessum mótmælaáróðri hjá sendi og vörubílstjórum. Það eru örugglega einhverjir smábílabílstjórar þarna inná milli sem eru duglegir að taka þátt í þessu með glöðu geði.
En nú er klukkan orðin ansi mikið svo að ég ætla að rúlla eftir stelpunni á meðan ég er góð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)