Jæja ég vissi að eitthvað væri að!

Meldingasérfræðingurinn minn hringdi í mig áðan til að láta mig vita niðurstöðurnar úr bæði sónarnum og blóðprufunum sem að hún lét taka. Niðurstaðan úr sónarnum var eðlileg eins og ég vissi en blóðið kom ekki eins vel út. Kólesterólið er aðeins of hátt hjá mér þannig að nú " loksins " kannski er ég með afsökun um að hætta að borða nammi og kökur og svoleiðis fitandi fæði. Ég á einnig að forðast alla fitu sem er ekkert mál fyrir mig þar sem að það er það versta sem að ég fæ. Ég á að hætta að borða brauð, franskar og minka kartöflurnar. Ég sem var að taka upp helling af glænýjum kartöflum. En svona er það bara og ég ætla að reyna eins og ég get að fara eftir þessu.

Við vorum heima aftur í dag við mæðgur og erum við búnar að vera að þrifa þvottahúsið eins og við getum en Baldur verður að hjálpa mér með restina. Ég er búin að rústa á mér bakinu á þessu öllu saman svo að ég verð að passa mig svo er ég að fara að byrja í kasti eins og ég er búin að eiga von á í þó nokkurn tíma.  Kastið lýsir sér með þvögumæli og smá máttleysi í v/ hendi. Það er enginn doði bara máttleysi. Ég titra pínu líka en ekkert mikið samt. En ég verð fljót að jafna mig er ég viss um þ.e. ef að ég tek því rólega. Ég er að verða nokkuð góð í að taka því rólega. Kannski er ég aðeins of dugleg hehehe. En ég er farin að halda áfram að gera mitt besta í að taka til. See you later.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband