Veikindapakki á heimilinu

Nú er hann Alexander orðinn veikur með ljótan hósta og slappleika. Það er alls ekki gott þar sem að það styttist í næstu keppni og hann þarf að komast á æfingu. Á morgun er svo afmæli Motomos og ætlum við að reyna að komast á það en ef að Alexander er enn lasinn gengur það varla. Helena verður hjá ömmu sinni og afa í nótt af því að við hjónin erum að fá góða gesti í heimsókn. Það eru þau Hössi og Kristín og ætlum við að grilla sama og eiga góða stund saman. Þau eru svo hress og skemmtileg að ég hlakka mikið til að sjá þau aftur. Ég er búin að vera að hringja í Kristínu mörgum sinnum en það er greinilega bara svo mikið að gera að hún hefur ekkert ansað í síman. Hmmm það er kannski eitthvað sem að við hjónin þurfum að fara að læra að gera þegar það er mikið a gera hjá okkur.

En alla vega þá er ég loksins að verða góð af kvefinu og hæsinu þannig að ég ætti að getað verið eitthvað úti að ráði. Við ætlum að kíkja í Álfsnesið á eftir og ath hvort að við getum eitthvað gert til að taka brautina í gegn aftur og gera fallegt þar í kring áfram. Ég þarf reyndar að fara með stelpuna kl. 18 til múttu og ég kem þá bara þegar ég er búin að því. Já það er endalaust gaman að vera í kringum þetta mótocross. Sérstaklega eftir að Alexander byrjaði að keppa. Það er bikarmót í Ólafsvík núna í lok mánaðarins sem að Alexander tekur að sjálfsögðu þátt í þannig að hann verður að fara að æfa sig á fullu til að komast í gott form og ná góðum árangri. Við erum kannski svolítið ströng og ýtin á að hann æfi sig vel en við erum bara að gera honum gott held ég seinna meir. Ég veit að Andri greyið er svolítið útundan en hans tími mun koma og þá fær hann fullt af athygli. 

En jæja þá er kl. að verða 16 svo að ég ætla að fara að drífa mig í búð og svo heim að sækja prinsessuna mína og gera hana klára fyrir ömmu og afa nótt. Mikið hlakka þau til að sjá hana enda er hún litla kraftaverkið mitt og þeirra og prinsessan okkar allra. Eins gott samt að muna eftir astma pústinu fyrir hana ;o)

Ég bið ykkur öllum gleðilegrar þjóðhátíðardags og vonandi hafa það allir gott af því að ég ætla mér að gera það ;o) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.