25.8.2009 | 23:10
Flottur árangur hjá flottum strák
Keppnin á Bolöldu var mjög mjög blaut en skemmtileg samt. Eftir mikla baráttu á milli Gylfa og Alexanders í báðum motoum urðu úrslitin þannig að hann Alexander lenti í 5 sæti í tvígengishjólum og 8 ower all og svo er hann í 10 sæti til íslandsmeistara. Þetta er enginn smá árangur hjá honum miða við að hann lenti í því að brotna illa fyrr í sumar. Ég er mjög stolt af honum enda ekki annað hægt eftir þetta.
En skólinn er byrjaður og var fyrsti dagurinn í dag. Í gær fengu krakkarnir stundaskrá og hittu umsjónakennara sína og sáu stofurnar og svona og eftir það fórum við að kaupa allt skóladótið. Við sluppum heldur betur vel vegna þess að við keyptum nánast allt dótið í Krónunni nema einhverja 3 eða 4 hluti sem að við fengum í Office one. En dagurinn byrjaði ekki nógu vel hjá blessuðum krökkunum. Þau fengu þær leiðinlegu fréttir um að náttúrufræðikennarinn lést í nótt úr hjartaáfalli aðeins 61 árs gamall. Allt of ungur til að fara yfir móðuna miklu. Guð blessi minningu hans.
En þegar ég sæki Helenu á leikskólann í dag fann ég að hún var svolítið heit. Rannveig nær í mælinn og mælir hana og viti menn, hún er orðin lasin. Ég er búin að bíða eftir þessu af því að ég átti svo von á að hún hlyti að fara að verða lasin af því að hún verður alltaf lasin á þessum tíma eins og mest öll þjóðin. Það er búið að rigna endalaust hér í henni Reykjavík og svo er farið að kólna slatta mikið líka. Kartöflu grösin mín eru orðin svört sem bendir til þess að það sé byrjað að frysta á nóttunni þannig að ég verð að fara að taka upp kartöflur sem fyrst. Kannski að ég geri það á morgun bara ef að Helena nær að sofna eitthvað og ef að veðrið verður gott.
En jæja núna verð ég að fara inn í rúm að reyna að fara að sofa enda alveg drullu þreytt eftir langan dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.