Bara 3 vikur og 5 dagar í brúðkapið !

Það styttist í þetta ogg má segja að ég er farin að kvíða deginum mjög MJÖG mikið. Ég veit að ég hef engu að kvíða en það sem að ég er að kvíða fyrir er að labba inn kirkjugólfið og allir hafa augun á mér. Þetta er það sem að ég er búin að bíða eftir síðan ég var smá stelpa og loksins er dagurinn að renna upp. Við erum búin að öllu nema að kaupa fötin á strákana en það er ekkert sem að ég þarf að gera í dag. Brúðarmeyjarkjóllin hangir inni í skáp og skórnir eru komnir og sokkabuxurnar ( á Helenu ) þannig að það er nánast allt reddy. Við erum búin að fá matseðilinn hann lítur rosalega vel út og það ætla nánast allir að koma sem við bjóðum.

Andri er byrjaður á leikjanámskeiði þessa viku og ég mun sækja hann kl. 4 en hann er búinn að vera síðan kl. 9 í morgun. Vonandi er búið að vera gaman hjá honum. Alexander er búinn að vera á smíðavellinum síðan í síðustu viku og er að hafa mjög gaman af því enda hefur hann líka mjög got af því að gera eitthvað annað en að hanga inni í tölvunni. Helena er búin að vera nokkuð hress en hún er að byrja með ljótann hósta aftur svo að ég vona að hún fái nú ekki hita aftur og þurfi inn á spíalann aftur. Við verðum bara að halda í vonina,

En ég ætla að fara að drífa mig að sækja hana á leikskólann svo að ég kveð ykkur í bili.


Blekkingin tókst!

Jæja stelpunum tókst að blekkja mig á þessu. Ég var allavega ekki vakin í gærmorgun og ekki heldur í morgun svo að þetta mun þá bara koma mér á óvart. Ég er samt pínu vonsvikin en samt léttir af því að ég er komin með einhverja flensu drullu og er frekar slöpp. Ég fór samt í smá afmælispartý í gærkvöldi og var vara mjög gaman. Baldur var eitthvað þreyttur og var bara heima og fór snemma að sofa. Hann hefur ekkert smá gott af því að fá góðan svefn enda vinnur hann allt of mikið.

Alexander er bara orðinn nokkuð góður í hendinni og fór að hjóla með Baldri og Andra og svo eru Aron og Grímur líka að hjóla með þeim. Næsta keppni er 28 júní og ætlar Alexander að fá að taka þátt í henni. Það verður líklegast síðasta keppnin hans á þessu ári þar sem að við verðum úti þegar næsta keppni á eftir verður og svo verður hin þegar bróðir minn er að gifta sig og ekki  megum við sleppa því að mæta í það.

Bróðir minn varð 35 ára í gær til hamingju með það elsku Hendrik minnKissing. Ég hringdi auðvitað í hann í gær og óskaði honum til hamingju. Við hittum hann líklegast um næstu helgi og á er aldrei að vita nema að maður gefi honum kannski  einn pakka en bara ef að hann er góðurWink

En þar sem að ég er ekki beint í góðu standi til að sitja fyrir framan töluna út af höfuðverknum sem að ég er með út frá flensunni þá ætla ég að stoppa hér.


Þreytt

Ég endaði uppi á slysó í gærkvöldi með hann Alexander en hann datt á hjólinu sínu og lenti með hindina undir stýrinu eða flæktist eitthvað í það með þeim afleiðingum að hann er illa tognaður. Í fyrstu héldum við að hann væri brotinn af því að hann bólgnaði svo rosalega mikið og hratt en sem betur fer slapp hann við það.  Það er eins gott að það sé ekki keppni framundan fyrr en eftir 2 eða 3 vikur af því að hann þarf að vera í umbúðum í viku og hvíla höndina í 2 vikur. Hann er auðvitað mjög svekktur og reiður að þetta skuli hafa gerst en hann vonandi lærir af þessu og fer varlega næst.

Við vorum ekki komin heim fyrr en kl. 2 í nótt þannig að hann sofnaði nánast strax en ég var eitthvað svo upp tjúnnuð að ég ætlaði aldrei að sofna en náði að gera það loksins .þegar kl. var orðin eða nálagt 4 í nótt. Svo þurfti ég að vakna með Helenu til að fara með hana á leikskólann kl. 8 í morgun en við svindluðum og hún kom ekki fyrr en kl. 9. 

Ég verð svo að fara í dag og skipta kjólnum sem að ég var að kaupa á Helenu af því að hann er gallaður og ég ætla svo að fara að kaupa jakkafötin á strákana og ætla því að taka þá með í bæinn. Svo þarf ég að versla og gera helling í dag. Afhvelju þarf maður alltaf að hafa svona mikið að gera þegar maður er svona þreytturSleeping

Ég heyrði svolítið alveg óvart í fyrradagJoyful Það er að það á að gæsa mig um helginaJoyful Ég vona að það sé rétt en ég er samt drullu kvíðin um að þær geri eitthvað kvikindislegt við mig og ekki vil ég það þar sem að ég er mjög feimin týpaErrm En þetta verður örugglega mjög gaman og ég á örugglega eftir að skemmta mér frábærlega með stelpunumJoyful

 


Nóg að gera í dag en bensínið er svo dýrt!

Ég hef nóg að gera í dag. Ég þar að fara með Andra í bæinn og finna föt á strákana fyrir brúðkaupið og sömuleiðis finna kjól á Helenu. Svo þarf ég að kaupa plast á rúmið hennar svo að dýnan blotni ekki ef að slys myndi koma á nóttunni. En gallinn við að þurfa að fara í bæinn er að bensínið er orðið fokdýrtAngry Þetta er ekki eðlilegt hvað verið er að hækka bensínið endalaust. Eru þessir Devil olíubarónar ekki alveg nógu ríkir og á ríkið ekki alveg nóg af peningum? Þarf ríkið t.d. að taka svona mikinn pening til sín af hverjum bensín lítra. Æji núna fer ég að bölva því í sand og ösku að hafa flutt svona langt frá bænum. En ég verð bara að læra að keyra á löglegum hraða núna og ekki er það slæmt hehehe.

En er Ísland ekki bara farið á hausinn? Krónan er orðin svo lág að ég er svona 150% viss um að evran verði komin hingað innan 5 ára. Ég er ekki sú gáfaðasta þegar talað er um fjármál og vísitölu þetta og vísitölu hitt en þegar ég var að horfa á fréttirnar um daginn á stöð 2 þá var talað um að vísitalan væri komin niður fyrir 2 eða 3 %Woundering Eitthvað segir mér að það sé ekki gott. Svo er dollarinn komin upp í 78 krónur úfff eins gott að við séum búin að kaupa eitthvað af honumJoyful 

Ég ætlaði nú ekki að hafa þessa færslu leiðinlega en hún er orðin það Blush Þetta bara pirrar mig óendanlega að geta ekki lengur skroppið í bæinn án þess að fara hreinlega á hausinn. En kannski verður maður bara að byrja á því að gera eitthvað heima hjá sér í stað þess að fara alltaf í bæinn að vesenast.

Alexander er byrjaður á smíðavelli og verður þar næstu 2 1/2 vikuna og Andri byrjar á leikjanámskeiði eftir helgi.Mér finnst hálf asnalegt að hann megi ekki smíða líka en svona er þetta bara og ég fæ engu ráðið um það frekar en vanalega. Hmmm kannski að ég ætti að baka t.d. eitt stk brauð í dag, það er hugmyndWoundering En eitt er víst og það er að ég ætli að hætta þessu tuði og fara að koma mér af stað með að gera eitthvað.

Sjáumst eða heyrumst eða lesumstWink


Kominn tími á smá blogg

Ég er enn lifandi þrátt fyrir blogg leti. Eftir keppnina á laugardaginn er ég búin að bera mjög þreytt eitthvað og ekki nenti að blogga enda ekki um mikið að tala. Helena er enn bleyjulaus og gengur bara mjög vel. Hún blotnar ekkert yfir daginn en hún sefur með bleyju af því að þó svo að hún gerir aldrei neitt á nóttunni heldur þá vil ég samt vera búin að redda mér plasti á rúmið ef að myndi koma slys. En Baldur er núna að hjóla með Alexander enda er hann að æfa hann fyrir næstu keppni. Við vorum að hugsa um að leifa honum að taka þátt í enduru á Akureyri næstu helgi en þar en að bensínið er orðið svo ógeðslega dýrt verðumvið að hætta við þetta alla vega þessa helgiAngry

En ég læt þetta vera extra stutt í dag af því að ðég ætla að koma henni í rúmið snemma.


Keppnin búin og allir voða happy

Alexander stóð sig rosalega vel og endaði keppnina með því að lenda í 10unda sæti af 14. Af byrjanda þá er það bara rosalega gott. Tímatakan gekk ekki nógu vel og vildi hann bara fara heim enda með lakasta tímann en svo fengum við hann til að hala áfram og gekk það svona rosalega vel. Strákarnir sem að hann var aðp keppa við voru mjög góðir og flestir búnir að vera að keppa í nokkur ár þannig að það er skiljanlegt að hann hafi verið svolítið svartsýnn.  Ég reyndar tók 3 myndir af honum eftir keppnina þá skítugum ennþá á hjólinu áður en það var látið upp á pall.

IMG_0755IMG_0758IMG_0759IMG_0760

 En ég ætla að fara að lúlla núna enda alveg búin á því eftir lannnnnnngan dagGaspSleeping


Sólbrekka á morgun

Stressið hjá Alexander er orðið rosalega mikið. Hann er að fara að keppa í fyrsta skipti og er mjög stressaður skiljanlega. En ég hef alveg trú á því að hann á eftir að standa sig vel. Ég er búin að vera að reyna að fá fólk til að koma og hvetja hann en veðrið á morgun er ekki upp á marga fiska svo að ég stór efa að það séu margir sem nenna að koma. Það sendir þá bara hvatninga strauma í staðinWink

En í dag er 4 dagurinn sem að Helena er bleyjulaus og gengur bara mjög vel. Hún er reyndar með bleyjuna á nóttunni enda drekkur hún ansi mikið þá því miður en í dag bleytti hún buxurnar 5 sinnum sem er nokkuð mikið en þetta er samt allt að koma hjá henni. Hún vill ekki bleyjuna lengur sem bendir til þess að hún sé alveg tilbúin að hætta enda kominn tími til. Hún er núna hjá ömmu sinni og afa vegna þess að það gengur aldrei að vera með hana á keppninni á morgun enda er hún allan daginn. Við þurfum að vakna kl. 7 og leggja af stað í síðasta lagi kl. 7:45. Tímatakan byrjar kl. 9:45 og keppnin sjálf er kl. 12:45. Þetta er svo allt búið kl. 17:30. Ég veit að við verðum alveg dauðuppgefin á morgun þegar við komum heim enda ætlum við líka bara að slappa vel af á sunnudaginn.

Ég var bara heima í dag og náði að hvíla mig ágætlega enda mjög þreytt en ég varð samt að skreppa inn í Mosó til að kaupa nærbuxur á hana Helenu af því að nú þarf hún að hafa nóg til skiptana á leikskólanum og heima líka. Ég keypti prinsessu nærbuxur þannig að hún tímir ekki að bleyta þærWink hahaha hún er svo mikið krútt.

Andri vildi líka gista hjá ömmu sinni og afa en svo þegar við vorum á leiðinni þangað hætti hann við og vildi koma með á keppnina á morgun. Ég gat ekki neitað honum um það en ég skírði það fyrir honum að hann mætti þá ekkert vera að væla, betla eða vera með frekju. Hann verður að klæða sig vel og hlíða okkur í einu og öllu. Hann sagðist ætla að gera það og ég vona að hann standi við það.

En jæja ég er að spá í að fara að sofa svo að ég verði hress á morgun.


Núna verð ég að taka mig á ;o(

Ég fór í morgun að láta stytta kjólinn og í ljós kom að ég eer búin að bæta heldur betur á mig. Það þarf að víkka hann um 12 smBlush Núna ætlum við Helga vinkona að fara út að labba daglega og taka okkur á, hún að styrkja sig og ég að grenna mig. Reyndar getur verið að sterarnir séu að valda því að ég hafi blásið út og svo auðvitað er það namminu að kenna líka og gosinu. Ég er því hætt öllu gosi, nammi of allri óhollustu og farin að hreifa á mér rassgatið og hananú.

Ég var næstum farin að gráta þegar hún sagði allt í einu " nei nei hvað hefur gerst eiginlega " ég leit á hana og sagði við hana frá sterunum og þá sagði hún í sínum leiðinlega tón " ég þarf að víkka hann um 12 sm. og ég efast um að það sé hægt ". Er ekki hægt að segja þetta með betri tón og mildari? Helga vinkona varð ekkert smá hneyksluð. Hún sagði mér þá frá því að systir hennar hefði hætt við að láta laga kjólinn sinn þarna og farið með hann eitthvað annað bara út af því hvernig kerlingin kemur fram við kúnna sína sem eru ekki tágrannirDevil Ég vorkenni svona fólki, það á bara virkilega bágt og undir niðri er það óöruggt og einmanna. ( Ég kannski horfi aðeins of mikið á Opruh ).

En vá rigningin sem er úti núna OMG hvað ég varð blaut á því að hlaupa úr úr bílnum mínum og inn í húsið mitt. Ég ætla alla vega ekki að hlusta á lagið " Mér finnst rigningin góð " núna. En þetta er gott fyrir gróðurinn er það ekki! En þetta er ekki gott fyrir mig, ég vil fá sólina til að skína á mig og ilja mér. En við getum sko ekki alltaf fengið það sem að við viljum og ekki heldur litið út eins og við viljum því miður. En ég ætla að fara að drífa mig í þurr föt áður en við eigum að mæta upp í skóla.


Ég er í svo góðu skapi ;o)

Ég fann korselettu í gær í búð sem er í Glæsibæ og hún kostaði ekki nema 4990 kr. með buxum. Ég er sem sagt búin að fá ódýra skó og korselettu fyrir innan við 10.000 kr. Ég er sem sagt mjög ódýr í rekstri og sannar þetta það finnst mérWink 

Ég ætla að fara með kjólinn á eftir í styttingu og *hóst*víkkun *hóst* og ætlar hún Helga mín að hitta mig þar og vera með mér. Hún er svo spennt að sjá kjólinn enda er hann líka geggjaður hann er svo flotturSmile 

Svo kl. 15:00 í dag erum við strákarnir að fara að sækja einkunnirnar. Það er eins gott að þeir hafa staðið sig vel enda vita þeir það að ef að þær eru ekki góðar þá verður ekkert hjólað í sumar. Ég er samt næstum viss um að Alexander hafi staðið sig mjög vel nema kannski í íslenskunni en þetta á allt eftir að koma í ljós á eftir.

En ég ætla að drífa mig í sturtu áður en ég fer úi bæinn svo að ég læt þetta gott heita í bili.


AAAAAAAAAAAAA

Heyrðuð öskrin í mér? Ég fór með sjálfa mig til læknis í dag og fékk að vita það að ég er með svona mikið ofnæmi fyrir einhverju sem að ég hef ekki hugmynd um hvað er þannig að núna er ég komin á ofnæmislyf og einhver sýklalyf líka til að vera pottþétt um að þetta lagistWoundering En þegar ég er á leiðinni út úr húsi í morgun hringir kennarinn hans Andra og biður mig um að koma undir eins að sækja hann af því að hann er allur út í einhverjum skellum út um allan líkamann þannig að ég lét auðvitað kíkja á hann í leiðinni. Útkoman var sú að hann er með eitthvað sem er kallað fimmta veikinShocking Ég held að læknavísindin séu uppiskoppa á nöfnum núna. En þetta er eitthvað sem lýsir sér þannig að börn sem og fullorðnir geta fengið þetta og þá er þetta kvef eða hálsbólga fyrst og eða bara hiti og útbrotin koma síðast og læknirinn sagði að þá væru þau hætt að smitaErrm Ég ætla samt að passa upp á að Helena geti ekki fengið þetta. Ég vil ekki komast að því hvernig hún verður ef að hún smitast.

Alexander er að klára námskeiðið í dag og er hann búinn að standa sig alveg frábærlega vel. Kennarinn hans er búinn að hrósa honum alveg helling. Þeir eru ekki búnir að vera nema 3 á námskeiðinu sem er mjög gott af því að þá taka þeir líka besta eftir. Baldur varð að kaupa nýjar krossara buxur á hann í gær af því að hann datt þrisvar sinnum í brautinni og reif þær alltaf eitthvað smá í hvert skipti þannig að það endaði með því að þær rifnuðu það mikið að ekki var séns að laga þær aftur. Svo náði hann að kengbelgja stýrið þannig að hann varð að fá nýtt stýri líka og ný gleraugu þannig að hann er vel búinn fyrir keppnina. Svo er bara að standa sig í henniWink

Helena er bleyjulaus eins og er og vonandi fattar hún að láta mig vita þegar hún þarf að pissa eða kúka. Ohhhh vonandi er þetta að koma hjá henni loksins ég alla vega x fingur og vona það besta. Bleyjur í dag eru svo fok dýrar að maður tímir varla að kaupa þær lengur hvað þá allt annað sem er búið að hækka upp úr öllu valdi.

Ég er loksins búin að kaupa mér skó við brúðarkjólinn og mikið er ég ánægð með þá. Ég ætlaði að kaupa mér korselettu líka en það var ekki til í minni stærðFrown Ég verð að fara þá eitthvað annað að finna mér svoleiðis en ég veit ekki um neina svona búð nema þessa sem er í Kringlunni. Ef að þið vitið um einhverja svona búð endilega segið mér hvert er best að fara og hvar búðin er þá.

En ég ætla að hætta núna og fara að sinna litlu drottningunni á heimilinu sem er að biðja um þjónustu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband