12.7.2009 | 23:41
Helgin bara búin :o(
Ég verð að segja það að ég hef ekki skemmt mér svona vel í langan tíma. Við fórum í útilegu um helgina og sváfum í tjaldi. Ég hef ekki sofið í tjaldi í mörg ár. Bakið á mér er aðeins búið að kvarta en samt ekkert rosalega mikið neitt. Ég lifði þetta alla vega af. Hún Rebekka var að halda upp á þrítugs afmælið sitt og bauð okkur í útilegu að faxa sem er rétt hjá Reykholti. Það er mjög fallegt þarna og veðrið lék alveg við okkur. Ég er meira að segja orðin pínu brún Helena skemmti sér rosalega vel og það var ekkert smá sætt að sjá hana í gærkvöldi labba um allt með einn vin í eftirdragi. Þau leiddust um allt alt kvöldið voða sæt saman. Hann er alveg ljóshærður með ekkert smá fallegar krullur bara algjört bjútí. Hún svaf eins og steinn í tjaldinu og leið bara mjög vel þrátt fyrir að það hafi verið frekar kalt fyrstu nóttina.
En það var mjög gott að koma heim í steikjandi hita. Við erum líka búin að vera úti í allan dag. Ég fór í sólbað og stein sofnaði í klukkutíma enda frekar þreytt eftir helgina. Ég vaknaði alveg steikt en samt brann ég ekkert að ráði bara eitthvað smá á öxlunum. Baldur aftur á móti er alveg bleikur á bakinu eftir daginn. Helena bar sjálf á sig sólarvörn og ég hjálpaði henni að bera á bakið enda brann hún ekkert en fékk bara smá lit. Strákarnir eru nýkomnir inn en þeir eru búnir að vera duglegir að leika sér úti í dag. En nú er kominn háttatími svo að ég læt þetta duga í dag. Ég vona að allir hafi haft það gott um helgina og ég býð góða nótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.