29.9.2009 | 20:50
ég hef bara aldrei fundið fyrir svona sterkri laungun áður
Ég bara skil þetta ekki, síðan við fórum að ræða um að flytja út hef ég ekki sofið eina nótt án þess að dreyma um það eða ekki komist í gegnum heilan dag án þess að hugsa um það. Er þetta orðið svo slæmt að ég get ekki hugsað mér að búa hér lengur? Alla vega þá er ég farin að leita eftir öllum upplýsingum sem að ég mögulega get fengið í sambandi við það að flytja út. Þá er ég að tala um upplýsingar í sambandi við skóla fyrir krakkana, tryggingar fyrir okkur og heilbrigðiskerfið og margt annað. Betra er að fá of mikið af upplýsingum heldur en ekki neinar. Við viljum alla vega ekki flytja út blindandi án þess að vita hvað við erum að gera. Nógu erfitt verður það að fara frá fjölskyldu sinni. Svo er ekkert víst að það verði eitthvað betra að búa í öðru landi og svo auðvitað getur það verið mikið betra, við vitum það ekki fyrr en við erum búin að fá bæði réttu upplýsingarnar og búin að prófa það.Við erum alla vega að fá hellings stuðning frá fólkinu í kringum okkur og svo líka alveg það öfuga. Það geta ekki alltaf allir verið sammála öllum. En hvað veit maður hvað maður endar með að gera. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Alla vega er kreppan ekki að hætta næstu 20 árin.
En eitt gott kom í ljós í gær og það er að við fengum bréf frá LSP um að hún Helen á að mæta í bólusetningu um leið og bólu efnið kemur. Hún er í markhópi 1 sem er undanþágu hópur út af hennar veikindum. Það er smá léttir fyrir mig að vita það að hún mun þá ekki vera í eins mikilli hættu eins og hún í án þess. Sem sagt þá er smá glufa fyrir það góða í kerfinu ennþá.
En jæja ég ætla að fara að gefa bóndum að borða. see you.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.