Þá er viðtalið komið út.

Þessi athygli er ekki alveg að virka vel á mig get ég sagt ykkur. Ég þori varla út í sjoppu og hvað þá í Bónus þessa vikuna. En viðtalið kom ágætlega út þó svo að sumt af því hefði alveg mátt sleppa. En það er of seint svo að ég verð bara að sætta mig við þetta.

Vikan sem er að verða búin er búin að vera mjög bissí enda er ég alveg búin á því andlega sem og líkamlega. Í gær þegar ég kom heim var ég svo þreytt að ég sofnaði yfir fréttunum og svaf nánast samfleytt til 7:30 í morgun. Ég held að það marg borgi sig fyrir mig að fara snemma að sofa í kvöld enda stór dagur á morgun. Ég byrja á því að fara með Helenu til mömmu og pabba og svo er ferðinni heitið upp í Bolöldu. Þar verður púkamót og svo keppni í 85cc og svo miðnæturkeppni í enduro sem verður frá kl. 18 - 12 eða 2 um nóttina. Það verður sko húllum hæ þarna og þetta verður örugglega voða gaman. Alda verður með útskrifar veislu líka annað kvöld og ætla ég að kíkja þangað í smá stund og fara svo aftur upp í Bolöldu. Ég vona að ég nái að halda mér vakandi allan tíman hehehe.

En þesi blog færsla verður voða stutt núna þar sem að ég verð að fara að elda handa öllum á heimilinu. Góða helgi allir og hafið það sem allra best og gangið hægt um gleðinnar dyr. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís

Eru þínir að keppa á morgun ? Sjáumst í Bolaöldu skvís:)

Bryndís, 19.6.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Já þeir ætla að vera með

Hulda Sigurðardóttir, 19.6.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband