Nóg að gera á mínu heimili!

Ég var svo tilbúin að mæta í vinnu í dag en nei. Fyrir það fyrsta vöknuðum við klst of seint sem er ekki góð byrjun á góðum degi. Jæja við sendum strákana í skólann en ég varð að vera heima eina ferðina enn með Helenu af því að hún er bara svo slæm af hóstanum að ég hélt í alvöru að barnið væri að kafna í morgunUndecided En hún er ekkert að fara að yfirgefa þennan erfiða heim nærri því strax svo að ég ætla ekkert að vera að panika neitt. En ég verð að viðurkenna það að ég er að verða frekar mikið pirruð á öllum þessum veikindum og að þurfa að hanga svona heima allan daginn.

Vitið þið það að það dregur úr manni alla orku á að hanga svona mikið heima hjá sér og fara aldrei neitt. En það er svo sem nóg að gera í tiltekt og þrifnaði á þessu heimili svo að ég hef svosem nóg að gera í þvíWoundering Það er spurning um að ég fari kannski að drífa í því. En ég verð að segja frá því að ég fór á djammið um helgina og skemmti mér frábærlega. Ég hef ekki farið niður í bæ að kvöldi til síðan 1700 og súrkál. "Pæling" af hverju segir maður 1700 og súrkál???? hvað kemur súrkáli málinu við og ekki var ég til árið 1700Woundering Fólk notar stundum svo fáránleg orðahugtök.

En já ég skemmti mér mjög vel og Vigdís vinkona mín hitti okkur hjónin þarna og skemmti sér mjög vel með okkur, Við spjölluðum við Magna og Svala og fullt af öðru fólki og dönsuðum og fórum aftur og aftur á klóið að tæma fulla blöðru eftir allt sem að við drukkum frítt. Takk Brynjar fyrir frábært boðWink

En ég er farin að gera eitthvað af viti elskurnar mínar og endilega commentið um hvað þetta  orða tiltæki merkir 1700 og súrkál. Kossar xxxxx og knús á ykkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Knús i krús sæta

Erna Sif Gunnarsdóttir, 25.11.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband