Bara búin að vera heima alla vikuna

Ég hef voða lítið gert alla vikuna annað en að vera heima hjá mér í afslöppun. Ég er búin að vera frekar slæm út af þreytu og svo fékk Helena eyrnabólgu í gærmorgun þannig að hún er líka heima. Hún er ekki með hita heldur bara íllt í eyranu og svo lekur úr því og grefur. Hún er samt hress og reynir eftir bestu getu að stjórna okkur hinum á heimilinu hehehe. Ég fór með alla krakkana í klippingu í dag og eru þau öll voða fín og sæt enda skólinn að byrja á mánudaginn og vera allir að vera fínir áður en hann byrjar. En um helgina á Alexander að keppa og er spenningurinn hjá okkur mikill. Þetta er síðasta keppnin í sumar og eftir keppni förum við í grill til hans Ólafs liðsstjóra hjá Kawasaki. Agnes ætlar að passa fyrir okkur á meðan við erum í grillinu og veit ég að það verður voða gaman hjá þeim.
En nú ætla ég að fara að sofa svo að ég verði nóg hress á morgun. Góða nótt kæru lesendur og sofið rótt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband