Það er ekki endalaus gleði :'(

Ég fékk heldur betur leiðinlegar fréttir í dag en ég get ekki sagt þær hér eins og staðan er í dag. Ég verð bara að reyna að vera jákvæð og hugsa sem minnst um þetta. Ég get sagt að fréttirnar tengjast ms sjúkdómnum því miður en lengra fer ég ekki með það. Enn hef ég ekkert heyrt um það hvort að ég fái Tysabri eða ekki enda á ég svo sem ekki von á því að ég fái það. Ég er ekki að gefast upp heldur bara að reyna að sætta mig við það að ég fái það ekki. Betra að búa sig undir það heldur en að gera sér upp of miklar vonir er það ekki!

Ég ákvað að vera pínu dugleg í dag og fór út og málaði hluta af grindverkinu okkar. Mikið var það nú erfitt en mikið verður nú gott að vera búin með það þegar það verður. Svo er bara að vona að ekki fari að rigna á næstunni svo að við getum klárað að mála bæði grindverkið og húsið. Ég get ekki beðið með að vera búin að þessu öllu saman. 

Helena byrjar í sumarfríi á föstudaginn og kannski fer hún með pabba út í Hrísey eftir helgi. Ég veit að hún mun skemmta sér konunglega að fara þangað enda skemmtilegur staður fyrir börn að vera á. Ég man enn eftir því að vera þar með frændum mínum og bróður í fjörunni eða út á bryggju að veiða. Eða að fara út á sjó með honum afa mínum Sigmanni heitnum. 

Alexander fór í myndatöku í dag og í ljós kom að brotið er að gróa rétt og að hann getur farið að hjóla eftir 3 vikur ef að allt gengur eins og það á að gera. Ég fékk myndirnar á disk af brotinu. Það er skrítið að sjá það. 

En jæja ég ætla að reyna að fara að sofa svo að ég kveð í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.