18.8.2009 | 07:41
Lyfjaofnæmi
Ég er svona 99,99 % viss um að ég sé með ofnæmi fyrir lyfinu Tramól. Þetta er verkjalyf sem að ég er búin að vera á í þónokkur langan tíma og fengið ofnæmisviðbrögð fyrir sem lýsa sér með ofsakláða og pirring í húð en ekki alveg svona slæm eins og s.l. sólarhring. Mér líður eins og ég sé með kláðamaur eða fær hreinlega. Ég verð því að hætta að taka inn þetta lyf enda er ég líka búin með skammtinn og ætla ég mér sko ekki að fá meira. Það er bara verst að ég er farin að vakna sárkvalin af verkjum á morgnana í bakinu nema þegar ég tek inn verkjalyf fyrir nóttina flesta morgna. Ég vil bara hætta að þurfa að taka inn nokkur lyf. Þetta er bara orðið algjört rugl.
Alexander er að fara að keppa í síðasta móti til íslandsmeistara um helgina í Bölöldu og verður því alla vikuna á æfingum þar. Ég verð að fara með hann í dag en svo ætla ég að reyna að komast í saumaklúbb í kvöld enda löngu komin tími á að mæta.
En ég ætla að fara að drífa mig með krakkana á leikjanámskeið og á leikskólann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.