11.6.2009 | 01:16
Þreytan er að ná völdum
Ég er svo þreytt að ég get ekki sofnað. Það er erfitt að geta það ekki þegar viljinn til þess er svona mikill. Ég kannski get sofnað eftir nokkur orð hér á blogginu.
Það er ættarmót um helgina og er mér búið að hlakka mikið til þess að fara en Helena er að veikjast enn eina ferðina svo að við verðum bara að sjá til. Hún er enn og aftur komin með í lungun og er því byrjuð að pústi 3 á dag. Hún er ekki með hita en hún verður svo andstutt þegar hún fær hóstaköstin að ég verð liggur við að hlaupa til hennar og anda fyrir hana. Þetta er alltaf jafn ógnvekjandi en venst þó það venjist illa. Núna sefur hún vært og vonandi verður það þannig í alla nótt. Við tókum hana með okkur út í garð í dag og leifði pabbi hennar að slá með sér sem að hún elskar að gera en svo varð ég fljótlega að fara með hana inn og í bað og svo svona 30 mín eftir baðið sofnaði hún en þá var kl rúmlega 10. Ég vona að hún verði nógu hress til að fara á leikskólann á morgun svo að ég geti aðeins hjálpað Baldri að vinna þó svo að það verði svo sem ekki mikið þá get ég gert eitthvað smá gagn held ég.
Strákarnir fengu einkunnirnar sínar í dag og átti ég sko ekki von á því að þær yrðu góðar en vitið þið að þær voru sko meira en góðar. Alexander hefur bætt sig alveg um helming og hann Andri er gjörsamlega að dúxa. Hann fékk 111 stig en meðal barn í 2 bekk er með svona 70 stig í lestri sem þíðir að hann var með 5,5 sem er í raun 10. Ég var ekkert smá ánægð með strákana mína og vonandi heldur þessi árangur áfram næsta vetur. Ég er líka búin að knúsa þá svo mikið að þeir bara flýja mig þegar þeir sjá mig koma að þeim hahaha. Æji þetta er bara sætt og ég er mjög stolt af þeim báðum.
En jæja ég verð að reyna að fara að sofa enda þarf ég að vakna mjög snemma í fyrramálið. Góða nótt elskurnar og sofið rótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.