Það er svo margt sem búið er að gerast hjá okkur!

Á mánudagsmorgun í síðustu viku var hringt í okkur kl. 6 um morguninn, á hinni línunni var lögreglan. Já það var brotist inn í fyrirtækið og mikið stolið. Það er búið að vera hálf lamað fyrirtækið síðan vegna þess að mikið af verkfærum var stolið og bæði blöndunar tölvunni og capas tölvunni var stolið og 4 sprautu könnum líka og margt fleira. Þjófarnir voru í þann mund að stela frá okkur bíl líka en lögreglan náði að stoppa það vegna þess að þeir hafa séð lögguna og flúið. Guð hvað ég er sár og reið út í þessa vitleysinga. Ég meina hvað hafa þeir að gera með þessi verkfæri og þessar tölvur sem virka bara fyrir að eitt að blanda liti og þeir þurfa spes forrit til að nota hana og það fá þeir bara á einum stað og mennirnir ar verða að setja tölvuna upp fyrir á og þá munu þeir náðst. Þetta eru bara eitthverjir vitleysingar sem vita ekkert í sinn haus.

En svo er það helgin. við fórum í bústað með Fjólu okkar og stelpunum hennar og var það æðislegt. Á laugardaginn var svo bikarmót í motocross og auðvitað lenti Alexander í 3 sæti. Hann var líka að hjóla geðveikt vel. hann er orðinn ekkert smá góður. Pabbi kom að horf og tók alveg fullt af myndum sem ég á eftir að fá hjá honum. Ég varð ekkert smá stolt af honum Alexander.

Svo í dag fór ég með hana Helenu að hitta hann Ásgeir. Ég vildi óska að fréttirnar væru góðar en svo er ekki. Hún er mjög lág ennþá í IgG en hún er eitthvað að hækka en mjög hægt samt sem áður. Hún á svo að fara í stóru blóðprufuna 25 janúar. Ágeir er ekki tilbúinn að útskrifa hana út af því að hún er alltaf að hækka og lækka til skiptis sem er ekki nógu gott. En hún er svo dugleg þessi elska og einn daginn mun hún verða alveg heilbrigð eins og ég og þú eða ég ætla að trúa því.

En jæja ég er farin að halda áfram tiltektinni eftir bústaða ferðina. See you later.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband