Húsið stendur enn og enginn slasaður hér!

Eins og veðrið er búið að vera svakalegt í dag áttu margir von á því að húsið okkar myndi fjúka og eða skemmast allsvakalega. En svo gerðist sem betur fer ekki og stendur það enn á grunninum þó svo að marghefur skemmst. Bæði hliðið á milli hússins og bílskúrsins brotnaði eða klofnaði og svo brotnaði hliðið á pallinum líka. Lokið á pottinum fauk næstum af en hellurnar sem við höfum á því svo að það fjúki ekki hreinlega fuku af. En við náðum að redda því sem betur fer. En það fuku þakplötur af húsum hér á kjalarnesinu og í Kjós en engin slys urðu á fólki sem betur fer.

Ég fór norður á Akureyri um síðustu helgi ásamt krökkunum en Baldur þurfti að vera heima að vinna enda búið að vera alveg brjálað að gera sem betur fer kannski. Helena fékk að prófa að fara í fimmleika með Evu frænku sinni og þóttu-i henni það svo gaman að hún tilkynnti pabba sínum það þegar við komum heim að hún ætlaði að fara aftur í fimmleika.  Ég er búin að vera að ath. hvort að við getum fengið einhver styrk frá félagi langveikra barna svo að við getum látið þennan draum hennar rætast og vonandi fáum við jákvætt svar.

En talandi um Helenu þá er ég orðin mjög smeyk með hana núna. Þannig er að hann Alexander er búinn að vera sárlasinn núna í 3 daga með háan hita, beinverki, höfuðverk og ógleði og ég er drullu hrædd um hana Helenu ef að þetta skyldi vera H1N1 flensan eða svínaflensan. Ég var nefnilega að heyra það að smitið berst á milli manna áður en einkennin koma í ljós. Hún fékk nefnilega bréf í póstinn um daginn um það að hún fengi bólusetningu um leið og hún kemur sem alltaf er verið að fresta.  En vonandi sleppur hún við að smitast þó svo að ég geti ekki verið neitt rosalega bjartsýn á það en ég reyni.

En jæja ég ætla núna að fara að leggjast með hana Helenu fyrir framan sjónvarpið og horfa í smá stund og svo fara að sofa. Góða nótt kæru lesendur og sofið rótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband