7.7.2009 | 09:42
Ekkert sofið í nótt :(
ég held að ég hafi kannski náð að sofa í mesta lagi 3 klst í nótt. Ég bara gat ekki sofnað. kannski var það þessi eini kaffi bolli sem að ég fékk mér ég veit ekki. En ég fer extra snemma að sofa í kvöld það er alveg á hreinu. Ég reyni kannski að leggja mig í dag ef að tími gefst en það er alltaf svo mikið að gera hjá mér að ég veit ekki hvort að ég nái því. það verður bara að koma í ljós.
Ég ætla að fá að heyra í henni Helenu í dag þ.e. ef að hún fæst til að tala við mig. Hún er svo upptekin á að leika sér að hún má ekki vera að því. Pabbi og mamma gáfu henni púsluspil áður en hún fór til að taka með sér og hún er búin að púsla helling enda er það nánast það skemmtilegasta sem hún gerir. Svo fékk hún sápukúlur og er hún búin að vera að blása mikið hehehe. Hún kemur heim á fimmtudaginn og svo á föstudaginn förum við í útilegu með Rebekku og Ómari og fullt af öðru fólki. Rebekka átti nefnilega 30 afmæli um daginn og er hún að halda upp á það með fjölskyldu útilegu. Hún er svo sniðug hún Rebekka. Ég alla vega hlakka mikið til að fara en við erum búin að vera á fullu að reyna að redda tjaldi eða fellihýsi eða tjaldvagni en við finnum hvergi neitt til að fá lánað. Ætli það endi ekki bara með því að við verðum að kaupa okkur tjald. það er varla að maður tími því, tjöld eru svo dýr og við erum ekki dugleg að fara í útilegu. kannski verður maður bara að fara að byrja á því að vera dugleg að gera það. Við eigum allt útilegu dót nema kannski borð. Við eigum stóla og diska og glös og þ.h.t.
Þetta reddast allt. En ég verð að hætta núna, bæbæ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.