25.9.2009 | 10:10
Veturinn er kominn;o(
Þó svo snjórinn sé ekki kominn þá er hægt að segja að veturinn sé kominn. Þegar ég fór með stelpuna á leikskólann var svo kalt úti og er það þannig enn að ég sver það að ég hefði átt að dúða mig upp þ.e fara í vettlinga og húfu, trefil og úlpu. Brrrr ég var gjörsamlega að frjósa. Enda mun ég klára að taka upp kartöflurnar í dag enda erum við alveg að verða búin með það sem ég tók upp í lok ágúst. Mér finnst nýjar kartöflur vera svo góðar og þá sérstaklega smælki mmmmm nammi gott ;o).
Þegar ég kom með Helenu á leikskólann fundum við bara ekki hólfið hennar fyrr en Guðrún sýndi okkur það en það er búið að færa hana og svo fundum við ekki myndina hennar heldur. ég fer inn á deild og spyr hvað sé eiginlega í gangi en þá segir hún Bryndís mér að hún sé með myndina en Helena byrjar á Álfastein á fimmtudaginn. Já hún er að fara á stóru deildina eins og hún kallar það.
Ég er búin að fara á tvo fundi uppi í skóla í þessari viku. Á mánudaginn var fundur fyrir okkur foreldra barna í 2-4 bekk og í gær var fundur í 8-10 bekk. Ég var "kosin" í bekkjarráð í 8 bekk og á ég að mæta á fund í næstu viku. Við sjáum um flestar skemmtanir fyrir unglingana og eitthvað fleira. Ég held að við eigum að sjá um ferðir og eitthvað þess háttar en ég veit það betur í næstu viku.
Vá ég er að átta mig á að það er föstudagur. Vá hvað vikan er fljót að líða. Ég ætla að reyna að hvíla mig vel um helgina en ég veit að á morgun förum við víst að hjóla eða sko strákarnir. ÉG verð víst að fljóta með þó svo að ég vilji frekar vera heima eða fara í heimsókn eitthvert. Enn þetta kemur allt í ljós á morgun.
En núna verð ég að fara að halda áfram að taka til og þrífa svo að ég kveð í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.