Hann náði 2 sætinu um helgina ;oD

Ég er að kafna úr stolti af honum Alexander núna. Um helgina eins og ég sagði frá áður var keppni haldin á Langasandi og endaði hann Alexander í 2 sæti. Reyndar voru bara 3-5 skráðir í 85cc flokkinn en samt er þetta góður árangur sem hefði getað verið enn betri ef að hjólið hfði ekki bilað á fyrsta hring. Gylfi endaði í 1 sæti enda hélst hjólið hans í góðu lagi allan tíman. Enn Alexander fékk alla vega sinn fyrsta bikar og það þótti honum sko ekki leiðnilengt. Ég átti pínu bágt með mig þegar hann tók við bikarnum hehehe, mömmu hjartað eitthvað viðkvæmt ;)

Fjóla, Telma og Freyja komu á föstudeginum og gistu hjá okkur af því að þær fóru svo með okkur á keppnina og stutt að fara heiman frá okkur. Veðrið var frekar blautt en samt ekki eins mikið og ég hafði gert ráð fyrir sem betur fer og það var alls ekki kalt heldur og logn. Með öðrum orðum þá vorum við bara mjög heppin með veður.

Um kvöldið komu Brynjar og Alda í grill til okkar og áttum við góða stund saman þó svo að ég hafi verið svona mikill dóni að sofna á meðan þau voru hjá okkur. Ég skammast mín alveg óendanlega mikið en ég var bara svo voðalega þreytt eftir daginn. Þau hljóta að fyrirgefa mér þetta einhvertímann.

Í gær fórum við svo til mömmu og pabba í mat en á miðvikudaginn í síðustu viku áttu þau 37 ára brúkaupsafmæli og voru þau að halda upp á það með okkur og eins Hendrik og Drífu. Til hamingju aftur mamma og pabbi. En núna verð ég að fara að hafa okkur Helenu til fyrir heimsóknina til hans Alberts Páls. See you later.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband