7.9.2009 | 15:25
Aðgerðin búin
Aðgerðin tókst bara nokkuð vel þrátt fyrir mikla blæðingu eftirá. Hún er mjög aum í eyrunum báðum og þá sérstaklega því vinstra þar sem að þar var mesta blæðingin. Í v/ eyranu var mesti vefurinn en svo kom í ljós í aðgerðinni að það var líka vefur í h/ eyranu. Hún var svolítið reið þegar hún vaknaði en það lagaðist fljótt. Það var svolítið fyndið að þegar við erum að leggja af stað í morgun fór hún alltaf að tala um að fara í kerruna. Í fyrstu skildi ég ekkert um hvað hún var að tala en svo skildi ég hana. Hún heyrði svona vitlaust. Þegar ég talaði um að hún væri að fara í aðgerð þá heyrði hún út frá því að hún væri að fara í kerru. Hahaha já það er skrítið hvað fólk getur mistúlkað og misheyrt hlutina. En þegar aðgerðin var búin og við fórum heim kíktum við aðeins upp í vinnu til Baldurs og svo fór ég að keypti Serrano handa okkur. Við vorum komnar heim um kl. 12 og er Helena bara búin að liggja uppi í sófa og slaka á síðan. Ég var að gefa henni stíl af því að hún finnur svo til í eyranu sínu. Ég á svo að hitta hann Einar aftur með hana eftir 2 mánuði og fyrr ef að hún fær í eyrun.
En ég ætla að fara að leggjast aðeins hjá henni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.