20.10.2009 | 06:46
Veikindin loksins búin ( vonandi )
Ótrúlegt en satt þá var Helena bara lasin í rúma viku, Andri í 4 daga, Baldur í 5 daga en Alexander lenti verst í þessu og var veikur í 2 og 1/2 viku. Ég virðist enn ætla að sleppa langbest 7,9,13. Enn ég slepp ekki alveg samt sem áður. Ég fékk kannski ekki flensuna en ég þurfti að fara til tannsa í gær og omg hvað ég er bólgin í framan í dag. Ég vaknaði við þvílíka verki í munninum og þegar ég fór og kíkti í spegilinn þá fékk ég vægt til orða tekið nett sjokk. Ég lít út fyrir að hafa verið kýld ég er svo bólgin í framan það þurfti nefnilega að tannróta fylla hjá mér. Þetta er rosalegt finnst mér. Baldur sér auðvitað ekki neitt en ég sé þetta og þá finnst mér mjög skrítið ef að aðrir taka ekki eftir þessu. Ennnn þetta lagast einhvertímann ( sem fyrst samt takk ).
Ég táraðist í gær þegar ég heyrði þessa sorglegu frétt af stelpunni sem að lést út frá Svínaflensunni í fyrradag. Ég er búin að segja það margoft en enginn viljað hlusta að þetta er mikið alvarlegra en venjuleg flensa og þess vegna er ég búin að vera að stressa mig svona út af henni. En sem betur fer slapp Helena vel ennþá alla vega. Ég var líka búin að heyra það að þó svo að hún sé búin að fá hana þá getur hún fengið hana aftur þegar flensan stökkbreytist.En ég ætla mér að vona að það gerist ekki.
Mikið er kuldinn búinn að fara illa í mig. Ég er að frjósa allan daginn gjörsamlega. Æji hvað það væri nú gott að búa einhverstaðar sem er ekki svona kalt. Það er ekki bara kalt veðurfarslega séð heldur pólitískt líka. Það er búið að skrifa undir Icesafe samninginn sem þýðir að börnin okkar þurfa að gjalda fyrir það sem að einhverjir peningagráðugir aular gerðu. Það er algjör skömm af þessu og það á að henda þessari ríkisstjórn úr landi.
Neikvæð færsla í dag ég veit en ég get ekki vaknað alla daga í góðu skapi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.