10.7.2009 | 01:36
Vá bara komin helgi aftur.
Tíminn líður allt of fljótt. Mér finnst maí vera nýbúin. En kannski hefur maður bara svona mikið að gera á daginn að tíminn flýgur bara frá manni.
Helena er enn úti í Hrísey með afa sínum og langömmu. Henni þykir svo gaman að hún ætlar sko ekki að koma heim aftur. Hún ætlar að fara heim til ömmu á morgun en ekki til okkar. Maður veit nú ekki hvernig maður á að taka þessu hmmmm Nei nei ég tek þessu ekkert illa. Hún er í góðum höndum og kannski svolítið mikið dekruð af afa sínum Hún veit sko alveg hvernig hún á að vefja honum um fingur sér. Við erum að fara í afmæli um helgina til hennar Rebekku og hlakkar okkur geðveikt til enda alltaf svo gaman í veislum hjá þeim.
Í gær náði ég að sofna loksins á sikkalegum tíma en ég sofnaði kl. 10. 30 vaknaði svo kl. 12 og sofnaði aftur hálftíma seinna enda alveg uppgefin eftir næstum tveggja sólahrings andvöku. Heilsan hjá mér er bara búin að vera nokkur góð undanfarið enda er ég búin að reyna að passa mig mikið að ofgera mér ekki. Ég er einnig búin að vera að taka á mataræðinu og ég er búin að léttast um heim 4 kíló Svo er bara að halda áfram að borða rétt og þá fara kílóin að fjúka af mér. Ég er dugleg að drekka vatn á daginn og ég reyni að hreifa mig mikið líka þannig að ég vona að ég sé að gera mér eitthvað voða gott með þessu. Ég er líka farin að borða oftar á dag og minna í einu en það sem að ég reyni að narta í er epli, banani eða appelsínur. Eini gallinn við að vera dugleg að bor'a ávexti er að þeir eru orðnir svo rándýrir. En hvað gerir maður ekki fyrir heilsuna.
En núna ætla ég að fara að drífa mig í bólið. Góða nótt kæru vinir og sofið rótt í alla nótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.