22.9.2009 | 18:25
Afhverju getur lífið verið svona erfitt og ósanngjarnt
Eftir lækna heimsóknina í gær til hans Alberts Páls fann ég heldur betur mikla reiði, sársauka, vonleysi og hryggð. Ég fékk það staðfest að ég er ekki á leiðinni að fá nein lyf til að varna því að ég fái kast eða með öðrum orðum STÓRT FEITT NEI. honum finnst ég bara ekki nógu veik sem er svo fáránlegt þar sem að þetta lyf á að vera fyrirbyggjandi að ég á varla til nógu mörg góð orð um það. Ég veit að ég er oft búin að fá þetta svar en þetta er alltaf jafn erfitt að heyra. En ég er búin að ákveða það að ég ætla að hætta að reyna. það er gjörsamlega vonlaust að gera það svo að ég ætla frekar að eyða þessari litlu orku minni sem að ég hef í að huga að krökkunum og hjónabandinu meira get ég ekki. Hann byrjaði á að minnast á að hann hafi séð mig í sviðsljósinu bæði í eins og hann sagði það " Kastljósinu " og Vikunni en svo eyddi hann því bara. Ég er nokkuð viss um að verið sé að refsa mér fyrir það en ég get ekki staðhæft það samt.
Draumur minn er að getað flutt úr landi sem fyrst og þá helst vil ég flytja til Ameríku eða Kanada en það er erfitt og ég er ekki viss um að við munum geta það út af mínum veikindum og Helenu. En maður á aldrei að segja aldrei og við vitum það ekki nema að reyna það sem er aldrei að vita hvort að við gerum eða ekki, aðeins tíminn mun leiða það í ljós.
Albert gerði mér alla vega þann greiða að skrifa upp á meiri lyf sem gefa mér orku og hjálpa mér að muna hlutina og eins lét hann mig á ný mígreni lyf þar sem að hin virka ekki alltaf og þessi eru fyrirbyggjandi. Hann gat gert það fyrir mig en ekki komið mér á hitt lyfið sem er einnig fyrirbyggjandi. Æji hvað þetta er allt skrítið eitthvað. Kerfið hér á þessum krummaskuða klaka er algjörlega hrunið og ég er ekki að sjá að það lagist eitthvað næstu 20-25 árin.
Ég veit að þetta er mjög neikvæð umræða en so what. Ég má vera neikvæð eftir svona illa meðferð.
En ég er farin að taka Helenu úr baði og ætla svo að komu upp einhverjum mat handa liðinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.