7 dagar til stefnu

Vá hvað tíminn er rosalega fljótur að líða. Það eru bara 7 dagar þangað til við munum ganga í það heilaga. Ég er orðin mjög spennt og einnig mjög kvíðin. Ég er mest stressuð fyrir að ganga inn kirkjugólfið og hafa öll augun á mér. Ég er ekki vön mikilli athygli þannig að þetta verða viðbrigði fyrir mig en örugglega mjög gaman. Kjóllinn er rosalega flottur á mér og ég er búin að vera dugleg að ganga skóna til þannig að ég verð ekki alveg ónýt Ég heyrði í henni Siggu góðu og elskulegu og verður bústaðurinn gerður tilbúinn fyrir okkur og ætlar hann Ómar að keyra okkur þannig að þetta verður alveg geggjað. Við ætlum að taka með okkur golfsettið og fara í golf daginn eftir sem verður örugglega mjög gaman.

Baldur er búinn að vera að hjóla með strákana í allt kvöld þannig að ég er búin að vera alein með Helenu sem er löngu sofnuð og ég er búin að vera dottandi í allt kvöld. Ég næ vonandi góðri hvíld um helgina enda hef ég rosalega gott af því svo að ég haldi sönsum þegar að stóra deginum kemur.


11 dagar í brúðkaupið

Eftir 12 daga verð ég gift kona. En eftir 11 daga mun ég ganga í það heilaga með unnusta mínum til 16 ára. Ég sæki kjólinn minn á fimmtudaginn og þá er allt tilbúið hjá mér. Baldur á eftir að kaupa sér skyrtu og skó og þá er hann reddí. Við sendum Jónsa lista yfir þau lög sem að við viljum að hann spili í kirkjunni áðan og er hann strax búinn að svara því að hann sé tilbúinn að gera þetta fyrir okkur. Svo á morgun fer ég og sæki hjúskaparvottorðið sem að við eigum að koma með í kirkjuna og þá erum við næstum tilbúin með allt. Ég fer svo í neglur á fimmtudaginn í næstu viku og á morgun fara allir strákarnir í klippingu. Það er hellingur að gera fram að brúðkaupinu þannig að ég veit ekki hversu mikinn tíma ég mun hafa til að blogga á næstunni þannig að þið verðið bara að fyrirgefa það.

Við skruppum í Skorradalinn góða um helgina og vorum í eina nótt í sumarbústað hjá Brynjari og Öldu í geggjuðu veðri. Ég er orðin vel brunnin á bakinu og öxlunum eftir helgina þannig að það er eins gott að ég fari nú ekki að flagna þegar að brúðkaupinu kemur. Ég bara vona það besta enda þýðir ekkert annað en að vera jákvæð. Ég elska Skorradalinn og ég væri svo til í að eiga einn bústað þar en við verðum að bíða með það þangað til við eignumst einhvern pening.

Helena fékk smá sólsting þegar við fórum í bústaðinn og ældi þegar við komum heim og sofnaði fljótlega eftir það en það er búið og er hún bara nokkuð hress í dag. Hún er búin að vera mikið úti og ég líka enda ekki annað hægt í svona góðu veðri eins og er búið að vera undanfarið. Það er bara versta að það á að fara að byrja að kólna núna á fimmtudaginn.  En ég vona að við fáum gott veður þann 19 júlí og að dagurinn verðu alveg magnaður. Ég er allavega farin að hlakka rosalega til enda veit ég að hann mun heppnast alveg frábærlega.

En ég ætla núna að fara að svæfa litlu drottninguna mína svo að hún vakni snemma á morgun til að fara í leikskólann. Hafið það sem allra best þangað til ég skrifa næst.


Bloggleti í gangi

Ég hef svo sem ekki mikið um að tala núna sem er kannski skýringin á þessari bloggleti sem að er að hrjá mig þessa dagana. Það styttist óðum í stóra daginn hjá okkur og er komin mikil spenna sem og kvíði. Við erum búin að vera að vinna í gestalistanum þ.e. fara yfir hann og merkja við þá sem koma og þá sem ekki koma. Svo erum við búin að versla hringana og núna erum við að vinna í því að versla áfengið. Við erum búin að tala við kokkinn um hvaða matseðil við viljum fá og við erum búin að fá brúðartertustand fyrir tertuna. Það var heljar mikið mál að fá stand en ég hafði alltaf trú á að það myndi reddast, hún Gunna nágrannakonan mín reddaði mér honum og hann er ekkert smá flottur. Hann er fyrir 6 tertur sem er frábært og svo ætlum við bara að hafa tertur inni  í eldhúsi ef að eitthvað klárast til að bæta á.

Helena er að verða lasin aftur. Hún er komin með ljótan hósta og á það til að kúgast það mikið að hún ælir. Hún er reyndar ekki komin með hita og vonandi fær hún hann ekki en hún kann svo sannarlega að velja sér tímann til að verða lasin. En vonandi versnar hún ekkert meira og að hún verði fljót að vinna á þessu. Ekki má hún vera lasin á brúðkaupsdaginn.

Við fengum loksins búrskápinn minn upp í gær og þvílíkur munur. Núna er eldhúsið reyndar aðeins minna en samt ekki af því að núna er mikið meira skápapláss og núna þarf ég ekki að geima allt inni í þvottahúsi lengur. Ég er mjög ánægð með skápinn.

Baldur er með strákunum að hjóla núna og ég er að vona að þeir fari nú að koma heim fljótlega. Við ætluðum að finna tónlystina fyrir brúðkaupið í kvöld og ég er orðin mjög þreytt og vil helst fara að sofa fljótlega. En ég ætla að fara að leggjast fyrir framan imbann og lát fara vel um mig þangað til þeir koma.


Gæsunin búin ;oD

Þær komu mér heldur betur á óvart vinkonur mínar og minn maður. Já á föstudaginn hringdi Hulda vinkona og bað mig um að kíkja í kaffi til sín sem ég geri. Við sátum úti til kl. 12 en þá sagði ég við hana að ég þyrfti að rífa mig heim að taka til af því að smiðurinn væri að koma um 2 leitið að klára eldhúsið. Ég trúði því auðvitað voða saklaus og tók til og fór svo að krydda kjötið sem að ég ætlaði að grilla umkvöldi. En þegar ég er komin á fullt með að krydda kjötið og orðin voða sóðaleg og " fín " er bankað og ég byrja að bölva því að það sé enginn heima til að fara til dyra fyrir mig. Ég fer til dyra og hvað haldið þið að taki á móti mér, myndavélar og vídeó camera. Mer brá svo að ég loka aftur n og fer inn en átta mig svo aftur og fer og opna aftur hahaha. Stelpurnar koma inn með fulla poka af búningum sem að ég er látin klæðast og svo vara bara myndataka í garðinum voða gaman. Ég fékk auðvitð kampavín til að míkja mig aðeins upp og svo er ég klædd í það sem að ég var látin vera í því sem eftir var dagsins. Ég er síðan sótt á mótorhjóli ( geðveikt ). Ég er keyrð á mótorhjólinu niður í Glæsibæ en þar bíður mín vespa sem að ég átti að keyra sjálf en tókst ekki betur en svo að ég var næstum dottin þannig að þær ákváðu að Rebekka sem á vespuna keyrði og ég sat aftan á. Auðvitað þurfti hún að taka smá auka hring um Laugar þar sem að fullt af fólki var og sá hvað ég var klædd fáránlega  og á hjólinu stóð svo stórum stöfum Gæs og héngu fullt af áldósum aftan á hjólinu. Þetta var voða gaman. Ferðin lá svo á Grand hótel þar sem að ég fékk æðislegt nudd og svo fórum við í pottinn þar sem að nuddið hélt áfram. Eftir dekrið fórum við í sturtu og svo var ég máluð enn flottari en fyrst og fékk flott týgó sem að var farið úr mér út af hjálminum. Efti þetta lá leiðin niður í Skeifu þar em að ég átti að syngja fyrir pylsu en ég var ekki svöng svo að ég slapp við það. Ég var mjög erfið gæs hahaha. En ég slapp ekki betur en það að ég var látin fá fullan bauk af krónum sem að ég átti að nota til að kaupa eina flösku af einhverjum gosbjór. Ég var þá sniðug og lét bara afgreiðslu manninn telja krónunar fyrir mig hahaha. Eftir þetta drakk ég minn Smirnoff ice og svo var ég látin labba um skeifuna með fulla tösku af kossum og með skilti sem á stóð eitthvað um að menn fengu einn koss. Eg var aftur voða sniðug og fór í röðina á KFC og labbaði á milli bíla og gaf alla kossana. En svo var ég látin labba niður í Faxafen og upp ar sem að söngskóli Siggu og Maríu er og létu stelpurnar mig opna en auðitað var læst en ég sá svo búðina Tantra og þangað létu þær mg fara með 6000 kr. og ég mátti kaupa mér hvað sem er fyrir þessa upphæð. Við skulum bara segja það að ég er loksins búin að fá það sem að mig vantaðiWink.

Eftir þessa verslunarferð átti ég að taka strætó heim til Hörpu en strætóinn keyrði bara fram hjá mér mikill dóniAngry. Það var önnur stelpa að bíð eftir sama vagni en hún varð að labba heim. Ég slapp þá við strætóinn og keyrðum við bara heim til hennar með smá stoppi á bensínstöð og ég hljóp inn á Pizza hött til að pissa og þar var ég spurð af tveimur litlum stelpur hvort að ég væri leikari hahaha ég sagði auðvitað bara já. Við stoppuðum svo á Shell og þar var ég látin fá smá pening til að versla mér einn smokk en það er ekki hægt að versla svoleiðis í stykkja tali. En strákurinn opnaði að minnst osti flöskuna mína fyrir mig. Svo lá leið okkar heim til Hörpu og þar beið okkar grill matur og meira áfengi. Helga, Guðfinna og drífa voru líka með og var þetta voða skemmtilegt kvöld. Það eina sem a'ð skemmdi kvöldið var að ég fékk þennan skemmtilega pirring í fæturna og hendurnar þannig að ég fór heim um kl. 12:30.

Svo daginn eftir eða á laugardaginn ( gær ) fór ég að gæsa Drífu mágkonu og þess vegna var ég ekki uppi á braut að sjá Alexander keppa. Ég var komin heim til hennar kl. 9:20 og rétt náði því að löggan sem að var nýbúin að stoppa vinkonu hennar fyrir að vera með filmur í glugganum á bílnum sínum fékkst til að vekja hana fyrir okkur hahaha. Það tókst svona rosalega vel og varð hún drullu hrædd og ein tauga hrúga hahaha. Þegar hún kom svo út á náttsloppnum einum sér hrópuðum við GÆS. Hún varð voða glöð að sjá að þetta var bara grín og þökkum við allar löggunni fyrir hjálpina.

Hún var svo látin klæðast í þennan voða fína fjólu bleika kjól sem að henni þótti alveg æðislega flottur og svo var hún látin í strigaskó við voða fín. Við fórum svo heim til vinkonu hennar þar sem að við fengum morgunmat og eftir matinn var myndataka. Eftir þetta ætluðum við að láta hana fara í fallhlífstökk en vegna veðurs var það ekki hægt þannig að við fórum allar á hestbak sem að var geggjað gaman en ég er með rosalega strengi í rassinum og bakinu eftir þetta. Síðan fórum við í sund til að hreinsa af okkur hesta lyktina. Eftir þetta lá leið okkar niður á Austurvöll þar sem að við fórum í leiki og borðuðum aðeins meira og stelpurnar drukku meira. Ég drakk ekki neitt af því að eitt kvöld er alveg nóg fyrir mig. Þegar við vorum búnar að vera þarna í 2 og 1/2 tíma fórum við heim til annarra vinkonu og borðuðum meira og þær drukku meira. Eftir það fóru þær allar á tónleikana með sigurrór og Björk.  Ég fór bara heim enda þreytt eftir 2 daga djamm.

 


Jeiiiiiiiiiiii

Ég byrjaði á lyfjunum í gær og voru eftirköstin sem og engin. Ég var svo viss um að ég mundi aldrei getað gert þetta sjálf þ.e. að sprauta mig en vitið hvað ég var að gera það fyrir um 40 mín síðan? Ég var að sprauta mig alveg sjálf og tókst það bara mjög vel. Ég fékk pínu sjokk eftir að hafa gert þetta alveg sjálf en það var fljótt að lagast. Ég er pínu aum þar sem að stungan fór en ég er ekkert að deyja neitt og lifi þetta alveg af. Ég var eins og lítið barn þegar ég var búin að sprauta mig og hringdi í alla til að láta vita hvað ég var dugleg hahaha. Meira að segja þegar Alexander kom inn þá sýndi ég honum þetta og montaði mig. En svona gera bara þeir sem eru svona miklar skræfur eins og ég.

Í gærkvöldi fórum við aðeins upp á braut í Álfsnesi til að sjá hvernig gengi að gera brautina klára fyrir keppnina og þá var verið að vökva hana í helli dembu sem að kom akkúrat þegar við komum. Það fyndna við það er að á meðan þarna var helli demba þá var skrjáfa þurrt heima og samt bara 5 mín akstur frá heimili okkar. Ég hafði nefnilega hengt þvottinn út rétt áður en við lögðum af stað þannig að bæði Baldur og Alexander höfðu smá áhyggjur af honum en ég sá að það rigndi ekkert heima svo að ég hafð engar áhyggjur.

Ég kíkti á Huldu vinkonu í morgun og sátum við úti í góða veðrinu og borðuðum bláber og drukkum vatn ( báðar í hollustunni ) og störðum á geitunginn sem að var að hræða úr mér líftóruna og allar köngulærnar *hrollur*. Það var gott að sjá Huldu aftur eftir veikindin hjá mér og henni líka. Ég elska hana og börnin hennar mikið og Andri og Ívar Orri strákurinn hennar eru miklir vinir.  Ég varð bara að drífa mig heim til að gera allt klárt fyrir smiðinn sem er að koma á eftir að klára eldhúsið loksins enda löngu kominn tími til að klára þetta. En þetta verður svo flott þegar þetta er búið að ég get ekki beðið. Hann er að fara að setja upp síðasta skápinn sem er búrskápurinn og þá er allt reddy.

En ég ætla að fara að halda áfram að gera allt klárt og eins og fara að pakka niður fyrir hana Helenu sem verður hjá ömmu sinni og afa í nótt aftur svo að við getum notið okkar betur á morgun.


Þá er komið að- þessu!

Læknirinn minn hringdi í mig í dag og tilkynnti mér að lyfið sem að ég á að fara á Cobaxon var samþykkt og á ég að byrja á morgun. Ég er drullu kvíðin en samt ánægð með að vera loksins að byrja á lyfjum aftur við MS. Þá er vonandi að köstin fari að hætta hjá mér. Ekki það samt að þeim hafi ekki fækkað til muna frá því að Helena fæddist en ég ætla samt ekki að fara að eiga fleiri börn.

Alexander og Baldur voru ekki komnir fyrr en kl  23:30 í gærkvöldi þannig að Alexander hætti við það að fara á smíðavöllinn í dag og varbara heima að hvíla sig fram að hádegi. Svo erum við búin að vera að taka til og þrífa af því að Elvar og Inga eru kannski að koma í kvöld og þávill maður reyna að hafa fínt hjá sér.

Ég verð að hafa þessa færslu extra stutta af því að ég verð að fara út að sækja Helenu á leikskólann.


Nokkrar myndir af krökkunum

IMG_0768

 

 

 

 

 

 

 

IMG_0778

IMG_0772

 

IMG_0809

 

 

 

 

 

 

 

IMG_0835IMG_0848

 

 

 

 

 

 

IMG_0851


Jæja núna eru rúmar 3 vikur í brúðkaupið :o)

Hahaha ég er alveg að ná þessuBlush En núna er ég búin að gera nánast allt sem þarf að gera fyrir stóra daginn. Ég fékk loksins skó á strákana í gær ferlega flotta og gæjalega skó. Alexander er farinn að nota skó í 39 og þar af leiðandi kominn með stærri fætur en égWhistling Hann stækkar sko hratt þessi sonur minn. Við ákváðum að fá mömmu til að baka fyrir okkur brúðartertuna og þá spörum við okkur 80 þús. kr. rúmar. Hún er nú þegar búin að gera 4 botna af 14Shocking Vá hvað við þurfum mikið. En við viljum að allir fái köku.

Í gær var ég spurð hvort að ég væri óléttShocking Ég þarf greinileg virkilega að fara að taka mig á. Alla vega var þetta mjög gott hint. Ég var að ræða við hana Helenu um að núna þyrfti ég að fara að grenna mig af því að ég væri orðin svo feit og þá fór sú litla freka að rífast við mig " nei mamma ég er feit " og ég var alveg nei nei þú þarft að fara að borða meira af því að þú ert aðeins of grönn ( ekki það að hún skilji mig ) og nei nei hún stóð sko fast á sínu og sagðist vera feit. Það er eins gott að passa sig verulega á því hvað maður segir við hana. Auðvitað átti ég að hafa vit á því að vera ekkert að tala um svona lagað við hana. En skaðinn er skeður og vonandi læri ég af honum og vonandi hefur hún ekki meira vit en það að vera ekkert að hætta að borða af því að henni finnst hún of feit sem að hún er engan vegin.

En ég er alveg staðráðin í því að fara að taka á mataræðinu og hætta öllu sælgætisáti og gosdrykkju. Ég var með fisk handa okkur í matinn í gær og svo ætlum við að grilla í kvöld ehn ég ætla mér ekki að borða kartöflur heldur bara grænmeti með. og drekka bara vatn enda er það alltaf best. Alla vega fékk þetta óléttubull mig til að fara að hugsa. Ekki vil ég vera spurð aftur hvort að ég sé nokkuð ólétt. En samt vandræðalegt fyrir spyrjandann hahaha.

Ég kláraði skráninguna í keppnina á laugardaginn í gær og mun hann keppa í Álfsnesi. Baldur ætlar að fara einn með Andra að hjóla í vikunni bara til að sýna honum að hann fái líka atyggli. Hann er orðin mjög abbó út í hann Alexander af því að í fótboltanum fær hann nánast aldrei að spila með og svo fær hann ekki heldur að keppa í mótorkross heldur. Greyið á svo erfitt með að skilja þetta enda bara 7 ára. En þetta kemur allt hjá honum og loksins þegar hann er orðinn 12 ára og fær að keppa verður hann orðinn rosalega góður. Og svo þegar Helena verður orðin 12 ára og fær að keppa þá verður hún sko orðin góð þ.e. ef að ég kem einhvertaman til með að leifa henni að hjóla.

En núna ætla ég að fara að hengja út þvottinn svo að ég læt þetta vera nóg.


Hvernig er þetta hægt;(

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/21/dyranidings_leitad/

Ég skil ekki svona grimmdAngry Þegar ég sá þetta í fréttunum varð ég svo reið og sár yfir því hvernig hægt er að gera lifandi veru sama hvað það er ( nema kannski skordýr ). 

En það var gaman í dag og þá meina ég mjög gaman. Við fórum eldsnemma upp í Bolöldu en það var púkamót fyrir krakka á 50cc, 65cc, og 85cc hjólum.  Eftir það var svo  keppni fyrir 85cc og lenti Alexander að sjálfsögðu í 5 sætiIMG_0832. Andri fékk líka medalíu fyrir púkamótið' en hann fór extra varlega núna eftir að hafa dottið illa á 17 júní.  En þegar þeir fóru í stóru brautina þá fór Andra að ganga frekar illa af því að hún er full erfið fyrir hann. En þarna var hoppukastali sem að hann hafði mjög gaman af og lék sér mikið þar á meðan Alexander var að keppa. Ég var flaggari bæ'ði þegar Alexander var að keppa og líka þegar stelpurnar kepptu. Baldur var á fjórhjólinu að vesenast þegar það þurfti þannig að við höfðum öll nóg að gera.

En þessi færsla verður ekki lengri þar sem að ég er á leiðinni í pottinn a' slaka á eftir langan og skemmtilegan dag.


Allt fór vel!

Við fórum í Bolöldu í gær að hjóla allir nema auðvitað ég. Fyrst komum við auðvitað við í nýju gryfjunum motomos. Hún er ekkert smá flott og virkar mjög skemmtileg fyrir þá sem hjóla. En það voru svo margir þar og það var búið að ákveða að hitta Jóa og Hlyn í  Bolöldu svo að ferð okkar lá þangað. Veðrið var frábært og allir skemmtu sér vel meira að segja ég. En þegar við vorum búin að vera þar í u.m.þ.b. 2 klst gerðist svolítið sem að fékk mig til að brotna niður. Andri var í miðbrautinni að hjóla með öðrum strák sem að hann kynntist þarna þegar hann var með smá sýndarmennsku og gaf í setti í 4 gír og stökk um 2 metra upp í loftið og dettur af hjólinu og hjólið lenti ofan á hannFrown 3 menn sáu þetta gerast og hlupu til hans alveg í sjokki og hjálpuðu honum að ná hjólinu af og hlúðu að honum þangað til Baldur kom til hans. Ég stóð hjá Helenu alveg í sjokki grét eins og ég veit ekki hvað af því að ég sá Andra ekki standa upp fyrr en 10 mín seinnaCrying Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var hrædd. Ég hélt að hann væri kannski lamaður, brotinn eða rotaður. En sem betur fer þá stóð hann upp og kom hjólandi til baka.

Svona lagað vil ég aldrei þurfa að upplifa aftur. en ég þarf að gera allt of mikið í dag. Ég þarf að taka húsið í gegn sem verður svo sem ekkert erfitt, ég þarf að fara í apótek að kaupa plast á rúmi okkar, kaupa jakkaföt á strákana og fara að versla. Við erum að fá gesti í kvöld og vonandi fara snákarnir svo allir að hjóla svo að ég komist til mömmu og pabba með Helenu af því að frænka mín frá Englandi er að koma til þeirra og ég vil hitta hana og leifa henni að sjá Helenu en hún hefur aldrei séð hana.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.