22.5.2008 | 21:19
Áfram Ísland
Loksins komust íslendingar áfram í eurovision. Þau voru reyndar mjög flott á sviðinu og mörg hinna laganna mjög léleg. En ég er nú engin eurovision fan en ég horfi á þetta þegar ísland er með.
Helena er ekki búin að hækka neitt í hitanum í dag frá því við komum heim af spítalanum í dag en þar var hún með 6 kommur þannig að ég ætla að leifa mér að segja að vonandi er þetta að verða búið loksins. Hún datt úr sófanum áðan enda hún og Andri búin að vera með hamagang og svo um 15 mín seinna labbaði hún á kommóðuna og rak höfuðið í ááááiiiii getur ekki hafa verið gott. Hún er komin með litla kúlu á hnakkann og eina hjá gagnauganu. Litli klaufinn minn.
En þegar ég var á leiðinni upp á spítala í dag og var alveg að verða komin að Höfðabakkabrúnni stoppaði öll umferð út af slysi sem átti sér stað þar sem að einhver fór yfir á vitlausan vegahelming og lenti framan á stórum pallbíl. Ég fæ alltaf í magann þegar ég sé svona slys og fæ nánast tár í augun. Ég er eitthvað voðalega viðkvæm þessa dagana sérstaklega og það er eitthvað voðalega stutt í grátinn en ég túlka það þannig að þetta sé bara út af ofþreytu og ég ætla að heimta gott frí eftir þessa viku enda á ég það svo skilið. Helga vinkona er að fara til Spánar í nótt ( öfund ) og mikið væri ég til í að vera fara með henni. En við erum víst að fara til Orlando eftir nokkrar vikur vonandi fyrr heldur en seinna þannig að þar ætla ég sko að fá að hvíla mig en við förum bara með strákana en Helena verður hjá ömmu sinni og afa á meðan. Við verðum líklegast í 10 daga þannig að ég get ekki beðið.
En jæja núna er ég búin að skrifa tvisvar á dag í tvo daga þannig að það er nóg að lesa fyrir ykkur sem nennið að hafa fyrir því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2008 | 17:31
Það er eins gott að segja ekki neitt!
Um leið og ég var búin að skrifa síðustu færslu um hvað ég var ánægð með að Helena væri orðin hitalaus og allt þetta jákvæða þurfti hún að rjúka upp í hita aftur. Við enduðum niðri á Barnaspítala í gærkvöldi þegar hún var komin með 38,8 og ljótari hósta en hún hefur nokkri sinni fengið. Í ljós kom að hún er með tvo ljóta enh ekki stóra bletti á öðru lunganu þannig að eftir 4 klst bið fékk hún sýklalyf í vöðva. Læknirinn reyndi að gefa henni í munninn þrátt fyrir að ég var búin að segja honum að það myndi ekki ganga en hann sá af sér að lokum. Eftir tvöfaldan skammt í sitthvort lærið þurftum við að bíða í 20 mín í viðbót áður en við fengum svo loksins að fara heim. Við vorum komnar heim kl. 2:45 í nótt og þurftum svo að mæta aftur í morgun til að leifa einum lækni til viðbótar að skoða hana. Við þurftum bara að vera á spítalanum í klst í dag en við eigum svo að koma aftur í fyrramálið kl. 10 og hitta hann Ásgeir. Ég ætla bara að biðja hann um að taka aftur blóðprufu af henni og láta fara vel yfir hennar mál. Ég er orðin svo langþreytt á þessu endalausa veikindaveseni og ekki hjálpar það að vera að standa í þessu ein núna af því að Baldur er fastur fyrir austan að hjálpa Gísla. Ég vona bara að hitinn haldist áfram að fara niður hjá henni og að þetta sé að verða búið.
Á laugardaginn er svo hátíð hjá UMFK eða ungmenafélagi Kjalarnes og þá verður hátíð en félagið er 70 ára á laugardaginn. Ef að Helena verður hitalaus á morgun getur verið að ég kíki með strákunum í smá stund en ég vildi samt frekar vera með Baldri á torfærunni um helgina en þar sem að við höfum engan til að passa fyrir okkur verð ég að vera heima eins og alla aðra daga. Vá hvað ég á skilið smá frí núna. En ég er að fara í leikhús á sunnudaginn með stelpunum í saumó þannig að ég ætti að fá smá frí þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2008 | 20:55
Hitalaus :o)
Helena er búin að haldast hitalaus í allan dag og ég get ekki verið ánægðari. Reyndar er hóstinn gelltandi ljótur en við vonum bara að það fari að lagast. Ásgeir hringdi í mig í dag og sagði mér að koma með hana ef að hitinn kemur aftur en hún er skráð hjá þeim núna til öryggis. Hún er búin að vera mjög hresss í dag þrátt fyrir hvað hóstinn tekur á þannig að ég er vongóð um að þetta sé að verða búið. Ég ætla samt að fresta afmælinu um viku svo að hún verði pottþétt góð. Svo er svo mikið um að vera á laugardaginn í sambandi við strákana og fótboltann þannig að þetta er bara gott mál að hætta við.
Ég er með heimilishjálpina í gangi núna, þvílík snilld sem hún er. Þetta er já Irobot og hún tekur öll hundahárin og kuskið sem er endalaust á þessu heimili. Enda er andrúmsloftið búið að lagast 100 falt síðan við fengum hana. Svo er víst að fara að koma skúringavél líka og Baldur er búinn að tala um að kaupa svoleiðis en ég held að ég skúri alltaf best og vill helst bara halda mig við það og svo er það líka mikið ódýrara. En aldrei að segja aldrei ég væri vís með að gefa eftir.Ég er eitthvað svo eftirgefanleg hahaha.
En Baldur er enn í Þorlákshöfn að hjálpa Gísla með bílinn þannig að hann verður eitthvað frameftir eins og í gær. Ég ætla bara að fara að horfa á Antm og Gris´s og láta krakkana fara að sofa enda þurfa strákarnir að vakna snemma á morgun í skólann.
Bless í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2008 | 10:39
Betri fréttir
Það er svo skrítið hvað hitinn í börnum getur breist mikið bara á nokkrum mínútum. Ég mældi hana um 9 leitið í gærkvöldi og þá mældist hitinn 39,7 og svo mældi ég hana aftur um 23:30 og þá var hann kominn niður í 38 Þetta er bara gott en við erum samt búin að ákveða að fresta afmælisveislunni um viku bara svo að hún verðu alveg örugglega orðin hress og í góðum gír til að fá fullt af fólki í heimsókn og þá verð ég líka orðin mun hressari.
En litla krúsin stein sefur ennþá enda erfið nótt að baki og ég ætla bara að leifa henni að sofa í friði. Ég ætlaði með hana upp á spítala í dag en ef að hún er orðin betri þá er ég að hugsa um að sleppa því. Mér finnst algjör óþarfi á að láta pína hana af óþörfu. En ég ætla að hringja í Ásgeir og fá að ræða við hann um þetta og sjá hvað hann vill gera.
En núna heyrist mér litla prinsessan vera að vakna svo að ég læt þetta duga í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2008 | 17:28
Ekki svo góðar fréttir :(
Helena er orðin svo lasin og hitinn virðist bara hækka hjá henni. Í gærdag var hún með 38,7 og í nótt fór hún eitthvað yfir 40 og í dag er hún búin að vera með 39 og þá í allan dag. Hóstinn verður bara meiri og meiri og hún kúgast í hvert skipti sem að hún hóstar. Ég er að spá í að fara með hana upp á spítala í kvöld ef að hún skánar ekki. Mér finnst alltaf jafn erfitt að horfa á hana svona lasna, hún verður svo brothætt og viðkvæm. Svo er hún eins og ég þegar ég fæ hita mjög viðkvæm í húðinni og hún er þannig núna að hún tollir ekki í neinu ekki einu sinni bleyjunni. Hún er samt í náttfötum og með bleyjuna á sér núna en hún sefur núna sem er gott. Svo er það versta við þetta allt saman að hún vill ekkert borða ekki einu sinni kókópops eða nammi. Ég er búin að reyna að koma ofan í hana ávöxtum, hafragraut, brauði, kexi, rúsínum og brauði en hún vill bara ekki neitt. Ég er samt búin að koma í hana 1 glasi að vatni sem er frábært og mikið betra heldur en mjólkin.
Ef að hún verður enn svona á föstudaginn held ég ekki upp á afmælið hennar á laugardaginn. Þá verðum við bara að bíða með þetta þar til helgina á eftir. Ég gat skroppið í Bónus áðan en hann Alexander var heima hjá Helenu á meðan og keypti ég smá auka gjöf sem er þá frá strákunum. Þetta er Dóru dúkka sem er með bakpoka og myndavél voða sætt og eitthvað fyrir hana þar sem að hún er Dóri fan nember one Sú á eftir að verða glöð á laugardaginn þegar hún vaknar.
En mér heyrist sú stutta vera að vakna svo að ég læt þetta duga í dag. Vonandi kem ég með betri fréttir af henni næst þegar ég skrifa hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2008 | 09:01
Komin með háan hita
Helena rauk upp í tæplega 40 stiga hita í gær og ældi alveg rosalega. Hún er enn með háan hita en ég veit samt ekki hvað hann er af því að hún sefur ennþá sem er gott af því að svefninn er besta meðalið. Ég vona bara að hún verði orðin góð á laugardaginn svo að við getum haldið upp á afmælið hennar. Hún fékk afmælisgjöfina frá ömmu sinni og afa í gær ( sæng, kodda og sængurver ) og var það þvegið og sett á um leið og hún kom heim. En það var ekkert koddaver svo að ég verð að hringja í dag í Rúmfatalagerinn og láta vita og fá nýtt koddaver.
Ég er orðin mikið betri og ógleðin er búin að minka helling ég bara vona að hún sé alveg farin. Ég er alla vega búin að fá mér hafragraut í morgunmat ( var ekki vön að getað borðað morgunmat ) og ég held honum alveg niðri.
Ég ætla að reyna að vera dugleg að taka til og þrífa í dag og helst á meðan Helena sefur af því að ég veit að hún vill bara láta mig vera með sig í allan dag og þá geri ég ekki neitt.
Ég talaði við Rebekku í gær sem ætlar að hjálpa mér að skreyta salinn og erum við búnar að ákveða hvernig blóm við ætlum að skreyta með og hvaða blóm Baldur, strákarnir og svaramennirnir eiga að vera með. Það er bara allt að smella saman sem er bara gaman. Þetta verður alveg fullkomið brúðkaup í alla staði þó svo að mér finnist bara nóg að hafa hann Baldur minn og krakkana hjá mér þá verður þetta alveg yndislegt. Svo verðum við í sumarbústað á brúðkaupsnóttina sem verður búið að útbúa voða rómó fyrir okkur. En í dag eru bara 2 mánuðir í stóra daginn úúúú spennandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2008 | 10:48
Litla snúllan
Síminn vakti mig kl. 10 í morgun og á hinum endanum var mamma. Helena er farin að gubba og grætur bara af því að henni líður svo illa greyinu. Þau ætla að rúlla með hana heim um leið og henni er farið að líða betur. Ég er sjálf búin að vera að drepast úr ógleði síðan í gær og ég gubbaði einu sinni en mjög lítið. Ég vona að þetta sé ekki einhver ælupesta sem á eftir að leggjast á alla á heimilinu.
Þrátt fyrir ógleðina þá fórum við í heimsókn í gærkvöldi en bara í smá stund og var það bara fínt. Mér leið ekkert voðalega vel svo að við drifum okkur bara heim og ég fór að sofa. Við ætluðum að fara að hjóla í dag en ætli Baldur fari ekki bara með Alexander af því að hann er að fara að keppa svo að hann þarf að æfa sig helling og vera duglegur. Það er nefnilega svo stutt í fyrstu keppnina en hún er núna 7 júní. Hann á ekkert eftir að lenda í efstu sætum en hann er líka bara að keppa í fyrsta skipti og þá ætla ég að standa á hliðalínunni og hrópa ÁFRAM ALEXANDER. Ég er að spá í hvort að ég geti ekki reddað mér svona dúskum eins og klappstýrurnar eru með hehehe og kannski fá mér stutt pils líka ætli hann verði ekki sáttur við að sjá mömmu sína þannig Hehehehe nei ég ætla nú ekki að fara að skemma krakkann alveg með niðurlægingu það má ég ekki gera. En ég ætla að stiðja hann og hrópa það er alveg á hreinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2008 | 12:09
Úfff þreytt
Helena er orðin svo kvefuð eina ferðina enn með ljótan hósta með tilheyrandi klígju og leiðindum. Við tókum hana upp í rúm um kl. 3:30 í nótt af því að við vorum eitthvað svo viss um að hún ætti eftir að gubba en svo var sem betur fer ekki. En hún var oft að vakna út af því að henni var kalt eða þyrst. Ég vona bara að hún verði orðin góð á laugardaginn næsta en þá á hún afmæli og ég ætlaði að vera með smá veislu fyrir hana.
Mamma og pabbi ætla að koma í dag að sækja hana til að hvíla mig og ætla þau að vera með hana í nótt. Strákarnir fóru ð keppa í fótbolta á Flúðum og koma ekki heim fyrr en á milli 3 og 4 í dag þannig að ég ætla að reyna að vera dugleg að taka til og hvíla mig í dag. Ég finn það alveg að ég er ekki orðin alveg 100% ennþá og ég verð voða þreytt eftir smá áreynslu. Mér finnst bara verst að ég megi ekki æfa lengur alla vega í 2-3 mánuði þannig að ég verð bara að vera dugleg að fara út að labba í staðin og taka mataræðið alveg í gegn. Maður getur ekki alltaf fengið það sem manni langar í.
En núna ætla ég að fara að taka Helenu úr baði og halda svo áfram að reyna að taka aðeins til áður en amma hennar og afi koma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 13:46
Loksins búin í meðferðinni
Ég slapp ekki svo vel við að fara á sterana en ég var látin taka 3 daga í sterameðferð sem að lauk núna áðan. Ég er öll fallega marin eftir allar stungurnar en nálin sem var látin á mig á þriðjudaginn datt úr í gær þannig að þau þurftu að leita að annarri æð sem er ekki svo auðvelt á mér en eftir 3 stungur tókst það loksins og náði ég að halda nálinni í mér í tvo daga sem betur fer. En læknirinn uppi á taugadeild vill endilega að ég fari á nýtt lyf sem að ég er alveg til í að prófa en það þýðir að ég fæ sprautu daglega sem að ég verð bara að sætta mig við. En fyrst verð ég að reyna að ná í rassgatið á lækninum mínum sem er ekki það auðveldasta en það mun takast á endanum ( vonandi ).
En í dag eru bara 9 dagar í 3 ára afmælið hennar Helenu og mikið hlakka ég til að gefa henni afmælisgjöfina sem að ég keypti handa henni. Tíminn er svo fljótu að líða að hann hreinlega hleypur frá manni. Mér finnst eins og það hafi bara verið í gær sem að ég var að rembast við að koma henni í heiminn. Núna þegar ég spyr hana hvað hún er gömul segir hún alltaf trigga ara ( þriggja ára ) en þá segi ég henni alltaf að hún sé ekki orðin það alveg strax en bráðum. Æji hún er svo mikið krútt. Ég held samt að Andri hlakki meira tiol en henni af því að hann er alltaf að tala um að hann ætli að hjálpa henni að opna pakkana en hann gerir sér ekki alveg grein fyrir því að Helena ætlar að gera það alveg sjálf eins og henni er lagið og hún mun örugglega ekki leifa honum að hjálpa sér hahaha.
Ég fór í Garðheima í dag og pantaði brúðarvöndinn og bað hún mig um að koma fljótlega að panta blómin í skreytingarnar líka svo að við náum að fá blómin fyrir brúðkaupið af því að það þarf að panta eitthvað smá að utan. Rosalega er maður eitthvað dýr í rekstri. En á meðan ég var úi Garðheimum keypti ég útsæði og áburð undir það og ég ætla að fara á eftir eða á morgun að láta niður kartöflur. Baldur er búinn að vera svo duglegur hér heima í garðinum að mér finnst alveg vera kominn smá tími á að ég fari að reyna að gera eitthvað smá líka en ég verð samt að passa mig ennþá að verða mér ekki að voða en ég er öll að koma til svo að ef að ég geri þetta ekki núna þá geri ég þetta um helgina. Annars eru strákarnir búnir að vera að suða og suða í okkur að fara með þá að hjóla en þeir eiga að keppa um helgina í fótbolta á Flúðum svo að ég er ekki viss um hvernig helgin munu fara fram hjá okkur. Annað hvort fer Baldur einn með þá eða við öll eða að þeir verði ekki með. Við ætlum að láta þá alveg ráða þessu.
En þá ætla ég að láta þessa stuttu ritgerð nægja í bili og ég reyni að koma með fleiri og vonandi skemmtilegri fréttir næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2008 | 20:43
Smá fréttir
Í gær fórum við upp á spítala þar sem að ég var skoðuð bak og fyrir en þegar við vorum búin að leggja bílnum eiginlega alveg við innganginn á slysó þar sem að ég átti að hitta lækninn tók það mig um 10 mín bara að labba inn ég var svo hægfara svona skjálfandi. En ég kom inn fyrir andrið en þá kom hjúkrunarkonan með stól handa mér og mér var rúllað restina af leiðinni. Ég verð að fara að taka mig á í sambandi við þessa þrjósku mína. En eins og ég sagði á var ég skoðuð vel og í ljós kom að ég er með mikla sýkingu sem að verður að laga áður en ég fer á stera. Ég er sem sagt komin á sýklalyf og svo á ég að mæta aftur á þriðjudaginn og ef að ég verð ekkert búin að skána fer ég á stera. Mér finnst ég samt aðeins vera farin að lagast þannig að ég er nokkuð vongóð um að eg þurfi ekkert að fara á þá ég ætla alla vega að vona það.
Helena og Andri komu heim í dag eftir að hafa gist hjá ömmu þeirra og afa í góðu yfirlæti. Pabbi minn og afi þeirra átti afmæli í gær og á leiðinni heim af spítalanum komum ið við í kaffi en stoppuðum bara í 30 mín. og drifum okkur svo heim. Viðsofnuðum það snemma að ég var vöknuð kl. 7 í morgun og Baldur kl. 8 og við sem ætluðum okkur aldeilis að sofa út. Ætli ég fari ekki bara að sofa aftur snemma í kvöld.
En þetta átti bara að vera smá update svo að ég ætla að hætta hér og ég reyni að koma með betri fréttir á morgun eða hinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)