25.3.2008 | 15:31
Enn og aftur um brúðkaupið
Þá er loksins búið að gera uppkastið fyrir boðskortið og útkoman er frábær. Pabbi gerði svo frábæran texta að hann er búinn að slá öll með.
Annars voru páskarnir bara nokkuð góðir, mikið slappað af og mikið borðað af góðum mat og páskaeggjum. Það er eins gott að fara að standa sig vel í ræktinni eftir þessa ofáts páska.
Ég fór í morgun í ræktina og gekk í 15 mín. og fór svo á tröppu tækið í 15 mín. Síðan tók ég smá hring í tækin og þá aðallega magaæfingar og mjaðmir og svo lærin. Ég er enn pínu löt eftir páskana að ég var engan vegin að nenna að fara á æfingu en ég fór þó þó svo að það hafi bara verið mjög stutt æfing. Ég tek betri æfingu á morgun og verð svo rosalega dugleg eftir það. Ég skal verða það flott að að þurfi að þrengja kjólinn. En nún þarf ég að rjúka út í rokið og skafrenninginn og sækja stelpuna á leikskólann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 16:42
Brúðkaupsgeðveikin nálgast
Við erum að fara með kokknum og vinkonu okkar að skoða salinn aftur. Þau vilja sjá hann út af því að vinkona okkar ætlar að skreyta hann og kokkurinn vill sjá eldunaraðstöðuna. Við erum búin að ákveða brúðartertuna og verður hún ameríska súkkulaðikaka. Svo á eftir munum við örugglega ræða málin um hvaða bló,m við viljum hafa en mér þykir þetta ofboðslega falleg skreyting.
Allavega verður brúðarvöndurinn eitthvað í stíl við þessa skeytingu.
En þessi bloggfærsla verður í styttra lagi núna þar sem að ég hef akkúrat ekkert meira að segja nema gleðilega hátíð.
Svo bara til að koma öllum í gott skap http://humorpix.com/videos/3178-Bohemian-Rhapsody.html
http://humorpix.com/videos/3171-Lazy-Cat-On-Treadmill.html
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 18:42
Kannski komin smá tími á blogg
Ég hef voða lítið að tala um núna nema n um hvað bensínið er orðið brjálraðslaga hátt. Ég er orðin svo reið út í stjórnvöld að leggja svona rosalega á það að það er orðin alger geðveiki að þurfa að fylla bílinn. Ég meina að fylla bíl sem er ekki með nema 40 lítra tank kostar um 6000 kr að fylla. Hann verður ekki hálfur þegar ég kaupi bensín fyrir 3500 kr. og ég þarf að keyra í bæinn daglega og sömuleiðis bóndinn sem þýðir það að við erum að fara með um 8000 kr. daglega u.þ.b.
Svo er talað um verðbólgu á Íslandi og já ég finn sko fyrir því. Þetta er orðið þannig að maður verður sko að fara að passi sig verulega á því að vera ekki að eyða í neitt óþarfa.
En ég fór í dag að skoða brúðartertu standa og fékk 3 tegundir af kökum með mér heim tilæ að smakka. Mér finnst það frekar grátlegt að vera að fara gift mig þegar það er komin kreppa en sem betur fer ég ég búin að kaupa næstum allt fyrir brúðkaupið þannig að við ættum að sleppa nokkuð vel 7,9,13.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 13:50
Bara engar fréttir
Ég hef svo sem ekkert að segja í dag en ég ætla samt að reyna að skrifa eitthvað smá.
Helgin voru bara ágæt. Við fórum í partý á laugardaginn en vorum ekki lengi þar heldur fórum við bara tvö á Áslák í Mosfellsbæ og fengum okkur í tvö glös hvort þar. Við vorum komin heim um þjú leitið. Krakkarnir voru í pössum , strákarnir hjá systur minni og Helena hjá mömmu. Við vöknuðum frekar snemma og sóttum krakkana og fórum svo heim að slappa af enda bæði orðin alveg uppgefin eftir vikuna.
Í gær horfðum við á Idolið og rosalega varð ég svekkt að horfa á eftir litlu svörtu stelpunni, enn sú rödd sem kemur út úr þessum litla búk, mér finnst hún æðislega,hress og lífleg. En hópurinn er góður sem komst í 12 manna úrslit. Það verður gaman að fylgjast með þessu.
Helena er búin að vera á leikskólanum í 5 daga í dag og hefur gengið vel og ég vona svo innilega að framhald verði með það. Það er svo gaman að sækja hana á leikskólann og sjá hana með fasta fléttu báðu megin. Hún er algjört rassgat með þessar fléttur en það er ein stelpa sem er ný sem er svo dugleg að flétta hana alltaf enda bara gaman að greiða henni. Hún er ekkert hársár og er voða dugleg að sitja kjurr þegar verið er að greiða henni.
Ég ætla sko að horfa á Kompás í kvöld. Ég finn ekkert smá til með fjölskyldu þessa litla drengs sem var keyrt á og ekið svo í burtu Ég veit ekki hvað ég mundi gera ef að ég mundi lenda í svona missi og ég ætla rétt að vona að það muni aldrei verða. http://visir.is/apps/pbcsi.dll/bilde?Avis=XZ&Dato=20080310&Kategori=NYTT02&Lopenr=80310001&Ref=AR&MaxW=176&NoBorder
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 20:07
Góðar fréttir í dag :o)
Ég fékk góðar fréttir í dag. Baldur hringdi í mig og sagði mér að afpannta veisluþjónustuna af því að við værum komin með kokk sem ætlar að sjá um allt fyrir okkur og við borgum honum ekkert fyrir. Svo erum við búin að fá ljósmyndara til að taka brúðarmyndirnar af okkur og einnig í kirkjunni og veislunni. Ég er svo ánægð hvernig þetta virðist allt vera að smella saman að ég er alveg í skýjunum.
En ég ætla sko að horfa á Bandið hans Bubba á eftir af því að ég var að fá að vita í dag að hann Eyþór frá Dalvík er frændi minn og ég er búin að halda með honum allan tíman og ekki nóg með það heldur var hann með Elmari systursyni mínum í hljómsveit og hann verður þarna í kvöld að horfa á með litla bróður sínum. Ég væri alveg til í að vera með þeim núna en ég verð bara heima með fjölskyldunni að horfa á þetta í imbanum.
Á morgun erum við að fara í afmæli/innflutningspartý og verða krakkarnir í pössun. Helena verður hjá mömmu og strákarnir hjá systur minni. Ég ætla að reyna að passa mig og verða ekki of full af því að ég bara nenni ekki að vera þunn á sunnudaginn. Svo vil ég ekki hafa mig að fífli heldur
En ég ætla að fara að lesa smá áður en Bandið hans Bubba byrjar svo að ég kveð núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 16:54
Minna stress í dag heldur en í gær.
Ég fékk að skoða salin í dag og tók myndir af honum fyrir Rebekku af því að hún mun sjá um að skreyta hann og vildi því fá myndir af honum svo að hún gæti fengið hugmndir um hvernig hún mun gera það. Ég tékkaði einnig á því hvort að það væri til nóg af glösum, hnífapörum, diskum og þess háttar og mér til mikils léttis er nóg til af öllu. Ég þarf bara að verða mér út um dúka, seféttur og blómin til að skreyta með og það verður bara gert dagin áður eða sama dag og brúðkaupið verður.
Svo þegar pabbi kemur heim frá Þýskalandi munum við kaupa í bruggið og klára boðkortin af því að við verðum að fara aðsenda þau eftir 3 vikur. Pabbi er svo góður að föndra saman svona boðskort að ég get ekki beðið eftir því að sjá þau þegar þau verða tilbúin. Það er svo stutt í þetta en samt eitthvað svo langt en tíminn bara flýgur áfram þannig að við verðum orðin hjón áður en ég veit af.
Já það er gaman af þessu En ég ætla að fara að elda svo að maturinn verði tilbúin þegar Baldur kemur heim og svo vrður farið snemma að sofa í kvöld svo að ég verði ekki orðin að draug á morgun. Ég er farin að vera svo þreytt alla daga enda í ms kasti og veerð því ofboðslega þreytt fljótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 15:42
Afhveru þarf ég alltaf að vera með þetta endlausa stress!
Ég á eftir að gefa upp öndina ef að ég fer ekki að róa mig niður. Ég er næstum að fara yfirum af stressi út af brúðkaupinu. Á þetta ekki að vera gaman það hélt ég. En nei ég þarf alltaf að gera allt eitthvað svo erfitt. En líklegast erum við búin að redda vetningamálunum þ.e. matnum og brúðartertunni. Við bruggum líklegast rauðvínið og ætlar hann pabbi gamli að sjá um það fyrir okkur, við erum búin að fá manneskju til að sjá um að skreyta salinn fyrir okkur og kannski mun hún sjá um að taka brúðarmyndirnar ( vonandi ). Bróðir minn mun taka myndirnar í veislunni og í kirkjunni og við verðum að reyna að redda einhverjum til að taka myndir líka úr fjölskyldu Baldurs svo að þetta verði ekki bara myndir úr minni fjölskyldu. Ég er búin að velja brúðarvöndinn og ég þarf ekki að pannta hann fyrr en viku fyrir stóra daginn. Þegar ég skrifa þetta niður þá virðist þetta næstum allt vera bara komið. Ég þarf reynda að hafa samband við mannin sem sér um salinn og fá leifi til að skoða hann almenilega upp á að fá hugmynd um hvernig við getum haft hann o.þ.h.
En í kvöld er ég að fara í samaklúbb og ætla að reyna að slappa af og ekki veitir af. Annars sýnist mér að það muni vera frekar skök mæting þar sem að nánast allar stelpurnar eru veikar. Ég vona að ég hafi þrek í að mæta þar sm að ég er búin að vera voðalega þreytt undanfarið enda komin í kast sem sýnir sér þannig að ég er sárkvalin á kvöldin með taugaverki í höndum og fótum. Þetta er mjög sárt og pirrandi en ég er að reyna að bíta í jakslinn og harka af mér öðruvísi kemst ég ekki yfir þetta.
En ég verð að fara að drífa mig út að sækja stelpuna á leikskólann svo að lengra hef ég þetta ekki í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 15:28
Ógeðslegt veður
Það er ekkert smá viðbjóðslegt veður úti núna. Svoer ég búin að þurfa að standa út alveg að krókna í hel við að reyna að koma heita pottinum í gang en nei hann er eitthvað voða ósaminnuþýður núna. Það er grenjandi rigning og skíta kuldi. Er þessi vetur ekki að verða búin, þetta er nú alveg orðið gott finnst mér.
En ég fór á æfingu í morgun og gekk í 40 mín fór svo í ljós ogsvo að hitta Helgu vinkonu. Saman fórum við í Kringluna og fengum okkur pizzu sneið og svo ís í eftirrétt. Já þaðvar sko sukkað.En þetta gerum við aldrei svo að eitt skipti skiptir ekki svo miklu máli. Annars er ekkert aðfrétta síðan í gær og ég eit hreinlega ekki afhverju ég er að rita þetta niður. Kannski er þeð bara fyrir ykkur sem hafið ekkert betra að gera heldur en að lesa leiðileg blogg.
En ég er farin að sækja stelpuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2008 | 15:21
Smá breyting
Þetta blogg hefur það fram yfir hitt að það er mikið betra og skemmtilegra að vinna með það. Svo að ég er að hugsa um að skipta bara. Það er bara verst að ég kann ekki að færa allt sem ég var búin að skrifa yfir á þetta svo að ég hef hitt bara opð áfram.
En eins og ég var búin að segja áður þá er ég að fara að gifta mig 19 júlí á þessu ári og er ég bara orðin mjög spennt. En það er neinn stór galli við að gifta sig eða næstum tveir. Það er ógeðslega dýrt sama hvað maður reynir að spara og svo er þetta ekkert smá mikið stress. En ég er alla vega búin að fá kjólinn þannig að ég er laus við það að þurfa að finna hann. hann er ekkert smá flottur og ég get ekki beðið með að sjá framan í Baldur þegar hann sér mig í honum. Ég er búin að fá skargripina við hann en það eina sem ég á eftir að fá með honum eru undirfötin og skórnir. Svo á bara eftir að redda fötum á kallinn og krakkana og ég vona að ég fari út fyrir brúðkaupið þar sm að allt sem að vantar verði verslað.
En ég ætlaði bara að skrifa smá hér í dag þar sem að ég he nóg að gera en eins og ég sagði áðurþá held ég að ég færi mig bara hingað yfir hér eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 20:09
Um allt og ekkert
Ég var að opna þetta blogg aðalega til að fá aðgang inn á bloggið hjá vinkonu minni en ákvað að skrifa hér smá svo að þessi síða sé ekki eins tóm og leiðileg. Ég er með blogg á www.englastelpa.bloggar.is og er búin að skrifa helling þar en það er aldrei að vita nema að ég skipti og færi mig alveg hingað yfir.
Ég á 3 börn sem eru mér allt og einn mann sem að ég er að fara að giftast þann 19 júlí nk. Ég hlakka mikið til en við erum búin að vera saman í rúm 15 ár en það verða komin 16 ár 2 ágúst á þessu ári. Það er engin spurning um að þetta samband sé komið til með að vera.
En ég ætla að láta þessa stuttu og fátæklegu færslu duga þar sem að ég hef voða lítið að segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)