1.7.2009 | 23:32
Og ekki skánar það!
Nú þegar ég sótti Helenu á leikskólann í dag var hún strax orðin voðalega kvefuð. Þegar við komum heim fann ég strax að hún væri komin með alla vega nokkrar kommur. Ég mældi hana og jú jú hún er komin með smá hita. Alla vega nógu mikinn til að fara ekki á leikskólann á morgun. Ég verð því að sækja allt hennar dót þangað á morgun af því að hún er víst komin í lang þráð sumarfrí að hennar mati.
En við héldum áfram að mála í dag og þvílíkur munur á húsinu og grindverkinu. VÁ bara það verður geðveikt þegar við erum búin. Biggi pabbi Baldurs kom og hjálpaði okkur að mála í dag og sú hjálp var sko vel þegin enda mikið verk að mála allt húsi og grindverkið. Líkaminn er ekki alveg að leifa mér að gera þetta en þrjóskan ýtir mér áfram og ég skal, ég vil og ég get gert þetta eins og flest allt sem ég legg mér fyrir hendur,
Lilja nágranni er svo yndisleg að hún færði mér blóm í dag og ekki í fyrsta skiptið sem að hún gerir það. Hún hjálpaði mér líka að mála í gær sem að var vel þegið. Þau hjónin eru sko alltaf til í að hjálpa okkur þegar við erum að gera eitthvað í húsinu enda mjög dugleg bæði tvö.
Alexander er mjög duglegur að æfa sig í handleggnum með því að gera æfingar og svona þannig að ég er nokkuð viss um að hann nái alla vega að vera með í þar næstu keppni sem verður í Álfsnesi. En ég vil ekki vera að pressa hann neitt til að hjóla fyrr en hann er tilbúinn sjálfur enda vil ég ekki að hann skemmi neitt með því að fara of geyst af stað. En við ætlum nú samt á keppnina á laugardaginn að horfa á Aron Örn og Anton vini Alexanders keppa í fyrsta skipti í alvöru keppni til íslandsmeistara. Spennandi
En ég skrifa meira seinna þegar ég hef tíma og nenni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.