Nýjar fréttir af henni Helenu

Í morgun fór ég  með hana til hans Einars Thoroddsen hne læknis og kíkti hann inn í eyrað á henni. Hann þurfti ekki að kíkja nema rétt aðeins þegar hann sá að þetta er mjög mikið. Það sem er að er að það er kominn bandvefur utan um rörið sem veldur grasserandi sýkingu eftir sýkingu ef að ekkert er að gert. Núna er hún skráð í aðgerð á mánudaginn nk. til að fjarlægja þennan bandvef og rörin sem þýðir að hún getur orðið slæm aftur af eyrnabólgu eftir einhvern smá tíma en þá verða bara sett rör aftur. Hann talaði um að þessi aðgerð geti verið svolítið erfið en ég vona að hún verði ekki löng Helenu vegna. Svo verðum við bara að bíða eftir niðurstöðunni úr blóðprufunni en hana fáum við 2 nóvember.

En jæja ég ætla að byrja að elda kartöflusalat sem að ég lærði að gera hjá Fjólu vinkonu okkar hjóna þannig að ég ætla að láta þessar fréttir duga í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband