Lasin eða kannski ekki!

Það er svo skrítið með hana Helenu að einn daginn getur hún verið með hita og svo þann næsta er hún ekki með hita og þann næsta með hita. Núna er hún t.d. ekki  með hita. Hún reyndar sefur eins og steinn eins og er og ætla ég bara að leifa henni það en ég vona svo innilega að hún sé ekki veik eins og ég hélt í gær, en hún er orðin drullu kvefuð aftur á móti. Ég ætla að nota tækifærið víst að ég er heima og taka til og þrífa því ekki veitir af. Ég verð bara að passa bakið af því að ég er búin að vera eitthvað extra slæm í því í nokkra daga. Ég verð greinilega að fara að hreifa mig meira.

Ég hef ekki enn fengið neinar uppskriftir frá ykkur eða ráðleggingar um betra mataræði og óska ég eftir því að fá allavega einhver ráð. Ég er að reyna en virðist samt vera að gera eitthvað vitlaust. Maginn er eins og er í lagi en í gær var ég að drepast og mér varð svo íllt að ég varð alveg náföl. Ég hélt hreinlega að það myndi líða yfir mig.Ég ætla að reyna að forðast hveiti, brauð, franskar, djúpsteiktan mat og allan mat sem er mikið brasaður. Mjólkina veð ég að fara að reyna að forðast þó svo að hún sé góð og allar mjólkur vörur. Ég verð bara að reyna ð hætta að borða allt sem er gottErrm

Já lífið getur verið ósanngjarnt stundum en maður verður bara að taka því. Maður getur lifað góðu lífi með því að vera jákvæður og taka öllu með ró. Það er eitt af því sem að ég þarf að læra líka. Lífið er skóli og mitt fag er að læra að borða rét og vera jákvæð. Ég er ekki alveg að standa mig svo að ég verð bara að taka mig á svo að ég þurfi ekki að taka þetta fag aftur.

En jæja ég ætla að fara að koma mér að verki og byrja að taka til og þrífa. Vúhú það er svo "gaman" ;o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.