Það á ekki af okkur að ganga!

Í gær fóru strákarnir mínir 3 fóru að hjóla og á meðan sótti ég hana Helenu mína til ömmu sinnar og afa en þar gisti hún af því að laugardeginum var eitt í Bolöldu. Nema hvað að þegar ég var að hita mér smá vatn í tebollan minn hringdi Baldur í mig og segir mér að koma undir eins að sækja þá af því að hann Alexander datt. Þá fór litla mömmu hjartað að slá voða ört og ég flítti mér eins og ég gat upp í Álfsnes þar sem að það fyrsta sem að ég sé er hann Alexander greyið sitja í einum hnipring alveg sárkvalinn. Ég hjálpa honum upp í bílinn og við drífum okkur heim með Baldur og krakkana og ég og Alexander drifum okkur svo upp á slysó. Þar hef ég aldrei lent í svona mikilli flýti meðferð áður en hann fékk strax nánast verkalyf og svo flýtt í myndatöku þar sem í ljós kom að hann er illa brotinn fyrir neðan vaxtarkúluna í upphandlegg h/megin eða eins og læknirinn orðaði það efst á hálsinum ( einhverskonar læknamál ).

Hann missi því af næstu 3 - 4 keppnum í sumar honum til mikillar gremju. En slysin gera ekki boð á undansér og þau gerast í öllu sama í hvernig íþróttum þú ert í eða hvort þú sér að ganga, hjóla eða keyra. Það er ekkert við þessu að gera núna nema kannski til að forða honum frá þessu næst kannski bara að pakka honum inn í svona blöðruplastWink

En með hana Helenu, ég var svo hrædd um að hún væri að byrja á enn einum veikindapakkanum um helgina en svo virðist vera að hún ætli að sleppa. Hún var eins og svo oft áður með svo ljótan hósta og svo var henni svo voðalega illt í maganum sínum. En hún er orðið svo mikið hörkutól eftir það sem á undan er gengið að hún er farin að harka allt af sér nánast. En ég, Andri og Alexander erum reyndar búin að vera voða slæm í maganum undanfarið og svo virðist vera að hann  Baldur sem eitthvað vera að byrja núna líka. Æji ég vona nú samt að hann sleppi.

En jæja það er eins gott að fara að hjúkra litla sjúklingnum mínum eða kannski er hann ekki svo lítill lengur þar sem að hann er búinn að ná mér hehehe. Ég er nú ekkert voðalega hæ í loftinu en samt kannski enginn álfur heldur Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.