15.6.2009 | 10:20
Það var fjör um helgina
Við fórum á ættarmót um helgina en stoppuðum allt of stutt. Við fórum á laugardagsmorgun kl. 7:30 og vorum komin á Gilsbakka kl. 12:30. Margir fóru svo í fjallgöngu og Baldur fór í fjall/hjólagöngu á eftir liðinu hahaha. Hann nefnilega var alveg klst á eftir þeim svo að hann fór bara á fjórhjólinu upp fjallið þangað til að hann náði þeim en þá hófst gangan erfiða. Brattinn sem að þau fóru var rosalegur og hefði ég aldrei getað farið með. Ég fór í staðin með krökkunum og tengdó í fjöruferð að týna skeljar sem alveg sló í gegn hjá Helenu. Krakkarnir léku sér á trampólíni alla helgina voða gaman og fóru í fótbolta og fundu sér margt annað sér til skemmtunar. Við grilluðum svo höfrung sem að var eitt það besta kjöt sem að ég hef á ævinni smakkað. Vá hvað ég var södd eftir átið. Ég borðaði alveg yfir mig enda var þetta bara svo rosalega gott. Maður kom sko ekki grannur heim hahaha. Helena er komin enn og aftur með í eyrun og fór að mígleka úr öðru eyrunum á henni en hún lét það ekkert stoppa sig. Hún vildi bara vera úti að leika sér við hina krakkana með buffið sitt. Astminn er frekar mikill ennþá en hún er alltaf jafn dugleg að taka pústið sitt svo að það hjálpar eitthvað.
Hún suðaði og suðaði um að fara til ömmu að fá mjólk að drekka alla leiðina heim Hún átti erfitt með að sætta sig við það að við værum að fara heim af því að mamma og pabbi þyrftu að fara að vinna og hún á leikskólann en svo lagaðist það allt saman þegar við vorum komin heim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.