Ég er svo stolt mamma núna

Í dag var haldið bikarmót í Sólbrekku og var mjög góð mæting að mér fannst. Keppnin var mjög spennandi og þá sérstaklega í 85cc flokk. Konur kepptu með þeim en voru samt ekki beint að keppa við þá heldur við hvor aðra. Nema hvað hann Alexander minn endaði í 6 sæti yfir allt þrátt fyrir að vera lang síðastur í startinu. Sá hjólaði flott enda var hann í kennslu hjá Jóa Kef í gær sem er mjög góður kennari.

En um litlu mig. Ég er orðin frekar ringluð og slöpp og ég held að ég sé að fá enn eitt kastið því miður. Ég er svo ekki að nenna að fá kast núna. Ég bara má ekkert vera að því núna.

Í gær var hringt í mig frá bsh og var það ritari hans Ásgeirs læknis. Tímanum hennar var flýtt um tæpar tvær vikur en hún á að mæta núna 31 ágúst í stað 9 sept. Ég er bara nokkuð ánægð með það. Helena er sofnuð núna en hún er frekar slöpp. Hún finnur eitthvað til í öðrum fætinum og er eldrauð í framan og mér finnst hún vera heit en þegar ég mældi hana var hún með 36,3. Skrítið finnst mér en ég vona að hún sé ekki að verða lasin litla snúllan mín.

En ég ætla að fara að sofa núna svo að ég bíð góða nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.