31.8.2009 | 19:16
Ef ég ætti mér 1 ósk!
þá myndi ég óska mér að Helena þyrfti ekki að ganga í gegnum þessi veikindi. Í dag var hún ekki útskrifuð sem ég átti svo sem alveg von á en hún var send í blóðprufu og skoðuð og viktuð og mæld og gerð á henni góð skoðun. Hún er ekki búin að þyngjast mikið en samt um einhver 400 gr. hún er orðin 96,4 sm. og svo skoðaði hann eyrun. Í ljós kom að hún er með einhverjar skrítnar bólgur í kringum rörið v/ megin og verður því að hitta hne lækni á morgun. Vonandi þarf hún ekki pensilinn af því að hún mun þá fá það í sprautu formi í vöðva sem að ég veit að hún verður ekki sátt við. Hún var mjög sár t.d. þegar blóðið var tekið þrátt fyrir deyfi plásturinn. Æji það er svo erfitt að sjá litlu börnin verða svona sár. Ég átti bágt með mig þegar blóðprufan var af því að ég vildi bara knúsa hana en ég mátti það ekki, ég varð að halda henni. En hún fékk alla vega að mála eina mynd uppi á leikstofu. Gróa talaði við okkur á meðan enda erum við farnar að þekkjast eftir alla spítaladvölina. En ég verð samt að viðurkenna það að við erum alveg rosalega heppin að þetta skuli ekki vera verra en þetta þótt alvarlegt sé. Hún er ekki dauðvona og hún er hress þegar hún er ekki lasin. Hún er ekki eins mikið lasin og áður fyrr sem bendir til þess að hún sé að byggja upp ónæmiskerfið.
Við skruppum til mömmu eftir spítala heimsóknina og ég lánaði henni skó af mér og svo knúsuðum við hana örlítið áður en við fórum heim. Núna ætla ég að fara að ganga frá þvotti áður en you think you can dans byrjar. See you later ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.